Síða 1 af 1

Bakpoki fyrir verkfæri og fartölvu

Sent: Sun 16. Sep 2018 18:00
af Hjaltiatla
Hæhæ

Var að pæla hvort þið vissuð um verslun hérlendis eða sem sendir hingað sem selur álíka bakpoka og þennan hérna.
Tradesman Pro Tech Backpack 2.0
Bæði fyrir verkfæri og fartölvu og þess háttar.

Re: Bakpoki fyrir verkfæri og fartölvu

Sent: Sun 16. Sep 2018 19:16
af Thornz

Re: Bakpoki fyrir verkfæri og fartölvu

Sent: Sun 16. Sep 2018 19:47
af Hjaltiatla
Thornz skrifaði:https://vfs.is/shop/bakpoki/


Ekki beint low profile - logoið hjá þeim :crazy

Var að spotta einhverja bakpoka hjá Pronet en þeir eru frekar dýrir (eru það reyndar líka ef maður pantar þá að utan):http://pronet.is/verkfaeri/verkf%C3%A6rat%C3%B6skur

Fannst þessi bakpoki sem ég linkaði í fyrst henta vel því ég er oftar en ekki að nota heyrnatól og annað dót sem myndi henta vel í hólfinu sem er merkt "klein tools" .Gæti endað að panta hann af Ebay en er búinn að senda póst á söludeildina og athuga hvort þeir shippa til Íslands

Re: Bakpoki fyrir verkfæri og fartölvu

Sent: Sun 16. Sep 2018 21:58
af russi
Hjaltiatla skrifaði:Hæhæ

Var að pæla hvort þið vissuð um verslun hérlendis eða sem sendir hingað sem selur álíka bakpoka og þennan hérna.
Tradesman Pro Tech Backpack 2.0
Bæði fyrir verkfæri og fartölvu og þess háttar.


Nettur poki, fæst á Amazon og er hingað með öllum gjöldum í gegnum Amazon á 275$, þar af sendingakostnaður 110$ sem er ruglað gjald

Re: Bakpoki fyrir verkfæri og fartölvu

Sent: Sun 16. Sep 2018 22:06
af Hjaltiatla
russi skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Hæhæ

Var að pæla hvort þið vissuð um verslun hérlendis eða sem sendir hingað sem selur álíka bakpoka og þennan hérna.
Tradesman Pro Tech Backpack 2.0
Bæði fyrir verkfæri og fartölvu og þess háttar.


Nettur poki, fæst á Amazon og er hingað með öllum gjöldum í gegnum Amazon á 275$, þar af sendingakostnaður 110$ sem er ruglað gjald


Hmmm, var bara búinn að tékka á amazon.co.uk , takk fyrir þetta.

Tékka hvort ég fái eitthvað tilboð sem er hagstæðara en Amazon frá kleintools.eu eftir að ég sendi á söludeildina "Enquire" hvort þeir sendu til Íslands.

edit: Reikna með að borga þetta gjald hjá Amazon ef ég þarf þar sem þetta er akkúrat varan sem ég tel mig þurfa (eða skoða einhverja millilendingar póstþjónustu og fá ódýrara shipping)