Síða 1 af 1

Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Sun 28. Okt 2018 23:47
af Raskolnikov
Sæl,

Læt reyna á eftirfarandi spurningar hér. Er með baðherbergi, 7-8 fermetrar, og gólfið er gamall ljótur dúkur. Langar að leggja flísar á gólfið.

Tvær spurningar:

Er hægt að flísa yfir dúkinn eða þarf ég að fjarlægja hann?

Ef við gerum ráð fyrir að það sé hægt að flísa yfir, hvað mun fagmaður rukka fyrir verkið? Erum við að tala um 50þ eða 300þ? Er að reyna googla þetta og finn bara gamla bland þræði frá 2006.

Þetta er mynd af dúknum https://i.imgur.com/avR1sfN.jpg


Bónus spurning: Það er hundgamalt baðkar í sama baðherbergi. Orðið svolítið gulleitt á köflum. Er hægt að bera það með einhverju töfraefni til að fá það semi-hvítt aftur? Það er vel múrað við vegg og rammfast við gólf og yrði algjört pain að skipta því út.

Takk.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 01:39
af Fumbler
Þú villt alltaf taka dúkinn af, til þess að ná að binda flísa límið við steipuna undir, vilt ekki lenda í því að þær fari að losna seinna.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 07:48
af Dúlli
FM er 8-15.000, veltur eftir flísum, skurði, fleti og svo framvegis.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 16:47
af Televisionary
Dúkinn af það er klárt mál.

Ég lét flísaleggja hérna einhverja 20 fermetra um daginn c.a., þetta voru þrjú rými s.s. forstofa, gestasalerni og þvottahús. Það þurfti að flota tvö af þessum herbergjum.

Þetta kostaði einhver 190 þúsund vinnan og það var með því að hreinsa af flísar af öllu svæðinu, þetta var sett út fyrir hús og ég sá um að henda þessu. Einnig var innifalið í þessu ísetning á þremur hurðum. Þetta voru 30cm x 60cm flísar sem voru settar á, það var settur lítill kantur með fram þessu öllu c.a. 5-6 cm á hæp.

p.s. vinnan kostaði minna en efnið.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 17:06
af Raskolnikov
Televisionary skrifaði:Dúkinn af það er klárt mál.

Ég lét flísaleggja hérna einhverja 20 fermetra um daginn c.a., þetta voru þrjú rými s.s. forstofa, gestasalerni og þvottahús. Það þurfti að flota tvö af þessum herbergjum.

Þetta kostaði einhver 190 þúsund vinnan og það var með því að hreinsa af flísar af öllu svæðinu, þetta var sett út fyrir hús og ég sá um að henda þessu. Einnig var innifalið í þessu ísetning á þremur hurðum. Þetta voru 30cm x 60cm flísar sem voru settar á, það var settur lítill kantur með fram þessu öllu c.a. 5-6 cm á hæp.

p.s. vinnan kostaði minna en efnið.


Vá gott verð (held ég). Ég lét pússa útidyrahurð um daginn og það kostaði 230.000 kr. Fékk svo 60.000 kr. reikning fyrir viðgerð á leka á klósetti fyrir ekki svo löngu. Er alveg lost í verðlagningu hjá iðnaðarmönnum. Mátt endilega gefa mér nafnið á þessum múrara ef þú vilt.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 17:46
af Televisionary
Það borgar sig greinilega ekki að láta vinna niður útidyrahurðina eða hvað. Það var næsti hlutur á lista hjá mér að fara að skoða. Hvar var þetta gert fyrir þig?

Raskolnikov skrifaði:
Televisionary skrifaði:Dúkinn af það er klárt mál.

Ég lét flísaleggja hérna einhverja 20 fermetra um daginn c.a., þetta voru þrjú rými s.s. forstofa, gestasalerni og þvottahús. Það þurfti að flota tvö af þessum herbergjum.

