Síða 1 af 1
Kaup á vöru sem er síðar á tilboði
Sent: Fim 02. Maí 2019 20:18
af gunni91
Kvöldið,
Vitið þið hversu liðleg fyrirtæki eru sem selja manni vöru á fullu verði án þess að láta mann vita að tilboðsdagar séu handan við hornið?
Ég keypti sem dæmi soundbar af Rafland fyrir heilum 6 dögum síðan á 100.000 kr sem er núna á 80.000.kr!
Voru ekki einhver fyrirtæki með svona verðvernd dæmi?
Re: Kaup á vöru sem er síðar á tilboði
Sent: Fim 02. Maí 2019 20:29
af rickyhien
það er 30 daga verðvernd í Elko sem virkar akkurat fyrir þessu tilfelli...veit ekki með Rafland en finnst þetta ætti að vera algengari en maður heldur...Ertu búinn að spurja þau?
Re: Kaup á vöru sem er síðar á tilboði
Sent: Fim 02. Maí 2019 20:33
af gunni91
rickyhien skrifaði:það er 30 daga verðvernd í Elko sem virkar akkurat fyrir þessu tilfelli...veit ekki með Rafland en finnst þetta ætti að vera algengari en maður heldur...Ertu búinn að spurja þau?
neibb, sá þetta bara áðan. Þarf að heyra í þeim á morgun.
Re: Kaup á vöru sem er síðar á tilboði
Sent: Fim 02. Maí 2019 20:37
af rickyhien
gunni91 skrifaði:rickyhien skrifaði:það er 30 daga verðvernd í Elko sem virkar akkurat fyrir þessu tilfelli...veit ekki með Rafland en finnst þetta ætti að vera algengari en maður heldur...Ertu búinn að spurja þau?
neibb, sá þetta bara áðan. Þarf að heyra í þeim á morgun.
svo er stundum þannig að það er tilboð á ákveðnum degi, þá er bara hægt að fá verðvernd ef maður mætir þann dag en ekki daginn eftir
Re: Kaup á vöru sem er síðar á tilboði
Sent: Fim 02. Maí 2019 20:40
af ColdIce
rickyhien skrifaði:það er 30 daga verðvernd í Elko sem virkar akkurat fyrir þessu tilfelli...veit ekki með Rafland en finnst þetta ætti að vera algengari en maður heldur...Ertu búinn að spurja þau?
Verðverndin er hætt
Hætti þegar Costco kom
Re: Kaup á vöru sem er síðar á tilboði
Sent: Fim 02. Maí 2019 20:47
af rickyhien
ColdIce skrifaði:rickyhien skrifaði:það er 30 daga verðvernd í Elko sem virkar akkurat fyrir þessu tilfelli...veit ekki með Rafland en finnst þetta ætti að vera algengari en maður heldur...Ertu búinn að spurja þau?
Verðverndin er hætt
Hætti þegar Costco kom
það er tvenns konar "verðvernd" : vs. öðrum fyrirtækjum eða vs. sjálfum sér (þegar vörurnar lækka í verði hjá fyrirtækinu sem maður kaupir af)...Elko er ekki lengur með verðvernd vs. öðrum fyrirtækjum en þetta 30 daga verðvernd er ennþá í gildi
Re: Kaup á vöru sem er síðar á tilboði
Sent: Fim 02. Maí 2019 20:47
af Njall_L
ColdIce skrifaði:rickyhien skrifaði:það er 30 daga verðvernd í Elko sem virkar akkurat fyrir þessu tilfelli...veit ekki með Rafland en finnst þetta ætti að vera algengari en maður heldur...Ertu búinn að spurja þau?
Verðverndin er hætt
Hætti þegar Costco kom
Verðvendin hjá Elko gildir núna bara yfir þá sjálfa, þar að segja ef þeir sjálfir lækka vöruna 30 dögum eftir að þú kaupir hana hjá þeim þá er hægt að fá endurgreiddan mismunin.
Það eru fleiri fyrirtæki sem bjóða upp á verðverndina með gömlu hugmyndafræðinni ennþá, allavega Tölvutek, Byko og Heimkaup líka ef ég man rétt.
Re: Kaup á vöru sem er síðar á tilboði
Sent: Fös 03. Maí 2019 12:40
af gunni91
Rafland endurgreiddi mér mismuninn
!
Ekkert vesen né rugl, fá allavega mín meðmæli eftir þessa afgreiðslu.
Re: Kaup á vöru sem er síðar á tilboði
Sent: Fös 03. Maí 2019 15:43
af rapport
gunni91 skrifaði:Rafland endurgreiddi mér mismuninn
!
Ekkert vesen né rugl, fá allavega mín meðmæli eftir þessa afgreiðslu.
Þetta finnst mér ógeðslega flott þjónusta hjá þeim og aðrir ættu hiklaust að taka sér til fyrirmyndar svona vinnubrögð.