Síða 1 af 1

Hér áður fyrr vörðu frumkvöðlar og internetaðilar frelsi internetsins...

Sent: Sun 31. Mar 2019 01:07
af appel
Zuckerberg vill aukin inngrip stjórnvalda
http://www.ruv.is/frett/zuckerberg-vill ... tjornvalda


Maður er hugsi. Hér áður fyrr var internetið ákveðið táknmynd frelsis. Í dag vilja sömu aðilar og notfærðu sér þetta frelsi banna aðra. Því á endanum virðist sem hagsmunir Facebook vera að koma í veg fyrir samkeppni. Hver er besta leiðin að koma í veg fyrir samkeppni? Að gera lögin of íþyngjandi fyrir litla aðila. Þetta hefur gerst í fjölmörgum geirum, þegar lögin verða svo íþyngjandi þá eru þeir einu sem þrífast stórfyrirtæki sem hafa ráð á lögmannadeildum.

Re: Hér áður fyrr vörðu frumkvöðlar og internetaðilar frelsi internetsins...

Sent: Sun 31. Mar 2019 01:34
af ZiRiuS
Internetið er ekki það sama og það var fyrir 10-15 árum, Zuckerberg hefur alveg rétt með sér þar. Hvar ætlum við t.d. að draga mörkin hvað eigendur vefsíða eru ábyrgir fyrir? Er allt í lagi að algjör viðbjóður sé t.d. leyfður á Facebook í nafni tjáningarfrelsis?

Djöfull sakna ég tíma internetsins án glataðra samfélagsmiðla og fólks sem skýlir viðbjóði á bakvið tjáningarfrelsis.