Síða 1 af 1

Staðir til að skoða ekki langt frá Reykjarvík

Sent: Sun 25. Nóv 2018 11:48
af kassi
Er með vinafólk frá Ameríku sem langar að skoða Ísland í dag en ekki keyra mikið meira en klukkutíma frá Reykjavík eru þið með einhverja hugmynd hvað væri sniðugt að skoða fyrir þau? Ég er alveg stropaður í svona skoðunar málum!!!!!

Re: Staðir til að skoða ekki langt frá Reykjarvík

Sent: Sun 25. Nóv 2018 12:14
af AsgeirM81
https://www.visitreykjanes.is/

Þessi síða gæti gefið þér eitthverjar hugmyndir.

Slatti af flottum stöðum til að skoða sem eru í um klukkustundar færi frá Reykjavík.

Re: Staðir til að skoða ekki langt frá Reykjarvík

Sent: Sun 25. Nóv 2018 12:24
af Haukursv
Eins og Ásgeir sagði þá er Reykjanesið vanmetið. Kleifarvatn mjög fallegt og gaman að keyra suðurstrandarveginn. Fjallganga að Glym í hvalfirði er líka mjög skemmtileg og fossinn mjög fallegur. Þingvellir er frekar obvious choice og ef þau vilja fara aðeins lengra og sjá meira þá er Snæfellsnesið mjög fallegt og gaman að taka dagsferð í að skoða það.

Re: Staðir til að skoða ekki langt frá Reykjarvík

Sent: Sun 25. Nóv 2018 12:36
af arons4
Gullni hringurinn aðeins lengri en klukkutími en ætti að koma túristum skemmtilega á óvart.

Re: Staðir til að skoða ekki langt frá Reykjarvík

Sent: Sun 25. Nóv 2018 12:40
af Viktor
Þingvellir

Re: Staðir til að skoða ekki langt frá Reykjarvík

Sent: Sun 25. Nóv 2018 16:40
af GuðjónR
Kjalarnes :guy