Þetta kostaði einhver 190 þúsund vinnan og það var með því að hreinsa af flísar af öllu svæðinu, þetta var sett út fyrir hús og ég sá um að henda þessu. Einnig var innifalið í þessu ísetning á þremur hurðum. Þetta voru 30cm x 60cm flísar sem voru settar á, það var settur lítill kantur með fram þessu öllu c.a. 5-6 cm á hæp.

p.s. vinnan kostaði minna en efnið.


Vá gott verð (held ég). Ég lét pússa útidyrahurð um daginn og það kostaði 230.000 kr. Fékk svo 60.000 kr. reikning fyrir viðgerð á leka á klósetti fyrir ekki svo löngu. Er alveg lost í verðlagningu hjá iðnaðarmönnum. Mátt endilega gefa mér nafnið á þessum múrara ef þú vilt.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 17:58
af Raskolnikov
Þetta var semsagt bæði "pússun" og "lökkun". Útidyrahurð á fjölbýlishúsi. Tveir menn sem skrifa 10+16 tíma á verkið. 180þ + 45þ VSK. Þeir báru því við að þetta væri svo gömul hurð. Kannski rétt, þekki það ekki, en ný hurð kostar álíka mikið.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 18:40
af Dúlli
Rífðu baðkarið, gerðu alla forvinnuna sem hægt er að gera sjálfur.

Ekki fá mann sem hefur ekki hugmynd um hvað eigi að gera, ef þetta fer að leka er það úr þínum vasa og tryggingar gera ekkert.

Televisionary skrifaði:Dúkinn af það er klárt mál.

Ég lét flísaleggja hérna einhverja 20 fermetra um daginn c.a., þetta voru þrjú rými s.s. forstofa, gestasalerni og þvottahús. Það þurfti að flota tvö af þessum herbergjum.

Þetta kostaði einhver 190 þúsund vinnan og það var með því að hreinsa af flísar af öllu svæðinu, þetta var sett út fyrir hús og ég sá um að henda þessu. Einnig var innifalið í þessu ísetning á þremur hurðum. Þetta voru 30cm x 60cm flísar sem voru settar á, það var settur lítill kantur með fram þessu öllu c.a. 5-6 cm á hæp.

p.s. vinnan kostaði minna en efnið.


Þetta er skuggalega ódýrt.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 19:59
af tanketom
Raskolnikov skrifaði:Þetta var semsagt bæði "pússun" og "lökkun". Útidyrahurð á fjölbýlishúsi. Tveir menn sem skrifa 10+16 tíma á verkið. 180þ + 45þ VSK. Þeir báru því við að þetta væri svo gömul hurð. Kannski rétt, þekki það ekki, en ný hurð kostar álíka mikið.



Nú er ég sjálfur smiður og finnst mér skrýtið að ykkur hafi ekki verið ráðlagt að setja frekar nýja… Það er bara oftast mun dýrara að láta shine-a upp gamla glugga eða hurðar. Ef að þetta á að vera gert almennilega þá tekur þetta sinn tíma en borgar sig yfirleitt aldrei nema um sérstaka hurð sé að ræða.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 20:16
af Raskolnikov
tanketom skrifaði:
Raskolnikov skrifaði:Þetta var semsagt bæði "pússun" og "lökkun". Útidyrahurð á fjölbýlishúsi. Tveir menn sem skrifa 10+16 tíma á verkið. 180þ + 45þ VSK. Þeir báru því við að þetta væri svo gömul hurð. Kannski rétt, þekki það ekki, en ný hurð kostar álíka mikið.



Nú er ég sjálfur smiður og finnst mér skrýtið að ykkur hafi ekki verið ráðlagt að setja frekar nýja… Það er bara oftast mun dýrara að láta shine-a upp gamla glugga eða hurðar. Ef að þetta á að vera gert almennilega þá tekur þetta sinn tíma en borgar sig yfirleitt aldrei nema um sérstaka hurð sé að ræða.


