Ég er aldrei loggaður inn í þessar þjónustur einsog facebook og google, nota alltaf sér glugga (private/incognito) fyrir það og loka honum eftir notkun, nota þetta af nauðsyn frekar en annað.
En svo sér maður að þeir eru með aðferðir að tracka þig þrátt fyrir það, þannig að þeir geta einhvernveginn fingerprintað þig og loggað notkun þannig.
Farsíminn er annað mál þar sem þú ert nauðbeygður að vera sífellt loggaður inn í þetta til að nota símann, sem ætti að vera bannað. Spurning hvort maður finni sér gamlan nokia síma.
Svo treystir maður því ekki að þeir virði þessar stillingar, privacy stillingar og location o.s.frv. Það er erfitt að treysta svona aðilum.
T.d. er Windows 10 martröð hvað privacy varðar. Það er bara ENGIN leið til að koma í veg fyrir að gögn um þig og þína notkun séu ekki send til Microsoft, nema bara að slökkva á tölvunni.
Þetta er svoldið bara einsog að vera í fangelsi þar sem eru fangaverðir sem fylgjast með öllu. Það er ekkert persónufrelsi lengur.
Svo smitast þessi dystópía, þessir hugsunarháttur að tracka allt, njósna um allt, yfir í allt annað í samfélaginu. T.d. eru tölvur sem starfsmenn fá frá fyrirtæki sínu, og farsímar, með innbyggð eftirlitstæki sem fyrirtækið hefur aðgang að. Þú getur ekki keypt þér sjónvarp í dag nema þau séu nettengd og sendi gögn um notkun til framleiðandanna.
Svo það versta er að þú veist ekkert hvernig öryggismálum er háttað hjá þessum aðilum. Þau gætu verið hökkuð á morgun og öllum viðkvæmustu gögnum um þig lekið á netið.
Það var ævintýralegt að heyra hvernig gögnum um sjúkrasögu íslendinga var komið til advania. Þarna er einkafyrirtæki út í bæ allt í einu komið með viðkvæmustu gögn um sjúkrasögu íslendinga.
https://www.personuvernd.is/efst-a-baug ... 017-1195-1Það er stigsmunur á því hvort opinber starfsmaður misnotar svona gagnasafn eða starfsmaður einkafyrirtækis. Opinber starfsmaður er held ég með miklu meiri ábyrgð og gæti fengið fangelsisdóm, en starfsmaður í einkafyrirtæki gæti mest orðið fyrir atvinnumissi og hugsanlega fengið skaðabótakröfu á sig.
Ef advania stendur sig ekki í stykkinu með öryggið á þessum gögnum, og þau leka út, þá er advania gjaldþrota daginn eftir, því skaðabótakröfur yrðu ansi margar. Ég skil ekki hví þeir tóku þetta að sér og þessa áhættu.