Síða 1 af 1
Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 09:44
af psteinn
Djöfulsins veisla er þetta!
Nú er þetta loksins komið, aðeins eftir fimm ára bið.
Landsbankinn og Arion eru að bjóða upp á þetta en Íslandsbankinn sagðist bætast við í hópinn eftir smá.
Hvað finnst mönnum?
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 09:47
af Jón Ragnar
Virkilega gott dæmi!
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 10:05
af Hjaltiatla
Ef einhver ætlar að reyna að greiða mér með Apple úri þá getur sá aðili gleymt því
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 11:57
af GuðjónR
Ég veit ekki hvað mér finnst þar sem ég er ekki búinn að prófa, mér skilst að posarnir skanni símann? Þá er þetta væntanlega þráðlaus greiðsla? Er þá 5000 kr. limit á greiðslu?
Þið sem hafið prófað, kostir og gallar?
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 12:57
af GunniH
Ég hafði sömu áhyggjur Guðjón, og hafði því samband við Arion.
Þetta er ekki eins og snertilausu greiðslurnar sem eru á kortunum, þ.e. það er ekkert limit á greiðslu né þarf að nota kortið sjálft á X færsla fresti.
Er ekki búinn að prófa sjálfur en ég sé bara kosti!
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 13:23
af kiddi
Ég borgaði fyrir Wok-on núðlur í hádeginu í dag með símanum mínum (iPhone7plus) og það var bara geggjað. Ég þurfti að setja þumalinn (fingrascan) á símann samhliða því að leggja símann ofan á þennan standard posa sem allir eru með í dag. Þetta svínvirkaði og ég fékk staðfestingu/kvittun inn á Wallet-ið í símanum samstundis. Þetta er bara snilld! Nú getur maður bjargað sér þegar maður á það til að gleyma veskinu sínu heima.
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 13:31
af JReykdal
Þetta var nú komið í Android hjá Íslandsbanka án þess að hafa eplabragð af því.
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 15:01
af Viktor
Samhryggist þeim sem borga 1900kr fyrir núðlur, en þetta er snilld!
Vonandi fer maður að geta hent veskinu fljótlega.
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 15:44
af psteinn
Hvað þarf nú að gerast til þess að Apple Music komi líka?
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 15:53
af Tbot
Sallarólegur skrifaði:Samhryggist þeim sem borga 1900kr fyrir núðlur, en þetta er snilld!
Vonandi fer maður að geta hent veskinu fljótlega.
Þetta hafa verið gullhúðaðar núðlur sem kallinn hefur splæst í.
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 17:25
af Tiger
Geggjað !!
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 17:26
af Tiger
Hjaltiatla skrifaði:Ef einhver ætlar að reyna að greiða mér með Apple úri þá getur sá aðili gleymt því
Why?
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 17:29
af Viktor
GuðjónR skrifaði:Ég veit ekki hvað mér finnst þar sem ég er ekki búinn að prófa, mér skilst að posarnir skanni símann? Þá er þetta væntanlega þráðlaus greiðsla? Er þá 5000 kr. limit á greiðslu?
Þið sem hafið prófað, kostir og gallar?
Eru takmörk á því hvað ég geitt greitt háa fjárhæð með Apple Pay?
Nei, það eru engin fjarhæðarmörk á greiðslum með snjalltækjum, önnur en heimildin á kortinu.
https://www.landsbankinn.is/einstakling ... og-svarad/
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 18:04
af Televisionary
Gerist það ekki sjálfkrafa þegar þú kaupir mikið af svona núðlum þá þarf hvorki veski eða dýrt Apple tæki.
Sallarólegur skrifaði:Samhryggist þeim sem borga 1900kr fyrir núðlur, en þetta er snilld!
Vonandi fer maður að geta hent veskinu fljótlega.
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 20:29
af kjartanbj
Búin að vera nota símann minn lengi til að borga með, virðist ekki vera nein takmörk á upphæð , það er mikið öruggari greiðsluleið að nota símann heldur en snertilaust kort, síminn þarf að vera með ákveðin öryggisatriði í lagi til þess að það sé hægt að greiða með honum(android) þarft að hafa pin code á símanum en getur aflæst með td fingrafari áður en maður borgar , leið og maður setur inn td unlock með bluetooth device nálægt þá hættir snertilausi greiðslumöguleikinn að virka , ég er með bæði debet og kredit kortið mitt og get bara skipt á milli eftir því með hvoru ég ætla greiða
Re: Apple Pay komið á klakann
Sent: Mið 08. Maí 2019 20:51
af Hjaltiatla
Tiger skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Ef einhver ætlar að reyna að greiða mér með Apple úri þá getur sá aðili gleymt því
Why?
Því við hin "Dauðlegu" höfum ekki tíma fyrir rugl og notum bara símann eins og hinar mannskepnunar.