Síða 1 af 1
Fynoti öryggiskerfi
Sent: Sun 19. Maí 2019 20:12
af Hargo
Hefur einhver testað þetta?
https://fynoti.is/Væri gaman að heyra frá einhverjum sem hefur prófað og hvernig reynslan hefur verið.
Re: Fynoti öryggiskerfi
Sent: Mið 22. Maí 2019 08:58
af Fumbler
Miðað við auglýsinguna og síðuna þeirra, svo lengi sem einhverjir af þínum nánustu og eða nágrannar eru líka með svona þá fer þetta að virka ágætlega...
Re: Fynoti öryggiskerfi
Sent: Fim 23. Maí 2019 08:54
af Black
Fumbler skrifaði:Miðað við auglýsinguna og síðuna þeirra, svo lengi sem einhverjir af þínum nánustu og eða nágrannar eru líka með svona þá fer þetta að virka ágætlega...
Nákvæmlega það sem ég hugsaði, Annars er möguleiki á að nágranni brjótist inn og merki allt öruggt og getur hreinsað út úr íbúðinni.
Re: Fynoti öryggiskerfi
Sent: Fös 24. Maí 2019 08:41
af Fynoti
Góðan daginn,
Ég sá að við vorum að fá mikið af heimsóknum frá þessari síðu, gaman að sjá umræðu um Fynoti!
Ég er ekki hér til að lofsama vöruna okkar ( Vonandi sjá aðrir um það þegar þeir eru búnir að prufa) heldur vildi ég bara fyrirbyggja misskilning. :O
Hugmyndin með Fynoti var að byggja einfalt og ódýrt öryggiskerfi með innbyggðri nágrannavörslu, ekki svo að nágrannarnir gætu farið og bankað innbrotsþjófinn, heldur vegna þess að nágrannarnir geta verið snöggir til, hringt á lögregluna ef þess þarf og verið vitni!
Fynoti er með PIR nema, ef tækið er í guard mode og það nemur snögga breytingu á hitastigi í rýminu sem það er í, þá fer innbyggða sírenan að væla og það sendast skilaboð í símann hjá eigandanum um að tækið sé farið í gang. Eigandinn getur valið að tengja nágranna/vini (sem hann treystir) við tækið þannig að þeir geti líka fengið skilaboð ef tækið fer í gang.
Það er engin skylda að tengja nágrannana, en það getur hjálpað ef að t.d. eigandinn er í útlöndum, þá þarf hann ekki að hringja í nágranna/vini ef að tækið fer í gang, heldur getur hann ýtt á einn takka og þá sendast skilaboð til allra sem eru tengdir tækinu "Med det samme" eins og við segjum hérna í Danmörku! Það má taka fram að nágrannarnir þurfa ekki að vera með Fynoti tæki til að tengjast tækinu þínu, þeir þurfa bara að vera með Fynoti appið...Sem kostar að sjálfsögðu ekki neitt.
Ég sé að við þurfum að breyta aðeins upplýsingunum á heimasíðunni til að koma þessu betur til skila!
Bestu kveðjur,
Þröstur - Fynoti
Re: Fynoti öryggiskerfi
Sent: Sun 26. Maí 2019 12:14
af Hargo
Fynoti skrifaði:Góðan daginn,
Ég sá að við vorum að fá mikið af heimsóknum frá þessari síðu, gaman að sjá umræðu um Fynoti!
Ég er ekki hér til að lofsama vöruna okkar ( Vonandi sjá aðrir um það þegar þeir eru búnir að prufa) heldur vildi ég bara fyrirbyggja misskilning. :O
Hugmyndin með Fynoti var að byggja einfalt og ódýrt öryggiskerfi með innbyggðri nágrannavörslu, ekki svo að nágrannarnir gætu farið og bankað innbrotsþjófinn, heldur vegna þess að nágrannarnir geta verið snöggir til, hringt á lögregluna ef þess þarf og verið vitni!
Fynoti er með PIR nema, ef tækið er í guard mode og það nemur snögga breytingu á hitastigi í rýminu sem það er í, þá fer innbyggða sírenan að væla og það sendast skilaboð í símann hjá eigandanum um að tækið sé farið í gang. Eigandinn getur valið að tengja nágranna/vini (sem hann treystir) við tækið þannig að þeir geti líka fengið skilaboð ef tækið fer í gang.
Það er engin skylda að tengja nágrannana, en það getur hjálpað ef að t.d. eigandinn er í útlöndum, þá þarf hann ekki að hringja í nágranna/vini ef að tækið fer í gang, heldur getur hann ýtt á einn takka og þá sendast skilaboð til allra sem eru tengdir tækinu "Med det samme" eins og við segjum hérna í Danmörku! Það má taka fram að nágrannarnir þurfa ekki að vera með Fynoti tæki til að tengjast tækinu þínu, þeir þurfa bara að vera með Fynoti appið...Sem kostar að sjálfsögðu ekki neitt.
Ég sé að við þurfum að breyta aðeins upplýsingunum á heimasíðunni til að koma þessu betur til skila!
Bestu kveðjur,
Þröstur - Fynoti
Takk fyrir upplýsingarnar Þröstur.
Þetta er áhugavert product og mig langar að prófa.
Hvernig virka annars Fynoti hreyfiskynjararnir með gæludýrum, þ.e.a.s. hundum og köttum. Væri maður ekki stöðugt að fá tilkynningar ef skynjararnir detecta hreyfingu á dýrunum?
Re: Fynoti öryggiskerfi
Sent: Mán 27. Maí 2019 07:22
af Fynoti
Halló Hargo,
Við erum með mikið af viðskiptavinum sem eru bæði með hunda og ketti án þess að það skapi vandamál. Það sem þarf að hafa í huga í sambandi við gæludýr er að staðsetja Fynoti-inn þannig að gæludýrið geti ekki komist nálægt honum og labbað beint fyrir framan nemann.
Undir tækinu er líka stilliskrúfa þar sem hægt að að stilla næmnina á nemanum, Fynoti-inn kemur frá verksmiðjunni með mestu næmni. Ef að neminn er á lægstu stillingu þá þarf meira til að láta hann fara í gang.
Bestu kveðjur,
Þröstur
Re: Fynoti öryggiskerfi
Sent: Mán 27. Maí 2019 20:40
af Hargo
Takk fyrir svarið. Þetta er það ódýrt að ég held að maður slái bara til og prófi
Re: Fynoti öryggiskerfi
Sent: Þri 28. Maí 2019 06:43
af Fynoti
Verði þér að góðu!
Mikið rétt, enda finnst okkur að öryggiskerfi þurfi ekki að vera dýr
Við bjóðum uppá 30 daga skilarétt, þannig að ef að gæludýrin þín eru með ves þá geturu bara skilað tækjunum aftur og fengið endurgreitt....Þó ég efi að þess þurfi, eins og ég segi þá erum við með mikið af viðskiptavinum sem eru bæði með hunda og ketti.