Síða 1 af 1

Þrívíddarprentun

Sent: Mán 02. Apr 2018 22:29
af Pandemic
Veit einhver hérna hvort og hvar það fáist plast í þrívíddarprentara hér á landi?
Svo væri líka gaman að heyra hvar fólk er að kaupa efnið í prentarana sína.
Langar að skoða hvað allt umstangið í kringum þetta er að kosta.

Re: Þrívíddarprentun

Sent: Þri 03. Apr 2018 00:57
af littli-Jake
Gaur sem vinnur með mér lendir svolítið í veseni með tollinn. Aðalega því þeir eru oft ekki vissir hvernig þeir vilja tolla þetta.

Re: Þrívíddarprentun

Sent: Þri 03. Apr 2018 01:42
af kubbur
keypti á sínum tíma í íhlutir, rúllan, sem var kíló, kostaði 5000 kr

Re: Þrívíddarprentun

Sent: Þri 03. Apr 2018 07:14
af Njall_L
Ég keypti minn 3D prentara í Íhlutum (Velleman Vertex) og hef alltaf keypt fillament þar sem er frá Velleman. Hef verið að kaupa PLA fillament í 1KG rúllum sem kosta langflestar tæplega 5.000kr m/vsk en verðið er breytilegt á milli lita.
Ég hef ekki ennþá prófað plast frá öðrum framleiðendum enda mjög sáttur við Velleman plastið. Ég skoðaði með að flytja þetta inn á sínum tíma en Íhlutir voru með gríðarlega samkeppnishæf verð, bæði á prentaranum og fillament svo ég endaði á að versla þar.

Re: Þrívíddarprentun

Sent: Þri 03. Apr 2018 08:10
af appel
Veit ekki hvort FAB LAB Reykjavík sé enn í gangi.

Þetta var síðast staðsett í fellunum. Þar gastu nálgast 3d prentara.

https://ja.is/kort/?type=aerial&x=36237 ... =1&jh=93.6

Líklega hægt að fá filament þar.

Re: Þrívíddarprentun

Sent: Þri 03. Apr 2018 08:37
af audiophile
Origo eru með þrívíddarprentara og filament í þá.

Re: Þrívíddarprentun

Sent: Fim 05. Apr 2018 20:07
af maddi
Hæ hæ,

ég kaupi allt mitt frá hinum og þessum vefverslunum erlendis, - ég var t.d núna að kaupa 6 rúllur af PLA filament frá Fillamentum, keypti í gegnum Spannerhands.co.uk sent með UPS, komið þaðan yfiirleitt 2 virkum dögum seinna, - Ég var að panta PLA Filament, með öllum gjöldum kostar 1KG rúlla 4.146 í þessari sendingu sem ég var að fá.
Það er dýrt að kaupa bara eina og eina rúllu, - en í svona magni, þá er þetta mjög hagstætt.

Varðandi töllinn, þá hef ég aldrei lent í neinum vandræðum með það', - þetta flokkast sem "Plastvörur" , tollskrárnúmer: 3926.9029 , - enginn töllur er, svo ég borga annars vegar þegar ég kaupi vöruna, og svo borga ég UPS þegar þeir afhenda, annars vegar virðisaukaskatt til tollstjóra, og hins vegar 1200kr v/ "umsjón v/ tollkrítar hraðs."

Ég hef pantað frá http://www.hawk3dproto.co.uk, http://e3d-online.com, http://matterhackers.com, http://spannerhands.co.uk, https://www.prusa3d.com/, http://dasfilament.de, http://rigid.ink, http://www.amazon.com , svona til að nefna það sem ég hef pantað undanfarið

kv. Marteinn

Twitter: @3dpiceland Youtube: https://www.youtube.com/3dpiceland