Síða 1 af 1
Ergonomic stólar
Sent: Fös 19. Júl 2019 21:39
af Gummiv8
Er að íhuga að kaupa almennilegan Ergonomic stól og baila á þessa gaming stóla, er hávaxinn (190cm) og er að skoða þessa fjóra stóla fyrir neðan
Steelcase Gesture
Steelcase Leap
Herman miller Embody
Herman miller aeron
Hefur einhver góða reynslu á þessum?
Re: Ergonomic stólar
Sent: Fös 19. Júl 2019 22:33
af chaplin
Ég og bróðir minn keypti sitthvorn Steelcase Please fyrir 11 árum, þá kostaði hann tæplega 250.000 kr, kostar í dag "aðeins" 130.000 kr.
Báðir stólarnir eiga sennilega eftir að endast auka 11 ár, fáranlega þæginlegir og líklegast ein besta fjárfesting tengt skrifstofunni sem ég get hugsað mér. Mæli með að þú kíkir á hann.
Re: Ergonomic stólar
Sent: Lau 20. Júl 2019 10:37
af Dannitoni1307
Ég er í svipuðum pælingum, hvar er best að versla svona?
Re: Ergonomic stólar
Sent: Lau 20. Júl 2019 11:51
af Njall_L
Ég er sjálfur 191cm og endaði á að kaupa mér Herman Miller Mirra 2 í Pennanum. Það eru um 4 ár síðan en ég fékk gott verð þegar afgreiðslumaðurinn áttaði sig á að ég væri einstaklingur en ekki fyrirtæki.
Lykillinn í þessu er samt bara að fara og prófa. Ég ætlaði í upphafi að kaupa HM Aeron en fannst hann ekki passa mér þegar ég prófaði.
Re: Ergonomic stólar
Sent: Lau 20. Júl 2019 16:33
af Gummiv8
Dannitoni1307 skrifaði:Ég er í svipuðum pælingum, hvar er best að versla svona?
Steelcase hjá innx og herman miller hjá penninn
Held að ég ætla panta steelcase leap, hann er að koma mjög vel út og á fínu verði.
Penninn vill fá alltof mikið fyrir þessa herman miller stóla