ZiRiuS skrifaði:Eitt sem ég skil samt ekki. Hvernig er hægt að dæma hann fyrir hypothetical fjárhagslegt tap (aldrei hægt að sanna það að einhverjir af þessum 8000 manns hefðu keypt áskrift af Skjá Einum ef hann hafi ekki deilt þessu) en svo er stundum ekki hægt að dæma nauðgara útaf það vantar sannanir...
https://www.landsrettur.is/domar-og-urs ... 50984579bbLANDSRÉTTUR Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en upptöku tölvubúnaðar.
Ákærði, Gunnar Magnús Halldórsson Diego, sæti upptöku á fartölvu, Toshiba Satellite, raðnúmer 7D197278S. Ákærði er sýkn af kröfu ákæruvaldsins um upptöku turntölvu, Cooler Master, raðnúmer CO6030805280.
Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins 945.358 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns, 930.000 krónur.
HÉRAÐSDÓMURD ó m s o r ð:
Ákærði, Gunnar Magnús Halldórsson Diego, sæti fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Ákærði sæti upptöku á Toshiba Satellite fartölvu, raðnúmer 7D197278S og Cooler Master turntölvu, raðnúmer CO6030805280.
Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar hrl., 1.222.640 krónur.
Ég get ekki séð að hann hafi hlotið neina refsingu umfram það að borga lögmanni sínum, 1,2 milljónir og áfrýjunarkostnað, 945 þús, eða nærri 2,2 milljónum. Sennilega ekki borgunarmaður hvortsem er, þannig að tapið er lögmannsins og ríkisins.
Hann missti einn laptop að virði líklega 50 þús í dag, veit ekki hver borgaði fyrir hann.
Ég get ekki séð neinar skaðabætur til SkjásEins né SagaFilm þarna. Dómurinn leggur greinilega ekkert mat á það, þó það sé aðilinn sem varð fyrir mesta tjóni, og refsingin gengur út á. Með réttu ætti viðkomandi að greiða kannski 10-20 milljónir í skaðabætur.
Hvenær er það orðin aðalrefsing í íslensku refsikerfi að borga lögmanni sínum fyrir vinnu sína?