Fer örugglega algjörlega eftir þjónustuaðilum og hvaða ábyrgð þeir eru að fá frá framleiðandanum. Veit ekki til þess að neinir sjónvarpsframleiðendur séu með neitt sem kemur til móts við neytendur varðandi bilaða pixla eftir eitt ár, hvað þá tvö. En svo skiptir það kannski ekkert máli því sumir þjónustuaðilar gera ekkert fyrir viðskiptavini sbr. Tölvutek sem telur sig í rauninni ekki bera ábyrgð á sumum göllum í skjám, þeir taka bara inn skjái sem eru meingallaðir, laga þá ekki og kalla það gott.
"Skjár var skoðaður af tæknimanni [..] Kveikt var á skjá og bilun staðfest. Ljós lína er lárétt yfir neðri helming skjás. Kemur mjög augljóslega fram á dökkum bakgrunn. Skjár var hreinsaður og panell yfirfarinn mjög vel með sterku ljósi. Ekkert óeðlilegt sést á panel. Bilun kemur einnig fram eftir þrif. Skipt var um panel í skjá og virkar hann þá eðlilega. Farið var yfir fídusa í skjá með nýjum panel og prófast hann í lagi, ekki var frekar átt við búnað."
Næsta kvittun:
"Skjár var skoðaður af tæknimanni [..] Lína á skjá er mjög dauf, langtum daufari heldur en lína sem var á skjá þegar hann kom áður. Þetta er eitthvað sem er ekki nóg til að falla undir ábyrgð og telst innan eðlilegra marka á þessum skjá. Til að koma á móts við viðskiptavin er greiningargjald fellt niður"
Ég gæti ekki horft á sjálfan mig í spegli ef ég stundaði viðskipti eins og Tölvutek gerir bara dags daglega. Hverjum hérna þætti í lagi að það sé heil föst lína þvert yfir skjáinn þeirra, að þeir löguðu hann ekki en létu ykkur sækja hann, og þurfa svo að dröslast aðra fýluferð með hann aftur til þeirra því þeir eru fífl, og fá svo í til baka að þeir ætli ekki að standa við sitt og segja sig svo vera að "koma til móts við viðskiptavin" með því að rukka ykkur ekki greiningargjald?
Kunningi minn er búinn að þurfa að skilja skjáinn eftir hjá þeim í "viðgerð" a.m.k. fjórum sinnum og bíða eftir þeim heillengi. Í eitt skipti í FIMM vikur, bara til að fá hann til baka aftur ekki í lagi.
Greinilega ekki eindæmi það sem ég lenti í með skjákortið mitt--en ég vissi það reyndar því ég hef heyrt svo margar svona sögur, en díses kræst að þora einu sinni að henda inn "til að koma til móts við viðskiptavin er greiningargjald fellt niður" eins og að þeir séu að gera manni greiða...
viewtopic.php?f=9&t=78370#p684150Afsaka off topic-ið, en þessi atburðarrás á skilið að vera hérna inni einhvers staðar til að vara neytendur við.