Ég kaus að fara ekki þá leið, horfði upp á þá hunsa--og brjóta--visvítandi á lands lögum, og lét kúga mig í að gefa þeim fleiri úrlausnatilraunir en þeir höfðu rétt á skv. lögum, en gerði það með því skilyrði að það yrði algjörlega gulltryggt að skjákortið yrði í lagi þegar ég fengi það afhent, að það yrði sannreynt í tölvu. Því var mér lofað bak og fyrir.
Svo fór ég og sótti skjákortið, fór heim, og það var grínlaust með nákvæmlega sama galla. Ég er ekki að skálda þetta. Fékk fjórum sinnum í hendurnar skjákort með sama gallanum. Kortið sem ég keypti upphaflega, kortið sem ég keypti upphaflega með viftunum útskiptum, kort sem ég fékk í útskiptingu, og kortið sem ég fékk í útskiptingu eftir (kúguðu) viðgerðina sem mér var lofað að yrði sannreynd. Notaði tvær tölvur sem deildu engum íhlutum sín á milli til að staðfesta gallann í hvert skipti.
Síðan fór ég sjöundu ferðina og var í alvörunni sagt að ég þyrfti að skilja skjákortið eftir og koma aftur seinna, í það sem yrði þá áttunda ferðin, vegna þess að það væri enginn til staðar á verkstæðinu. Klukkan var rétt yfir ellefu. Hækkaði róminn og taldi upp atburðarrásina þangað til að einhver yfirmaður mætti fram, honum var alveg sama um bæði lögbrotið og vanhæfnina en lofaði mér að hann myndi sjá um þetta. Hann hringdi síðan og sagði að þeim hefði ekki tekist að framkalla gallann þrátt fyrir þvílíkar tilraunir, sem ég stór, stór efa að hafi verið satt vegna þess að kortið var klárlega með sama gallanum, sem ég staðfesti með tvem tölvum--og þeir höfðu getað framkallað áður, en bauð mér "samt" endurgreiðslu og lét eins og hann væri að gera mér greiða. Ég gaf honum reikningsupplýsingar og hann sagðist ætla að leggja inn á mig. Síðan hringdi hann aftur í mig seinna og sagðist hafa gleymt því að setja reikningsupplýsingarnar í reitina eða eitthvað álíka og fékk þær aftur frá mér.
Síðan fékk ég aldrei þessa endurgreiðslu lagða inn á mig. Hringdi held ég 2-3 dögum seinna til að ítreka hana og fékk hana þá samstundis. En skrítið.
Lenti líka í mörgum fyndnum hlutum í þessum ferðum öllum.
T.d. ýjaði einn starfsmaður að því að það væri mér að kenna að ég þyrfti að skilja kortið eftir og koma til baka í 5. ferðina af því að ég hefði mætt klukkan fjögur (klukkustund fyrir lokun) vegna þess að verkstæðið lokaði fjögur. Ég spurði hann hvernig ég sem viðskiptavinur ætti að vita það, benti honum á að það stæði ekkert um það á vefsíðunni þeirra (sem hann hafði fyrir því að skoða og fann út að var rétt), en sá þekkti þó allavega upp á sig skömmina að hafa sagt þetta, sem hann fær plús fyrir. En það var víst enginn af tíu starfsmönnunum ennþá á staðnum fær um að stinga skjákorti í test bench til að heyra strax skruðninga í viftum. Ég var þarna nánast til lokunar að hneykslast á þeim og horfa upp á her manna gera ekki neitt meðan að það eina sem þyrfti að gera væri að setja skjákort í tölvu og kveikja á henni. Getur einhver ímyndað sér að lenda í einhverju sambærilegu í t.d. Kísildal, att eða Tölvutækni?
Svo lenti ég í því í sjöttu ferðinni, þegar ég tilkynnti starfsmanninum að ég væri að sækja hlut í viðgerð sem þeir hefðu ekki haft neinn rétt á að krefjast að fá að framkvæma gegn mínum vilja, vegna þess að þeir hefðu þegar gert tvær tilraunir til útskiptinga eða viðgerða, að starfsmaðurinn sagði að það væri "eftir þrjár tilraunir", sem ég vissi auðvitað að væri ekki rétt, svo ég vitnaði fyrir hann í lögin (gaf honum nafnið á þeim og greinina til að hann gæti verið með þetta fyrir framan sig): "seljandi á ekki rétt á að bæta úr sama galla eða afhenda nýjan söluhlut vegna sama galla oftar en tvisvar sinnum[..]", en þá sagði hann bara "já, eftir þriðja skiptið", og endurtók alltaf bara "já, semsagt eftir þriðja skiptið" þegar ég leiðrétti hann og vitnaði í lögin, og hann lét síðan eftir það eins og við værum einhvern veginn á sama máli þó að ég og lögin værum að segja honum "ekki oftar en tvisvar sinnum" en hann væri að svara "eftir þriðja skiptið". Ég benti honum á að tveir og þrír séu bara alls ekki sama talan, og þetta allt saman þótti viðskiptavininum við hliðina á mér mjög skoplegt að fylgjast með og byrjaði ósjálfrátt að hrista á höfuðið létt meðan hann starði stórum augum á starfsmanninn. Þetta var eins og einhver Fóstbræðra sketch. Ef sá viðskiptavinur les þetta af tilviljun þá vil ég þakka honum kærlega fyrir að krydda þessa upplifun svona skemmtilega.
Svo vildi fyrrnefndur þjónustustjóri í fimmtu ferðinni meina að það mætti ekki kalla galla sem myndast við framleiðslu framleiðslugalla, meira að segja þó svo væri að fleiri en ein varan væri með nákvæmlega sama galla (sem hefði orðið til við framleiðslu). Mig minnir að hann hafi viljað meina að það mætti bara kalla það framleiðslugalla ef gallinn væri til staðar í öllum vörunum. Hvort það er rétt hjá honum geta betri menn sagt mér. Hann skildi líka ekki að ef ég þyrfti að mæta aftur eftir fimmtu ferðina að það yrði þá sjötta ferðin. Skil ekki þetta lið. Hann kom grínlaust með einhverjar kvittanir og bað mig um að "sýna sér" hvernig það yrði sjötta ferðin. Skildi ekki neitt. Taldi bara upp fyrir hann ferðirnar fjórar fyrir þessa fimmtu og sagði honum hvað hefði átt sér stað í hverri þeirra, en hann gaf sig ekki með það að það yrði ekki sjötta ferðin. Virðist vera ráðningarskilyrði að maður eigi erfitt með að telja.
Sem betur fer frítt að versla ekki þarna - og mæla með því sama við alla sem maður þekkir.
https://youtu.be/TxoCTUHNVo4https://youtu.be/kFy446YQ32k