Vinn hjá Nortek og veit að við erum tiltörulega nýbyrjuð að selja svona 'snjallkerfi' frá Ajax (
https://ajax.systems/ ).
Hef ekki prófað þetta sjálfur svo er ekki alveg með allt á hreinu en first impression eru víst góð þótt það vanti meiri reynslu á þetta.. td hvort batteríendingin sé eins góð og framleiðandinn segir að sé, hvernig útisírenan/úti hreyfiskynjarinn höndli betur þetta klassíska íslenska veður og fl.
Þetta á að vera einfalt í uppsetningu og allt gert í appinu.
2 týpur af hub, annars vegar sem þarf ethernet og hinn sem er aðeins öflugari og getur tengst með wifi, hub-inn er með innbyggða rafhlöðu og hægt að setja auka sim kort í (td hægt að byðja um auka sim kort á númeri sem þú átt sem virkar bara á 3g/4g þannig að það er enginn auka kostnaður eða fastur kostnaður), með því er hægt að láta þig vita ef það verður rafmangslaust.
2 týpur af reykskynjara, annarsvegar reyk/hita og reyk/hita/co2, virka sem stakir reykskynjarar án hub-sins en svo með hub-num þá á að vera hægt að stilla að ef 1 fer í gang að þá fari allir í gang.
Eru með helstu einingarnar, vatnsnema, hurðaskynjara/gluggaskynjara, hreyfiskynjara og fl.
Ókostir sem ég hef heyrt
Lyklaborðið er með einhverju glans áferð svo það verður fljótt kámugt. (líka hægt að nota fjarstýringu eða símann bara)
Innisirenan er lágvær (er gefin upp 81dB-105dB minnir mig, en væri t.d. að setja fleiri af þeim þá, eru litlar og nettar eða bara láta útisírenuna duga)
Extenderinn fyrir þetta á ekki að koma fyrr en í lok árs.
Eins og er þá er bara hægt að tengja hikvision/safire myndavélar við þetta
Ekki komnar neinar reglur eins og í smartthings enn, t.d. að þótt það er hitanemi í hverjum skynjara þá geturðu ekki búið til reglu
sem segir að ef hitinn fer niður fyrir 10°C þá sendir hann þér tilkynningu, held samt að þeir séu að vinna í því.
Getur kíkt svo bara á síðuna hjá þeim, eru með fleiri einingar líka en er að fá mér svona kerfi sjálfur eftir nokkrar vikur svo ég mun geta sagt eitthvað meira um þetta þá.
En eins og ég segi, bara búin að hafa þetta í nokkra mánuði og get ekki mælt með neinu nema hafa prófað þetta sjálfur en þetta er amk valmöguleiki og getur heyrt í mér ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir, kem því þá áleiðis á réttan stað
// Update:
Fór með ranga hluti hérna, átt að geta tengt hvaða IP myndavél sem er við þetta með RTSP