Síða 1 af 1

Led strips á netinu / eða hérlendis

Sent: Mið 28. Nóv 2018 14:53
af ÓmarSmith
Sæl öll.

Hefur e-r reynslu af því að panta led strips á netinu ( til að festa aftan á skrifborð t.d ) , með power supply og öllu tilheyrandi ?

Er ekki að sjá þetta hérlendis nema á klassísku íslensku okurverði, þegar maður sér þetta frá 15 upp í 50 dollara að utan.



Nú ef þetta fæst á næspræs hérna heima þá megið þið líka endilega deila því.

Kv
Ómar

Re: Led strips á netinu / eða hérlendis

Sent: Mið 28. Nóv 2018 15:34
af hagur
Ég hef pantað svona tvisvar. Einu sinni af DealExtreme eða Gearbest eða Ali, man ekki. Langt síðan. Það var svona klassísktur Kína-led-borði, 10 metrar.

Svo pantaði ég svona fyrr á árinu: https://www.amazon.com/gp/product/B01KO ... UTF8&psc=1

Þetta svínvirkar allt saman.

Re: Led strips á netinu / eða hérlendis

Sent: Mið 28. Nóv 2018 15:48
af Viktor
LED ljósalengja
LEDBERG
Hvítt
1.190,-

https://www.ikea.is/products/594499

LED ljósalengja
LEDBERG
Marglitt
2.490,-

https://www.ikea.is/products/594792

Re: Led strips á netinu / eða hérlendis

Sent: Mið 28. Nóv 2018 18:03
af ÓmarSmith
Sallarólegur skrifaði:LED ljósalengja
LEDBERG
Hvítt
1.190,-

https://www.ikea.is/products/594499

LED ljósalengja
LEDBERG
Marglitt
2.490,-

https://www.ikea.is/products/594792




já sá þetta í IKEA, en 78cm ? come on, hver þarf 78cm ;)
Er að leita að amk 3-5 metrum

Re: Led strips á netinu / eða hérlendis

Sent: Fim 29. Nóv 2018 11:03
af dISPo
Þessi IKEA LED ljósalengja lítur bara nokkuð vel út: https://www.youtube.com/watch?v=oP04KwdXtsw

Re: Led strips á netinu / eða hérlendis

Sent: Fim 29. Nóv 2018 13:24
af ElGorilla
Ég hef keypt mér 5 metra borða á Aliexpress og þeir virka enn 4 árum síðar.

Re: Led strips á netinu / eða hérlendis

Sent: Fös 30. Nóv 2018 11:36
af peturm
Ég hef keypt helling af þessu frá kína. Gæðin eru allskonar.
Þar sem auðvelt er að skipta þessu út og þú þarf ekki að láta fleiri en einn borða passa saman þá er fínt að prufa eitthvað kínadót af Ali, er t.d. búinn að vera með borða stöðugt í gangi í 2 ár núna og ekkert ves

Ég er t.d. í þessum töluðu orðum að tengja óbeina lýsingu í loftið hjá mér þar sem heildar lengdin eru 10 metrar. Það þýðir tveir borðar, þeir verða að matcha litalega og er þannig komið fyrir að það er bölvað rassgat að skipta um þá. Þessvegna tók ég borða hérna heima hjá www.ledljos.com.
Þetta er auðvitað kínadót líka en þetta er þó búið að fara í gegnum smá gæðatékk. - Minnir að rúllan sé á um 5000 kall hjá honum. Það er náttúrlega margfalt meira en menn geta fengið ódýra borða á Ali. - Ég hef hinsvegar lent í því að vera með 10 Ali rúllur og verið í basli að finna tvær eins.
Verðin á þessum borðum hjá rafmagnsbúðunum er svo snar klikkuð - 20-30 þús rúllan.

Re: Led strips á netinu / eða hérlendis

Sent: Fös 30. Nóv 2018 14:28
af ÓmarSmith
Akkúrat, þessvegna hvarflar ekki að mér að verlsa þetta hérna heima fyrst menn þurfa að reyna að verða milljónamæringar á þessu líka :/