Hæ hæ,
ég kaupi allt mitt frá hinum og þessum vefverslunum erlendis, - ég var t.d núna að kaupa 6 rúllur af PLA filament frá Fillamentum, keypti í gegnum Spannerhands.co.uk sent með UPS, komið þaðan yfiirleitt 2 virkum dögum seinna, - Ég var að panta PLA Filament, með öllum gjöldum kostar 1KG rúlla 4.146 í þessari sendingu sem ég var að fá.
Það er dýrt að kaupa bara eina og eina rúllu, - en í svona magni, þá er þetta mjög hagstætt.
Varðandi töllinn, þá hef ég aldrei lent í neinum vandræðum með það', - þetta flokkast sem "Plastvörur" , tollskrárnúmer: 3926.9029 , - enginn töllur er, svo ég borga annars vegar þegar ég kaupi vöruna, og svo borga ég UPS þegar þeir afhenda, annars vegar virðisaukaskatt til tollstjóra, og hins vegar 1200kr v/ "umsjón v/ tollkrítar hraðs."
Ég hef pantað frá
http://www.hawk3dproto.co.uk,
http://e3d-online.com,
http://matterhackers.com,
http://spannerhands.co.uk,
https://www.prusa3d.com/,
http://dasfilament.de,
http://rigid.ink,
http://www.amazon.com , svona til að nefna það sem ég hef pantað undanfarið
kv. Marteinn
Twitter: @3dpiceland Youtube:
https://www.youtube.com/3dpiceland