Já takk fyrir að staðfesta það sem mig grunaði. Þetta var vafasamur íslenskur smiður, hefur verið að redda sér vinnu, eins og píparinn sem rukkaði mig um 60þ fyrir að laga sírennsli í gömlu klósetti ("Mæting er sjálfkrafa 2 tímar, x 2 menn"). Kenni sjálfum mér um fyrir að vera ekki á staðnum og fá verðlagningu á hreint fyrirfram. Fool me once, shame on you. Fool me twice... you fool me you can't get fooled again.

Svo því sé haldið til haga þá hef ég líka lent í frábærum og sanngjörnum iðnaðarmönnum.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 21:58
af Televisionary
Ég dreg það ekki í efa. Enda spurði ég ekki um réttindin en ég er ánægður með niðurstöðuna.

Þessi aðili skipti um þak með mér einnig c.a. 130 fermetra, ég var með mannskap sjálfur sem vann það til helminga á móti þessum aðila. Ég slapp mjög vel þar einnig. Ekki auðvelt að fá skipt um þak í október (allt hráefnið var c.a. 400-450 og vinnan c.a. 400 þúsund í tímavinnu)


Dúlli skrifaði:Rífðu baðkarið, gerðu alla forvinnuna sem hægt er að gera sjálfur.

Ekki fá mann sem hefur ekki hugmynd um hvað eigi að gera, ef þetta fer að leka er það úr þínum vasa og tryggingar gera ekkert.

Televisionary skrifaði:Dúkinn af það er klárt mál.

Ég lét flísaleggja hérna einhverja 20 fermetra um daginn c.a., þetta voru þrjú rými s.s. forstofa, gestasalerni og þvottahús. Það þurfti að flota tvö af þessum herbergjum.

Þetta kostaði einhver 190 þúsund vinnan og það var með því að hreinsa af flísar af öllu svæðinu, þetta var sett út fyrir hús og ég sá um að henda þessu. Einnig var innifalið í þessu ísetning á þremur hurðum. Þetta voru 30cm x 60cm flísar sem voru settar á, það var settur lítill kantur með fram þessu öllu c.a. 5-6 cm á hæp.

p.s. vinnan kostaði minna en efnið.


Þetta er skuggalega ódýrt.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Mán 29. Okt 2018 23:06
af brain
Sá í Húsasmiðjuni í dag, flísar með góðri áferð ( hálkuvörn) 3.400 - 4.000 kr fermetra, límpoki 20 kg sem dugar ca 4 fermetra um 2200 kr

Efnið virðist ekkert mjög dýrt en svo auðvitað að fá menn að leggja.

Re: Kostnaður við að flísaleggja baðherbergi?

Sent: Þri 30. Okt 2018 10:14
af Hauxon
Það þarf líka fúgu og krossa. Það er töluverð vinna að leggja flísar og því ekki ódýrt að fá iðnaðarmann. Hann er eflaust ekki lengi að leggja flisar á gólfið á litlu herbergi en aldrei minna en hálfur til einn vinnudagur. Svo þarf hann að koma aftur til að fúga. Það getur bæst einhver vinna við í kringum niðurföll. Ég myndi amk gera ráð fyrir lágmark 1 vinnudegi og mögulega tveim. Það þarf líka að taka tillit til þess að í múrverki bætist við vinna við frágang og þrif.

Það er hins vegar ekki mikið mál að gera þetta sjálfur og auðvelt að finna kennsluefni á YouTube. Það sem þú þarft helst að passa þig á er að velja stað fyrir fyrstu flísina þ.a. þú verðir ekki með einhverja örmjóa rönd einhvernsstaðar og passi vel upp á niðurföll. Svo eru hús oft ekki 100% hornrétt þ.a. maður þarf að fylgjast með því. Iðnaðarmaður er samt trygging á að þetta verði gert almennilega. :)