Síða 1 af 1

Þrif á snjallsjónvarpi

Sent: Fös 09. Nóv 2018 22:43
af einarbjorn
Sælir og sælar
Núna kom ég að guttanum og hann var að kyssa sjónvarpið eða eitthvað þvíumlíkt og þetta þarf að þrífa en hvað er best að nota, með hverju mælið þið?

Kveðja
Einar

Re: Þrif á snjallsjónvarpi

Sent: Fös 09. Nóv 2018 22:55
af Viktor
Vatn í fiber klút (fæst í Bónus)

Re: Þrif á snjallsjónvarpi

Sent: Fös 09. Nóv 2018 23:01
af SolidFeather
Já vatnið og microfiber virkar bara fínt, þetta þarf ekki að vera flókið.

Re: Þrif á snjallsjónvarpi

Sent: Lau 10. Nóv 2018 03:25
af DJOli
Mæli persónulega með einhverju svona. Þríf skjáina hjá mér á 2-4 mánaða fresti, og þeir lýta út eins og nýjir eftirá.
https://att.is/product/manhattan-skja-thrifpakki

Re: Þrif á snjallsjónvarpi

Sent: Lau 10. Nóv 2018 14:26
af kubbur
ef þú ert með oled tæki þá má alls ekki nota nein hreinsiefni á það, þurr fiber klútur gerir alveg ótrúlega mikið, ég nota vatn ef ég næ því ekki af með þurrum klút, og já, leyfðu sjónvarpinu að kólna alveg áður en þú ferð að reyna að þrífa það