Síða 1 af 1

Siminn braut lög , hvað svo

Sent: Þri 03. Júl 2018 18:00
af Farcry
http://www.ruv.is/frett/siminn-faer-sek ... olmidlalog
Kemur ekkert fram að siminn eigi að bjóða öðrum upp á ólinulega dagskrá

Re: Siminn braut lög , hvað svo

Sent: Þri 03. Júl 2018 18:25
af reyniraron
Hér má lesa úrskurð PFS í þessu máli.

Það er ekki skýrt kveðið á um næstu skref í úrskurðinum en það er minnst á væntanlega OTT dreifingu sjónvarpsþjónustu Símans sem fjallað er um hér.

Í úrskurðinum segir um þessa dreifingu:
…en félagið hefur upplýst um það undir rekstri málsins að slík lausn væri í þróun og nú nýlega tilkynnti Síminn um að félagið hygðist taka slíka lausn í notkun í ágúst næstkomandi, m.a. við dreifingu á Sjónvarpi Símans Premium. Það á svo eftir að koma í ljós hvort sú lausn verði talin fullnægjandi til að aflétta því ástandi sem uppi hefur verið frá haustinu 2015.

Næsta skref í málinu er væntanlega að Síminn kynni til sögunnar þessa OTT lykla, sem segir í úrskurðinum að eigi að gerast í ágúst (en á Símablogginu stendur bara „í haust“).

Re: Siminn braut lög , hvað svo

Sent: Mið 04. Júl 2018 13:20
af GuðjónR
Sekt fyrir lögbrot en ekki gert að láta af brotunum?
Engar dagsektir né lokun á þjónustu þangað til lögum er framfylgt?

Re: Siminn braut lög , hvað svo

Sent: Mið 04. Júl 2018 14:06
af depill
GuðjónR skrifaði:Sekt fyrir lögbrot en ekki gert að láta af brotunum?
Engar dagsektir né lokun á þjónustu þangað til lögum er framfylgt?

PFS hefur ekki endalausar heimildir. Þessu verður líklegast áfrýjað til úrskurðarnefndar og svo giska ég að í hvora áttina sem þetta lendir verður þessu áfrýjað til dómstóla.

Síminn er síðan samkvæmt þessu að vefnum sínum að byrja með OTT þjónustu sem verður ekki skuldbundinn við að kaupa neitt annað frá þeim og ef þeir gera það þurfa þeir ekki að veita Vodafone né GR neitt nema aukið álag á netkerfi sín. Ég held við erum einhvern megin ennþá ár ( líklegast í fleirtölu ) frá niðurstöðu.

Re: Siminn braut lög , hvað svo

Sent: Mið 04. Júl 2018 14:22
af GuðjónR
depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Sekt fyrir lögbrot en ekki gert að láta af brotunum?
Engar dagsektir né lokun á þjónustu þangað til lögum er framfylgt?

PFS hefur ekki endalausar heimildir. Þessu verður líklegast áfrýjað til úrskurðarnefndar og svo giska ég að í hvora áttina sem þetta lendir verður þessu áfrýjað til dómstóla.

Síminn er síðan samkvæmt þessu að vefnum sínum að byrja með OTT þjónustu sem verður ekki skuldbundinn við að kaupa neitt annað frá þeim og ef þeir gera það þurfa þeir ekki að veita Vodafone né GR neitt nema aukið álag á netkerfi sín. Ég held við erum einhvern megin ennþá ár ( líklegast í fleirtölu ) frá niðurstöðu.

Líklega rétt hjá þér.

En þessi OTT þjónusta sem stenft er að, mun þá væntanlega virka eins og Hulu og Netflix?
Hvað veður um RUV ef bæði Síminn og Vodafone fara þessa leið?
Væntanlega detta IPTV lyklar í núverandi mynd út?
Afsakið þetta smá offtopic...

Re: Siminn braut lög , hvað svo

Sent: Mið 04. Júl 2018 15:10
af appel
GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Sekt fyrir lögbrot en ekki gert að láta af brotunum?
Engar dagsektir né lokun á þjónustu þangað til lögum er framfylgt?

PFS hefur ekki endalausar heimildir. Þessu verður líklegast áfrýjað til úrskurðarnefndar og svo giska ég að í hvora áttina sem þetta lendir verður þessu áfrýjað til dómstóla.

Síminn er síðan samkvæmt þessu að vefnum sínum að byrja með OTT þjónustu sem verður ekki skuldbundinn við að kaupa neitt annað frá þeim og ef þeir gera það þurfa þeir ekki að veita Vodafone né GR neitt nema aukið álag á netkerfi sín. Ég held við erum einhvern megin ennþá ár ( líklegast í fleirtölu ) frá niðurstöðu.

Líklega rétt hjá þér.

En þessi OTT þjónusta sem stenft er að, mun þá væntanlega virka eins og Hulu og Netflix?
Hvað veður um RUV ef bæði Síminn og Vodafone fara þessa leið?
Væntanlega detta IPTV lyklar í núverandi mynd út?
Afsakið þetta smá offtopic...

Þetta eru sömu myndlyklar, virka bæði í IPTV og OTT. Í raun lítil breyting nema þú þarft ekki að vera með internet hjá Símanum (eða réttara sagt á Mílu neti), en þarft jú að vera með myndlykilinn í áskrift og þjónustu þaðan.

Re: Siminn braut lög , hvað svo

Sent: Fim 18. Okt 2018 19:11
af appel
... svarið við upphaflega innlegginu er komið.

Svarið er "engin lög voru brotin".

Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað Símanum í vil.

http://www.ruv.is/frett/syn-ma-ekki-dre ... fni-simans

D Ó M S O R Ð

Staðfest er lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði 16. desember 2015 við því að stefndi, Fjarskipti hf., taki upp og miðli sjónvarpsefni sjónvarpsstöðvanna Sjónvarp Símans og Sjónvarp Símans HD, með ólínulegum hætti.

Viðurkennt er að stefnda sé óheimilt að taka upp og miðla sjónvarpsefni sjónvarpsstöðvanna Sjónvarp Símans og Sjónvarp Símans HD, með ólínulegum hætti.
Stefndi greiði stefnanda, Símanum hf., 800.000 krónur í málskostnað.

https://www.haestirettur.is/domar/domur ... 9d14ae4062