Síða 1 af 1

Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 10:40
af elri99
Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Ekki of flókna eða fyrirferðamikla – HEITT og GOTT kaffi

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 11:04
af Squinchy
Myndi segja að Philips Gourmet sé málið, hitar mjög vel og hefur auto off function sem er snilld
https://ht.is/product/kaffivel-gourmet- ... s-hd540820

Eða

https://ht.is/product/1450w-kaffivel-cafe-caprice
Svolítið hit and miss milli eintaka hversu vel hún hitar

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 11:15
af kiddi
Ef þú vilt skoða baunavélar þá á ég nokkrar (heima og í vinnunni) og þessi hér er í algjöru uppihaldi hjá mér, minnsta viðhaldsvinna og hreingerningavinna sem ég hef þurft að sinna hjá baunavél, búinn að nota þessa í 3 ár án þess að þurfa að þrífa hana af korgi að innan, alltaf tandurhrein og algjörlega hikstalaus. Ég opna hana stundum því ég bara trúi ekki að hún geti enn verið hrein, því ég á sambærilega vél frá Philips/Saeco á skrifstofunni sem þarf að þrífa að innan á 2 vikna fresti liggur við:

https://ht.is/product/magnificas-1-8l-e ... kaffivel-3

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 11:17
af elri99

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 11:48
af Black
Nespresso er það besta sem ég hef átt :-$

https://ht.is/product/nespresso-inissia-hvit

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 12:32
af ColdIce
Siemens EQ5 hefur reynst mér mjög vel.

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 12:36
af davida
Ég mæli eindregið með Moccamaster https://elko.is/moccamaster-kaffivel-hb741aob. Drullufljót að hella uppá, og slekkur sjálfvirkt á sér.

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 13:50
af JapaneseSlipper
Ég fékk mér https://elko.is/c30black, ég drekk einn kaffi á heimilinu og venjulega bara einn bolla á morgnanna, því vildi ég frekar minni vatnstank til að hafa ferskara vatn.

Hún er ~20-30 sek að hitna og slekkur á sér sjálf. Getur valið um espresso og lungo (stærri bolli). Svo er kostur að geta valið milli mismunandi kaffibragða. Ókostur er umhverfissóð af þessum hylkjum.

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 14:31
af Viktor
Mér finnst ótrúlegt að fólki finnist í lagi að nota svona plasthylki fyrir hvern einasta kaffibolla.

Reyndar finnst mér óþolandi að allar matvörur séu í plasti líka.

Þoli ekki óþarfa umbúðir.

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 15:01
af k0fuz
Ég drekk einn kaffi á mínu heimili en þar sem ég er mikill kaffi unnandi þá fékk ég mér E6 Jura vél frá Eirvík. Betra kaffi en á kaffihúsum úr þessari vél.. svo er ekki að ástæðulausu að fyrirtæki notast við Jura kaffivélar, þetta endist eins og andskotinn :) reikna ekki með að þurfa kaupa aðra vél á næstu 20+ árum..

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 15:34
af rapport
Er með forverann af þessari - https://www.sminor.is/heimilistaeki/vor ... kaffivel-3

Mín er reyndar með stút til að flóa mjólk og það er notað í stað þess að vera með hraðsuðuketil fyrir núðlusúpur o.þ.h.

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 16:21
af tveirmetrar
https://elko.is/dolce-gusto-eclipse-kaffivel-svort

Besta kaffivélin sem ég hef átt, og hylkin í þetta eru til út um allt.

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 17:48
af FriðrikH
Mæli líka með moccamaster eða bara alvöru espresso vél.
ekki taka þátt í þessu Kaffi-hylkja rugli. Kaffi á ekki heima í plasthylkjum.

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 19:42
af olihar
FriðrikH skrifaði:Mæli líka með moccamaster eða bara alvöru espresso vél.
ekki taka þátt í þessu Kaffi-hylkja rugli. Kaffi á ekki heima í plasthylkjum.


Nespresso er reyndar í álhylkjum sem eru svo endurunninn.

Þetta Dolce Gusto er í plastdollum.

