Síða 1 af 1

Hurricane Michael LIVE

Sent: Mið 10. Okt 2018 17:19
af GuðjónR
Bein útsending af þessum hörmungum.
Mesti jafni vindraðinn er 150 miles/hour x 1.6 x 1000 / 3600 = 66.7 metrar/sec.

Þetta er verra en á Kjalarnesi.

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Mið 10. Okt 2018 17:41
af g0tlife
Mynd

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Mið 10. Okt 2018 17:52
af GuðjónR
85 metrar á sec í hviðum .... úfffff

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Mið 10. Okt 2018 19:25
af SolidFeather
Er þetta ekki bara svipað og að vera á Kjalarnesinu?

edit: las upprunalega innlegið betur :guy

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Mið 10. Okt 2018 21:36
af GuðjónR
SolidFeather skrifaði:Er þetta ekki bara svipað og að vera á Kjalarnesinu?

edit: las upprunalega innlegið betur :guy

Hef oft upplifað læti hérna, en sem betur fer ekkert í líkingu við þennan fellibyl.

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Mið 10. Okt 2018 21:50
af Manager1
Núna er verið að spá 25-45mph vindi, það er 11-20m/s. M.ö.o. sólbaðsveður hjá Guðjóni á Kjalarnesinu :D

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Fim 11. Okt 2018 08:44
af GuðjónR
Manager1 skrifaði:Núna er verið að spá 25-45mph vindi, það er 11-20m/s. M.ö.o. sólbaðsveður hjá Guðjóni á Kjalarnesinu :D

hehehe einmitt!
Ef það væri hægt að mæla vindmagn sem fer yfir ákveðin stað á ári þá myndi Kjalarnesið vinna, örugglega flesta staði.
Stundum vaknar maður í roki og það lægir ekki fyrr en 3 vikum síðar. 20-35msec 24/7 í nokkrar vikur er mjög þreytandi ástand.
Núna eru t.d. 30m sec í hviðum.
https://www.vedur.is/vedur/athuganir/ko ... ation=1578

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Fim 11. Okt 2018 12:00
af urban
GuðjónR skrifaði:
Manager1 skrifaði:Núna er verið að spá 25-45mph vindi, það er 11-20m/s. M.ö.o. sólbaðsveður hjá Guðjóni á Kjalarnesinu :D

hehehe einmitt!
Ef það væri hægt að mæla vindmagn sem fer yfir ákveðin stað á ári þá myndi Kjalarnesið vinna, örugglega flesta staði.
Stundum vaknar maður í roki og það lægir ekki fyrr en 3 vikum síðar. 20-35msec 24/7 í nokkrar vikur er mjög þreytandi ástand.
Núna eru t.d. 30m sec í hviðum.
https://www.vedur.is/vedur/athuganir/ko ... ation=1578


Að nenna búa þarna í þessu rokrassgati, óskiljanlegt með öllu.

Sama á síðan við um keflavík og nágrenni.
Kv. eyjamaður :D

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Þri 20. Nóv 2018 13:45
af Alfa
Stóð í 60 m/sek í eyjum að festa niður pallinn hjá mér í eyjum í fyrra eða hittifyrra. Bíð ekki í 85 m/sek.

Annars eru þessir Fellibylir allir rússum að kenna, það vita allir !

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Mið 28. Nóv 2018 09:24
af Tbot
Léttur andvari framundan á Kjalarnesinu.

"Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið og tekur hún gildi um hádegi á hluta landsins. Reikna má með að samgöngur muni raskast víða. Á höfuðborgarsvæðinu verður vindurinn mestur á Kjalarnesi og efri byggðum en vindhviður geta náð allt að 35 m/s."

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Mið 28. Nóv 2018 09:35
af GuðjónR
Tbot skrifaði:Léttur andvari framundan á Kjalarnesinu.

"Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið og tekur hún gildi um hádegi á hluta landsins. Reikna má með að samgöngur muni raskast víða. Á höfuðborgarsvæðinu verður vindurinn mestur á Kjalarnesi og efri byggðum en vindhviður geta náð allt að 35 m/s."


What else is new ... :pjuke

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Fim 29. Nóv 2018 09:35
af GuðjónR
Þetta var ömurleg nótt!
NA vindhviður hátt í 60 msec. í alla nótt, þjófavörn í bíl nágrannans fór í gang á 10 mínútna fresti í c.a. 20 sec í hvert sinn í alla nótt en hann er staðsettur svona 5 metra frá svefnherbergisglugganum mínum. Líður eins og ég sé timbraður. :mad

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Fim 29. Nóv 2018 12:54
af urban
Á sama tíma fór stórhöfði bara rétt í einhverja 32 metra.
Þvílíka djöfulsins rokrassgatið sem að þú býrð í.

Re: Hurricane Michael LIVE

Sent: Fim 29. Nóv 2018 14:18
af GuðjónR
urban skrifaði:Á sama tíma fór stórhöfði bara rétt í einhverja 32 metra.
Þvílíka djöfulsins rokrassgatið sem að þú býrð í.

Segðu!

Kjalarnesið er ennþá lokað!
Búið að vera lokað síðan um kvöldmatarleitið í gær...
http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysing ... urit/st36/