olihar skrifaði:MBKÍ skrifaði:Sælir ágætu spjallverjar,
seint svarað af okkur en við fengum bara ábendingu um þessa umræðu hérna áðan og skráðum klúbbinn inn.
Ástæðan fyrir því að við hjá MBKÍ fórum fram á íslensk netföng, eða að þeir sem vildu tengjast án .is netfangs myndu senda okkur tölvupóst, er einfaldlega vegna þess að við vorum að drukkna í spammi og árásum á síðu klúbbsins. Allt sem er tengist stórum og þekktum vörumerkjum virðist fá meiri áhuga en annað
Við bættum við að þeir sem vildu gætu skráð sig inn í gegnum Facebook og því sloppið við .is skilyrðin.
Því miður hefur áhugi á spjallkerfum dvínað á Íslandi og ásókn í spjallið okkar þ.á.m. Þetta spjall hér á Vaktinni er eitt af þeim fáu sem virðast enn ganga en bílaspjöllin almennt hafa farið halloka fyrir Facebook-grúbbum þrátt fyrir vankanta Facebook hvað sérhæft spjall ræðir.
Tilvitnunin í gamla netfangið okkar
vefstjorn@stjarna.is er orðin úreld þar sem síðan er ekki lengur tengd stjarna.is. Pósturinn ætti því að vera
mbki@mbclub.is. Við munum auðvitað opna fyrir aðgengi þeirra sem vilja, hafsjór af gömlum en góðum fróðleik þarna inni sem við höfum ekki viljað henda
Kveðja,
MBKÍ
eru þið ekki bara að nota gamalt spjallborðakerfi? Eru þið með SPAM varnir? Það snýst ekkert um þekkt eða stór vörumerki heldur frekar að nota þessi venjulegu spjallkerfi án allra varna og uppfærslna.
Sæll,
þessar reglur voru settar fyrir löngu síðan á meðan spjallkerfið var enn í töluverðri notkun (virkni) og þá undir léninu stjarna.is (eins og netföngin) en er nú mbclub.is og eru ansi mörg ár síðan því var breytt - það þarf auðvitað að uppfæra þennan texta
.
Spjallborðakerfið fékk síðast stóra uppfærslu sl. haust og er viðhaldið reglulega af vefstjóra - en umferðin er því miður orðin ákaflega lítil.
Á þeim tíma sem mörkin við innskráningu voru sett var ekki algengt að spjallkerfi hér á landi væru að nota einhverskonar innskráninga hindranir, t.d. eins og CAPTCHA og þær CAPTCHA lausnir sem voru í boði misgóðar og því var það ekki skoðað til hlítar.
Vinna við að losa út spammara og botta var einfaldlega of mikil til að menn nenntu að standa í þessu svo að "hin lausnin" að heimila aðeins íslensk netföng eða skrá netföngin sérstaklega var einföldust. Þá vorum við einnig að tengja netföngin við aðgang (greiðandi) félagsmanna að lokuðum svæðum, bæði á spjallinu og á heimasíðu klúbbsins.
GMail var t.d. ekki mikið notað á þeim tíma sem við vorum að standa í þessu (spjallið var sett í loftið 2003), flestir þeir sem skráðu sig voru með íslensk netföng. Við skoðuðum að loka fyrir erlendar IP tölur en þá værum við líka að loka á íslendinga búsetta erlendis (eða á ferðalagi erlendis) en þó nokkrir slíkir voru fastagestir á okkar spjalli. Facebook login eiginleikanum var bætt við fyrir þó nokkrum árum síðan en það hafði því miður lítið að segja
Við höfum tvisvar reynt að koma meiri virkni í kerfið eftir "innrás" Facebook á "bílaspjallamarkaðinn". Nú síðast var stór uppfærsla haustið 2018 en því miður hafði það lítið sem ekkert að segja. Facebook er orðið allsráðandi
- og við erum því þar líka.
Mercedes-Benz klúbbur Íslands er hluti af alþjóðlegu klúbbasamstarfi Mercedes-Benz klúbba í heiminum. Flestir erlendu Benz-klúbbana eru hættir að nota spjallkerfi og hafa svipaða sögu að segja og við. Mikið af spammi og menn hafa t.d. ekki áhuga á klámauglýsinum á síðum tengdum stórum vörumerkjum. Í slíkum tilfellum þá verða menn annaðhvort að loka kerfinu eða hafa einhverskonar varnir. Það eru einhver stór Benz-spjallkerfi í gangi ennþá í útlöndum þar sem klúbbarnir eru svo stórir að þeir eru með starfsfólk í vinnu við að sinna rekstrinum, s.s. í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hér er þetta allt saman unnið í sjálfboðavinnu.
Kveðja,
f.h. MBKÍ
Benedikt.