Síða 1 af 1

Ipad/iphone hreinsa an passw

Sent: Fös 04. Maí 2018 18:05
af glugginn
Hæ kæru vaktarar.

Er í vanda, er með iphone 4 (ja veit gamall) ekki notað lengi og man ekkert password inn í icloud.reikning og síma og ætlaði að eyða öllu til að geta notað hann (factory reset) en í því þarf maður altlaf lykilorðið.
Sá að maður getur hringt eða fengið iphone hjalp til að hringja i sig eða hringja í þa, en ekki hægt að senda e mail. Nenni ekki að vera hringja í erlend fyrirtæki eða gefa númer mitt og þannig.
Einhver sem veit hvað er hægt að gera án þess að þurfa kontakta iphone uti og án þess að downloada einhverju svik forriti (sá líka einhverjar leiðbeiningar um þannig þegar ég gúgglaði vandann.

Er svo með Ipad og sama vandamal þar ekki notað lengi og glatað leyniorði inn á icloud reikning og vildi factory reset-a til að geta startað upp á nýtt.
endinlega ef þú hefur lent í sama eða veist hvað hægt er að gera þygg ég hjálp.
kær kv

Re: Ipad/iphone hreinsa an passw

Sent: Fös 04. Maí 2018 19:05
af pepsico
Það er viljandi gert ómögulegt að nýta iPad eða iPhone sem maður hefur ekki aðgang að og getur ekki öðlast aðgang að til að sporna gegn þjófnaði.

Re: Ipad/iphone hreinsa an passw

Sent: Fös 04. Maí 2018 19:07
af Squinchy
Endursetja icloud password væri sterkur leikur því það fer eftir því hvaða IOS útgáfa var á tækinu hvort það sé læst á icloud reikning eða ekki.

Til að hreinsa allt og setja upp á nýtt sækir þú iTunes og googlar "How to DFU restore iphone", virkar fyrir bæði tækin.

Ef tækið er læst á icloud reikning þá endar þú aftur á þeim stað þar sem þú verður að setja inn icloud password þrátt fyrir restore