kjartanbj skrifaði:ég er bara með mitt eigið, og svo myndavélar ekkert mánaðar gjald og get alveg sjálfur hringt á lögregluna
JohnnyX skrifaði:Okei, spurning um að skoða það betur að gera þetta sjálfur. Eina sem ég er að spá í er hvort viðbragðstíminn sé betri hjá þessum fyrirtækjum heldur en að bregðast við sjálfur og hafa samband við lögregluna. Lögreglan fer ekkert strax af stað í innbrot er það? Alltaf svo undirmannaðir.
Ok við vitum að bæði fyrirtækin eru frekar dýr, en það þarf samt að aðskilja umræðuna um búnaðinn annarsvegar og þjónustuna hinsvegar.
T.d. ef þú kaupir nýja kerfið frá Securitas í dag, þá byrjaru á að kaupa kerfið, og svo borgaru mánaðargjald fyrir vöktunina.
Hvort að vöktunin sé mánaðargjaldsins virði er hinsvegar alveg fín umræða, og það sem virkar fyrir einn virkar kannski ekki fyrir annan.
Bæði fyrirtækin segjast leggja strax af stað á vettvang ef boð berast, en það hafa allir reynslusögur þar sem "viðbragðið" er ekki nógu hratt.
En það er óraunhæf nálgun að halda að þegar maður er með sitt eigið kerfi að maður geti bara hringt á lögregluna ef/þegar e-ð gerist:
- Það er væntanlega ekki að ástæðulausu að Securitas/Öryggismiðstöðin hringja ekki á lögreglu fyrr en eftir að þau eru mætt á staðinn og staðfesta að um innbrot er að ræða - lögreglan hefur ekki mannskap í að kíkja á eitthvað sem er "kannski" í gangi.
- Þú ert kannski í vinnunni og krakkinn þinn setur kerfið í gang, ætlaru að hringja á lögregluna og láta hana bruna á staðinn í fýluferð? Eða ætlaru að eyða tíma í að hringja í alla mögulega fjölskyldumeðlimi og athuga "ertu heima?"
- Þú heldur að þú sért alltaf í aðstöðu til að opna appið og skoða video-feedið, en það geta verið ótal aðstæður þar sem netið í símanum þínum er bara alls ekki nógu gott og þú getur ekki skoðað video-ið.
- Hvað með öll skiptin þar sem þú ert utan þjónustusvæðis (í flugi, á ferðalagi erlendis (SMS berast stundum seint og jafnvel ekki, eftir því hvar þú ert), og ef þú ert utan EU þá kostar gagnamagn kannski of mikið til að þú viljir borga fyrir það eða jafnvel er ekkert netsamband á svæðinu)
Sumir eru í aðstöðu til að semja við t.d. nágranna eða fjöldskyldumeðlim sem býr stutt frá að vera í kallfæri t.d. þegar viðkomandi fer til útlanda til að hlaupa yfir ef það koma boð.
En í grunninn þá er þetta bara risk-assessment, eins og með tryggingar, hvað ertu tilbúinn til að borga með tilliti til áhættu.
Ég er nýfluttur í húsnæði þar sem ég ákvað að ég þyrfti að vera með öryggiskerfi, og þar sem það var kerfi frá Securitas fyrir þá ákvað ég að halda því fyrst um sinn. (Eldra kerfi, ekkert app neitt...)
Og ég er mikið að pæla í að fá mér mitt eigið kerfi, hallast töluvert í þá átt, en síðan ég flutti þá er ég búinn að vera þónokkrum sinnum í þannig aðstæðum að ég hef ekki aðgang að neti eða síma, og þar af leiðandi hefði ég ekki getað móttekið boðin eða þá að ég hefði ekki getað gert neitt nema að hringja "eitthvert".
Það sem ég myndi vilja sjá sem framþróun hjá þessum fyrirtækjum er að bjóðast til þess að taka við boðum frá öðrum kerfum (s.s. það sem þú kaupir sjálfur), því maður hefur kannski skoðun á hvaða kerfi maður er með og getur fengið ódýrara en í gegnum Securitas/ÖM, og lægra mánaðargjald fyrir vöktunina.
En hvort að það sé nógu gott business case fyrir reksturinn veit ég ekki...