Vodafone, tilboð án skilyrða?...eða hvað?
Sent: Fös 23. Nóv 2018 16:19
Í gær fékk ég eitt það furðulegasta sölusímtal sem ég man eftir og er þó nokkuð minnugur.
Á línunni var starfsmaður frá Vodafone sem sagðist vilja bjóða mér án nokkura skuldbindinga fría áskrift af Stöð2 og Maraþon út janúar þar sem ég væri með IPTV frá þeim, ég sagði honum að ég væri alveg til í að prófa það, en þá hélt hann áfram að ausa í mig gjafatilboðum, bauð mér núna alveg frían ljósleiðara, router, heimasíma og GSM síma fyrir alla fjölskylduna út janúar! Og þá yrði staðan tekin, notkunin skoðuð og tilboð gefið í kjölfarið sem yrði svo hagstætt að ég gæti örugglega ekki hafnað því.
Þar sem ég er þokkalega sáttur með netið og heimasímann hjá Hringdu og GSM hjá NOVA og með router sem kostaði handlegg á sínum tíma fór ég undan í flæmingi og sagði honum að fyndist það óþarfa rask, hann hélt nú nú ekki, ég fengi bara mann sem myndi tengja nýja routerinn fyrir mig, mér algjörlega að kostnaðarlausu það væri því ekkert rask.
Ég ítrekaði þá að ég væri sáttur með netið þar sem ég væri og hefði ekki áhuga á því að flytja mig, þá skyndilega breyttist tónninn, Stöð2 og Maraþon voru ekki lengur í boði, tilboðið var því háð skilyrðum þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um annað.
Á línunni var starfsmaður frá Vodafone sem sagðist vilja bjóða mér án nokkura skuldbindinga fría áskrift af Stöð2 og Maraþon út janúar þar sem ég væri með IPTV frá þeim, ég sagði honum að ég væri alveg til í að prófa það, en þá hélt hann áfram að ausa í mig gjafatilboðum, bauð mér núna alveg frían ljósleiðara, router, heimasíma og GSM síma fyrir alla fjölskylduna út janúar! Og þá yrði staðan tekin, notkunin skoðuð og tilboð gefið í kjölfarið sem yrði svo hagstætt að ég gæti örugglega ekki hafnað því.
Þar sem ég er þokkalega sáttur með netið og heimasímann hjá Hringdu og GSM hjá NOVA og með router sem kostaði handlegg á sínum tíma fór ég undan í flæmingi og sagði honum að fyndist það óþarfa rask, hann hélt nú nú ekki, ég fengi bara mann sem myndi tengja nýja routerinn fyrir mig, mér algjörlega að kostnaðarlausu það væri því ekkert rask.
Ég ítrekaði þá að ég væri sáttur með netið þar sem ég væri og hefði ekki áhuga á því að flytja mig, þá skyndilega breyttist tónninn, Stöð2 og Maraþon voru ekki lengur í boði, tilboðið var því háð skilyrðum þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um annað.