Síða 1 af 1

kaby lake í 90 gráður

Sent: Þri 20. Ágú 2019 23:39
af emil40
Sælir félagar.

Ég er með kaby lake 7700k og hann fór upp í 90 gráður án þess að vera með óeðlilega mikla vinnslu í gangi. Ég er með nochtua dh-15 kælingu. Ég var að pæla í því hvað gæti verið að, eitthvað sem er best fyrir mig að athuga ?

Re: kaby lake í 90 gráður

Sent: Þri 20. Ágú 2019 23:40
af Bjarki Fannar
setja nýtt kælikrem, þrífa noctua örgjörva kælirinn til dæmis :)

Re: kaby lake í 90 gráður

Sent: Þri 20. Ágú 2019 23:41
af Bjarki Fannar
og ef að hann i7 inn er í 5 ghz lækka þá oc á honum

Re: kaby lake í 90 gráður

Sent: Þri 20. Ágú 2019 23:53
af emil40
hann er í 4.20 ghz núna

Re: kaby lake í 90 gráður

Sent: Mið 21. Ágú 2019 01:07
af Hnykill
of lágur hraði á viftunum á kælingunni.. eða ekki nógu vel sett á örgjörvann

Re: kaby lake í 90 gráður

Sent: Mið 21. Ágú 2019 01:17
af emil40
ég þarf að taka þetta í sundur hann er í 40-50 gráðum núna

Re: kaby lake í 90 gráður

Sent: Mið 21. Ágú 2019 01:54
af pepsico
Ótrúlega algengt vandamál með 7700K. Hitaleiðandi efnið (TIM) milli örgjörvans (chip) og málmsins sem dreifir hitanum (IHS) er hræðilegt á þessum örgjörvum. Minn var æðislegur í byrjun en fór út í rugl á rúmu ári. Þurfti að delidda hann og setja liquid metal til að fá hann aftur í gott stand. Hérna er mynd af muninum fyrir og eftir á 4.8 GHz, ~1.26 V, 2600 RPM, Prime95 large FFTs: https://i.imgur.com/fu8AxdO.png

Re: kaby lake í 90 gráður

Sent: Mið 21. Ágú 2019 14:15
af Dropi
Stór skömm hjá Intel að lóða ekki örgjörvana sína eftir Sandy Bridge (2000 serían), þetta rugl byrjaði með Ivy Bridge (3000 serían). Ég er með einn 2500k sem hefur gengið 24/7 í 8 ár undir töluverði álagi og hann er ennþá eins og nýr.

https://www.techpowerup.com/165882/tim- ... -after-all

Re: kaby lake í 90 gráður

Sent: Mið 21. Ágú 2019 22:49
af jonsig
Þetta eru flawed örgjörvar. Ég missi minn í 60-70c° við langtíma load með custom vatnskælingu sem heldur vega64 í 35c við load. Noctua nh-d15 lagaði helling en var samt ekki að taka hitasveiflurnar. Ég var áður með delid 7700k en hann dó með móðurborðinu, það munaði slatta á hitastiginu við delid.