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 19:55
af Andriante
Miðað við verð færðu besta kaffið úr Nesspresso, án nokkurs vafa. Bara vera duglegur að endurvinna hylkin.

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Mið 13. Jún 2018 20:29
af Tóti

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Þri 19. Jún 2018 12:23
af FriðrikH
olihar skrifaði:
FriðrikH skrifaði:Mæli líka með moccamaster eða bara alvöru espresso vél.
ekki taka þátt í þessu Kaffi-hylkja rugli. Kaffi á ekki heima í plasthylkjum.


Nespresso er reyndar í álhylkjum sem eru svo endurunninn.

Þetta Dolce Gusto er í plastdollum.


Það er ál og plast í nespresso vélunum sem er víst nánast ómögulegt að endurvinna. Nespresso hafa verið beðin um skýringar á því hvernig hylkin eru endurunnin, og það hefur víst verið frekar fátt um svör frá þeim.

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Þri 19. Jún 2018 12:52
af codec
Fyrir mína parta þá vill ég ekki sjá nespresso eða púða eða eitthvað svoleis. Mitt motto er "lífið er of stutt fyrir vont kaffi og vondan bjór" ;)

Kaffi fyrir mér á að vera ferkst, það má ekki líða of langur tími frá brennslu þar til það er drukkið. Passa að geyma á góðum stað passa að súrefni og raki komist ekki að því. Kaffibaunir þola ekki að um þær leiki súrefni lengur en í þrjár vikur og malað kaffi aðeins um nokkra klukkutíma, þá fer súrefnið að hafa áhrif á bragðgæði bollans. Baunir geymast eitthvað aðeins lengur því þær eru lokaðar.
Þess vegna skoða ég alltaf dagsetninguna á baunum sem ég kaupi og kaupi alltaf þær "nýustu" og helst aldrei baunir eldri en mánaðar gamlar ef ég kemst hjá því.

Mér finnst kaffi best ný malað og helst renna í gegnum góða espresso vél en gott uppáhellt, pressukönnu eða mokkakönnu kaffi getur líka verið æði. Það skiptir höfuðmáli að vera með góðar baunir.
Fyrir uppáhelt held ég geti tekið undir með þeim sem mæla með Moccamaster

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Þri 19. Jún 2018 14:19
af Dropi
Flutti inn Moccamaster frá þýskalandi fyrir 3 árum síðan, keypti líka góðann grinder í HT sem er eitthvað svaka fínn segir mér fróðara fólk um kaffi en ég. Í heildina kostaði þetta mikinn aur eða 45 þús fyrir Moccamasterinn og 12 fyrir grinderinn, en þetta eiga að vera mjög endingargóðar græjur.

Baunirnar fæ ég hjá local roaster og eins og sá fyrir ofan mig benti á þarf að athuga vandlega hvenær þær voru ristaðar. Ef ég kaupi þær beint af roaster eru þær alltaf splunku nýjar en það eru verslanir nær mér sem eiga þetta til en þá er það oft orðið 1-2 vikna gamalt, en ég finn ekki mikinn mun á því persónulega.

Fann meira að segja helvíti flotta mynd af akkúrat græjunni sem ég fékk mér
Mynd

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Sun 15. Júl 2018 11:17
af Viktor
Fékk þessa í gjöf frá tengdó. Elska hvað þetta er hrá og gamaldags framleiðsla.

Handsmíðað í Hollandi segja þeir ;)

Hún er svona 3 mínútur að sjóða 10 bolla. Minnsta mál í heimi að hella upp á 2 bolla, tekur ekki mikið lengri tíma en svona vélar sem hella uppá í stykkjatali. :megasmile

Re: Kaffi vél – Hvað á að kaupa?

Sent: Sun 15. Júl 2018 12:27
af Hjaltiatla
Ég mæli með Dolce Gusto, getur líka keypt fjölnota hylki og keypt malað kaffi (getur fengið fjölnota hylki à AliExpress ef þú villt spara og notað einnota kaffið sem spari)

Sent from my G8341 using Tapatalk