Síða 1 af 1

Ultrawide er hægt að spila tölvuleik og horfa á seríur á sama tíma á einum skjá?

Sent: Fim 18. Júl 2019 04:09
af draconis
Hæ hó orðinn þreittur á að nota 32'' skjáin minn til að horfa á bíómyndir og 27'' til að spila, var að hugsa um daginn hvað það væri geggjað að hafa ekkert millibil og miklu þæginlegra ef ég gæti spilað og horft á myndir og seríur á sama tíma á Einum skjá. er búin að sjá að það er hægt að split screena ultrawide. Enn enginn youtube vídjó síndu að þeir voru að spila og horfa á einhvað á sama tíma á einum skjá, vantar ráðleggingar :) og endilega komiði með hugmyndir af 144hz skjá sem væri hentugur fyrir mig. Og önnur spurning er skjár sem ég get stjórnað hversu stórt split screenið er svo ég geti stjórnað hversu mikið af skjánum leikurinn tekur og hversu mikið af skjánum Netflix tekur :) , þetta væri svo mikill draumur!!

Re: Ultrawide er hægt að spila tölvuleik og horfa á seríur á sama tíma á einum skjá?

Sent: Fim 18. Júl 2019 04:58
af draconis
Held að ég fann svarið Samsung LC49HG90DMUXEN 49" Get ég customizað hversu stórt netflix er á sama screeni meðan ég spila :) er það alveg ótruflað, er einhver sem er að gera eða veit meira að því á svona tæki :)?

Re: Ultrawide er hægt að spila tölvuleik og horfa á seríur á sama tíma á einum skjá?

Sent: Fim 18. Júl 2019 13:06
af Dropi
Þegar þú splittar skjánum með 2 inputs þá færðu bara 50/50 split og getur ekki stillt það. Sjálfur nota ég chrome shortcuts fyrir Netflix, Plex og Youtube til að opna þau í sér glugga án auka browser fídusa, og autohotkey keybindar Ctrl+Space hjá mér að gera gluggann sem ég er með valinn always-on-top. Svo set ég bara gluggann einhverstaðar í hornið og leyfi að fljóta yfir leikinn :) 34" LG ultrawide og gafst mjög fljótlega upp á að nota splitscreen í þessum tilgangi.

T.d. er app fyrir netflix: "path\to\chrome\chrome.exe" --app=http://netflix.com

Varðandi LG fídusinn þar sem ein mynd er ofaná annari, þá er það ekki góð lausn fyrir mig. Lélegur hugbúnaður en flottur í marketing.