Stendur ekki hvaða framleiðandi er á móðurborðinu, en í fljótu þá virðist það vera þetta allavegana:
https://www.gigabyte.com/Motherboard/GA-Z270X-Ultra-Gaming-rev-10#kfAðalega að spá útaf hvort það sé bara 1x M.2 rauf eins og er á því, því það er æðislegt að vera með sér M.2 disk fyrir stýrikerfið (eins og þessi 250gb sem þú ert með) og svo annan fyrir leikjasafnið. Ef það er þetta móðurborð og það er bara 1x M.2 rauf, þá væri hægt að kaupa stýrispjald fyrir auka M.2 rauf:
https://www.att.is/product/asus-m2-ssd-diskstyringhttps://kisildalur.is/?p=2&id=3514Og kaupa svo stærri M.2 disk fyrir leikjasafnið, frekar en SSD, töluverður hraðamunur á SATA3 SSD (ca. 500mb/sec) og M.2 PCI-E disk (Upp í 3500mb/sec).
https://www.att.is/product/samsung-970-evo-plus-1tb-ssd-drifhttps://tolvutaekni.is/collections/hardir-diskar-og-ssd/products/samsung-970-evo-plus-1tb-m-2-nvme-ssdEf þú ert að spila FPS leiki, þá eins og einhverjir mældu með, almennilegan skjá fyrir það, 144hz allavegana, nema þú sért kannski ekki að spila online/keppnis, bara single player og slíkt, þá er sennilega fín upplifun að spila á stórum eins og þú ert með.
En passa að ef þú ferð í skjá sem er 144hz eða meira, að ekki fara í 4k (mjög dýrir þannig skjáir), því þú ert ALDREI að fara að ná það miklu FPS'i í 4K til að nýta þessi auka hz. 1080p 144hz myndi ég segja, miðað við skjákortið sem þú ert með, fyrir 1440p 144hz skjá, þá myndi ég mæla með að fara í svona RTX2080/2080ti eða GTX 1080ti til að nýta það af einhverju viti.
Óþarfi að spá í minnið ef þú ert bara í leikjum, dýrt að skipta því út fyrir hraðvirkara minni eins og einhver sagði, kannski ööööörlítið meira fps, en þú værir að borga way of mikið fyrir það miðað við lítið fps boost að fara t.d. úr 2400mhz í 3000/3200mhz minni. Miklu frekar að nota þannig pening í að uppfæra skjákortið, miklu meiri munur, alltaf hægt að selja 2060 kortið og kaupa bara notað sem er betra en það.
Hérna geturðu séð fljótt og auðveldlega samanburðin á þessum helstu skjákortum í dag:
https://www.anandtech.com/bench/GPU18/2294Vinstra megin (Browse GPU18 Benchmarks) geturðu valið mismunandi leiki og upplausnir til að sjá samanburðinn á.
Hægra megin (GPU18 Product Benchmarks) geturðu valið 2 mismunandi skjákort til að sjá samanburðinn á þeim 2 í öllum leikjum og upplausnum, t.d. RTX 2060 og GTX 1080 Ti:
https://www.anandtech.com/bench/product/2372?vs=2140Og RTX 2060 og RTX 2080:
https://www.anandtech.com/bench/product/2372?vs=2138Og RTX 2060 vs. RTX 2080 Ti
https://www.anandtech.com/bench/product/2372?vs=2136