Maður er búinn að sjá fréttir á síðustu misserum tengdu Huawei, að mörg vestræn lönd eru að banna þeim að byggja upp 5G innviði í landi sínu.
Bandaríkin
Nýja Sjáland
Ástralía
Bretland
Kanada
Japan
Þýskaland líklega
Frakkland líklega
Ítalía líklega
Indland líklega
o.fl.
Pólland handtók nýverið starfsmann Huawei fyrir njósnir, og er að íhuga að vara við fyrirtækinu.
https://www.bloomberg.com/news/articles ... g-concerns
Og núna í dag er BNA að gefa út ákæru áhendur Huawei fyrir njósnir, svik og að brjóta viðskiptabann gegn Íran með því að áframselja bandaríska tækni þangað.
Ég er nokkuð viss um að þetta sé byrjunin.
Maður veit ekki neitt, en mér finnst þetta varla að ástæðulausu, eitthvað hlýtur að liggja að baki.
Svo veltir maður fyrir sér hvort þetta tengist líka njósna-chippi sem var sett í super micro tölvur (notaðar í ýmsum skýja þjónustum og kóðurum)
https://www.bloomberg.com/news/features ... -companies
Þó eru vangaveltur uppi hvort það sé rétt, en Bloomberg hefur ekki dregið þetta til baka.
George Soros varar við Huawei (og ZTE).
https://theshiftnews.com/2019/01/25/hua ... societies/
Huawei og 5G
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Huawei og 5G
Huawei eru örugglega að njósna, en það eru allir hinir eflaust að gera líka, fela búnaðinn sinn bara betur.
Ég hef meiri áhyggjur af geisluninni frá 5G kerfinu og tækjum sem tengjast því en njósnakubbum.
Ég hef meiri áhyggjur af geisluninni frá 5G kerfinu og tækjum sem tengjast því en njósnakubbum.