Síða 1 af 1

Ein pæling

Sent: Lau 21. Júl 2018 02:11
af g0tlife
Ein svona kvöld pæling hjá mér eftir að hafa lesið þetta um forseta danska þingsins.

Vegna veðurbreytinga um allan heim þá grunar mig að í framtíðinni mun ísland verða svona ''safe haven'' s.s. nó af mat, vatni og rafmagni. Ég tel að fólk út um allan heim muni flytja meira til Norðurlandanna til þess að fá betra líf.

Án þess að vera dæmdur rasisti eða móti/með einhverju, ætla ég því bara að segja sem ég veit að margir hugsa. Mig langar bara hreinlega ekki að landið verður orðið eins og Osló, London eða sprungið af útlendingum vegna þess að við ''þurfum'' að hleypa öllum inn því annars hötum við heiminn.

Gögn frá Hagstofu Íslands

Á síðasta ári fluttust 14.929 til landsins og hafa aldrei fleiri flust til landsins á einu ári.


Ættu við að hafa hurðina opna og hleypa inn þangað til landið ræður ekki við meira eða setja eitthvað þak eða stoppara ?

Því þetta er ekki einhver ákvörðun sem er hægt að laga ef hún fer til fjandans s.s. að opna, sitjum uppi með liðið forever.

Pælið aðeins í þessu

P.S.

Kannski ætti Grænland, Ísland, Færeyjar, Danmörk og Noregur að stofna samning eins og Nato nema segja okkur úr hinu og loka okkur af og efla samninga og tengsl milli landana. (Mun aldrei gerast en wild thought að endurvekja Viking Nation)


http://www.ruv.is/frett/varar-vid-somu- ... anarieyjum <--- Er þetta ekki að gerast rólega hérna ?

Re: Ein pæling

Sent: Lau 21. Júl 2018 12:21
af Frussi
Ef spurningin er alveg opið vs alveg lokað, af þessum tveimur (vondu) hliðum myndi ég kjósa alveg lokuð landamæri. Þetta eru samt tveir voða öfgafullir valkostir. Að mínu mati væri best að hafa einhverskonar þak, mjög hátt þak, en allavega hafa einhverjar takmarkanir á fjölda fólks sem getur flutt inn í landið (ætla ekkert að fara út í "innflytjendur eða flóttamenn" umræðuna þar sem OP var ekki beint að tala um það).

Spurning: Þeir sem vilja alveg lokuð landamæri eða miklar takmarkanir á fólksflutninga hingað, gilda sömu reglur um alla? S.s. eru allir útlendingar jafnir, Svíar, Danir, Frakkar, Grikkir, Egyptar, Sýrlendingar o.s.frv?

Vona að þessi þráður haldist í rökræðum og fari ekki út í skítkast og leiðindi :)

Re: Ein pæling

Sent: Lau 21. Júl 2018 14:16
af ZiRiuS
Þú veist það að ef hlýnun jarðar heldur áfram og grænlandsjökull og norðurpóllinn halda áfram að bráðna að þá hækkar sjávarmálið og mestar strendur Íslands munu hverfa.

Re: Ein pæling

Sent: Sun 22. Júl 2018 10:31
af fedora1
ZiRiuS skrifaði:Þú veist það að ef hlýnun jarðar heldur áfram og grænlandsjökull og norðurpóllinn halda áfram að bráðna að þá hækkar sjávarmálið og mestar strendur Íslands munu hverfa.


Var ekki eitthvað um að ef grænlandsjökull bráðni mun landris af þeim sökum etv. jafna út hækkun sjávar, eða draga amk. úr skaðanum ?

Annars er það kanski vandamál að fólk sem flytur hér til lands hefur að jafnaði litla mentun. Þeir sem koma hingað vegna vinnu fara oftar en ekki í lálauna þjónustustörf. Mig minnir að ég hafi heyrt að Kanada hleypi aðalega mentuðu fólki inn í landið.

Við erum of fá til að standa undir infrastructure í svona stóru landi, hlutfalslega kostar þingið, vegir og ... meira hér en víða annarsstaðar. Bjargar okkur sjálfsagt að við erum með sæmilega resource-a og erum ekki að spandera mikið í varnarmál.

Ég held að þetta snúist mikið um aðlögun þeirra sem koma, mentun og reyna að filtera aðeins hverjir fái að koma hingað ( takmarka glæppamenn ).

Re: Ein pæling

Sent: Sun 22. Júl 2018 11:14
af Lu1ex
.....Landris ????? :popeyed :popeyed :popeyed

Re: Ein pæling

Sent: Sun 22. Júl 2018 11:59
af Viktor
rules#rule1

Bréf skulu hafa lýsandi titla, vandaða uppsetningu og ekki má pósta sama bréfi í marga flokka eða í mörgum eintökum. #