Síða 1 af 1
Removed Messege fítusinn á messenger
Sent: Fim 18. Júl 2019 18:14
af littli-Jake
Var að spá í þessum remove fítus á messenger.
Núna er það þannig að það er í rauninni aldrei hægt að fjarlægja neitt af internetinu. Hvernig eru FB að græja þetta? Ef að þetta væri eitthvað easy thing að bypassa mundu öruglega allir komast að því. Ég hef allavega ekki heirt af neinu um að það sé hægt.
Re: Removed Messege fítusinn á messenger
Sent: Fim 18. Júl 2019 19:28
af asgeirbjarnason
Þetta með að það sé aldrei hægt að fjarlægja neitt af internetinu er meira orðatak eða samlíking frekar en einhver tæknileg staðreynd. Það er augljóslega hægt að fjarlægja hluti af internetinu. Ef ég kveiki á heimasíðuþjóni með einhverja síðu og slekk síðan á honum aftur en engin indexing þjónusta crawlaði hana þá var síðan á internetinu en er það ekki lengur. Eins með messenger hjá facebook; skilaboðin eru geymd á þjónum facebook og bara þeirra þjónum. Ólíkt til dæmis tölvupósti þar sem partur af hönnun kerfisins er að þjónar bæði sendanda og viðtakanda eiga að vinna með og geyma eintak af skilaboðunum.
Þar sem facebook eru þeir einu sem geyma „canonical“ eintak af skilaboðum þá stýra þeir hvað telst raunveruleg skilaboð og hvað ekki. Ef þau endurskrifa skilaboðasöguna þá er engin utanaðkomandi aðili sem hefur „rétt á“ að þræta fyrir það.
Það er reyndar lítið mál að downloada allri skilaboðasögu sinni frá facebook og ég geri það persónulega við og við, að hluta til einmitt af því að ég vil hafa traceable sögu.
Re: Removed Messege fítusinn á messenger
Sent: Fös 19. Júl 2019 12:58
af netkaffi
Ánægður með þennan fídus, gott að fjarlægja ef maður ýtir óvar á enter og sendir hálfklárað orð eða 404 URL, eða ef maður sendi eitthvað í fljótfærni. Skilaboða/forum kerfi með ekkert edit eða allavega remove function eru bögg. Svona almennt um það function má bæta við að þegar maður er búinn að vera á netinu lengi fær maður tilfinningu fyrir því (eftir 2-3 comments) að óprúttnir séu að koma saman í að fara drulla á mann ef þeir finna lyktina af slíku tækifæri af því að maður haðfi orðað eitthvað óheppilega eins og á sumum subreddits, þá er gott að geta gert bara remove post og losna við mest hatrið og trollið áður en það nær fullu flugi.
Re: Removed Messege fítusinn á messenger
Sent: Lau 20. Júl 2019 22:03
af Mossi__
Fyrir mitt leiti lýst mér ekkert á þetta.
Auðveldar t.d. cyber bullying ef hægt er að deleta áreitinu.
Svo er margar aðstæður þar sem mjög gott að hafa samskipti skrifleg, uppá að sporna gegn orð á móti orði. Þetta geldir staðreyndina og auðveldar orð gegn orði.
Þá á ég t.d. við samskipti milli verktaka og verkkaupa (þó flestir myndu nú nota email eru margir sem nota messenger) eða t.d. Fyrrverabdi maka.
Dick pick áreiti og svona? Ég held að það sé mjöh gott að geta EKKI deletað messages.
Re: Removed Messege fítusinn á messenger
Sent: Sun 21. Júl 2019 00:43
af netkaffi
Hefur það að ekki var hægt að fjarlægja skilaboð yfirleitt stoppað bullies fram að þessu? Ég bara spyr. Bullying er svo rótgróið vandamál, maður hefur heyrt af jafnvel kennarar taki þátt í því. Ég man eftir einum menntaskólakennara sem var að drulla á fólk mörgum árum yngra en hann á netinu routinely, á Íslandi og alveg undir nafni sko
Re: Removed Messege fítusinn á messenger
Sent: Sun 21. Júl 2019 10:58
af Snorrlax
Vil benda á að eftir 10 mín þá er ekki hægt að alveg eyða skilaboðum á Messenger. Þú getur bara eytt þeim úr þýnum augnsýnum, móttakandinn getur samt ennþá séð þau.
Re: Removed Messege fítusinn á messenger
Sent: Sun 21. Júl 2019 15:57
af Mossi__
netkaffi skrifaði:Hefur það að ekki var hægt að fjarlægja skilaboð yfirleitt stoppað bullies fram að þessu? Ég bara spyr.
Nei og það er rétt hjá þér.
En eins og ég sé þetta, þá getur þessi fídus auðveldað ýmist af þessu rotna sem á sér stað á netinu (áreiti, einelti o.s.v.).
Ekki það, fólk er nógu hömlulaust í dag og vettvangarnir nógu margir þar sem skilaboð geymast ekki (i.e. Snapchat) að ég er e.t.v. bara old man yelling at clouds hérna.
Snorrlax skrifaði:Vil benda á að eftir 10 mín þá er ekki hægt að alveg eyða skilaboðum á Messenger.
Ah. Snilld, þá er ég minna neikvæður.