Ef að er nóg fyrir þig að strengja á blindramma þá færðu efni fyrir það á lítið í myndlistarbúðunum. Litaland og mögulega Slippfélagið. Þú gætir þurft þykkara efni í svona stóra mynd mögulega með styrkingu þvert yfir bakið.
Hvar í kína ertu að láta prenta?
Já og mundu efit að láta prenta blæðingu m.v. þykkt rammanns. Venjulega bætt 2.5cm við hvern kant en getur þurft meira fyrir þykkari ramma. Það kemur best út að mínu mati að gera blæðinguna þannig að þú speglar kantinn. Þannig skerst ekkert af myndinni og kanturinn lítur ekkert skringilega út. Myndin í þínu tilfelli yrði þá 115x75cm. Vona að þetta skiljist.
Stærsta myndin sem ég hef sjálfur prentað af myndunum mínum er 150x100cm á striga. Ég lét ramma hana inn í innrömmun og það var frekar dýrt, man ekki töluna nákvæmlega en í kring um 40 þúsund (fyrir utan prent). Þ.a. ég myndi skoða allar leiðir til að gera þetta sjálfur ef þú treystir þér í það.