Væntanlegir örgjörvar frá Intel árið 2005
Sent: Fim 03. Mar 2005 20:23
Núna í vikunni var viðburðurinn Intel Developer Forum haldinn.
Þar var mikið talað um örgjörva, og þá aðallega dual-core örgjörva, og hér ætla ég að segja frá þeim.
Í öðrum fjórðungi ársins 2005 koma fyrstu dual-core örgjörvarnir frá Intel. Þeir voru áður kallaðir Smithfield, en núna hefur komið í ljós að þeir heita Pentium D.
Í upphafi koma þeir í þremur útgáfum: 2.8GHz, 3.0GHz, 3.2GHz og verða tveir 90nm Prescott kjarnar á einum kubbi. Hver kjarni hefur 1MB L2 Cache. Báðir kjarnarnir deila sama 800MHz Front Side Bus. Örgjörvarnir verða með stuðning fyrir 64 bit. Þeir verða ekki með Hyperthreading.
Einnig ætla þeir að gefa út dual-core Extreme Edition örgjörva sem verður 3.2GHz, með 800MHz Front Side Bus og Hyperthreading.
Ekki verður hægt að keyra þessa örgjörva á 915/925 kubbasettunum en þeir keyra á s775.
Árið 2006 kemur Presler, sem er arftaki Pentium D(Smithfield), og verður 65 dual-core örgjörvi með 2MB L2Cache á hvern kjarna.
Í fyrri helming ársins 2006 gefa þeir út dual-core Pentium M örgjörva, sem er kallaður Yonah og er með 2MB L2 Cache sem er deilt yfir báða kjarnana. Sá örgjörvi á að þurfa svipað mikið rafmagn og Dothan örgjörvarnir. Yonah verður byggður á 65nm framleiðslutækni.
Intel maður sagði að með því að fjölga kjörnum í örgjörvunum myndi virkni örgjörva tífaldast á næstu fjórum árum.
Ég bíð mjög spenntur eftir dual-core örgjörvum, og eflaust mjög margir aðrir líka þar sem að þeir eiga eftir að vera mjög öflugir þegar það er búið að skrifa forrit til að nýta þá.
Ef þið viljið lesa nánar um það sem gerðist á Intel Developer forum þá bendi ég á þessar hérna síður, sem fjölluðu mjög vel um atburðinn.
http://www.anandtech.com
http://www.xbitlabs.com
Þar var mikið talað um örgjörva, og þá aðallega dual-core örgjörva, og hér ætla ég að segja frá þeim.
Í öðrum fjórðungi ársins 2005 koma fyrstu dual-core örgjörvarnir frá Intel. Þeir voru áður kallaðir Smithfield, en núna hefur komið í ljós að þeir heita Pentium D.
Í upphafi koma þeir í þremur útgáfum: 2.8GHz, 3.0GHz, 3.2GHz og verða tveir 90nm Prescott kjarnar á einum kubbi. Hver kjarni hefur 1MB L2 Cache. Báðir kjarnarnir deila sama 800MHz Front Side Bus. Örgjörvarnir verða með stuðning fyrir 64 bit. Þeir verða ekki með Hyperthreading.
Einnig ætla þeir að gefa út dual-core Extreme Edition örgjörva sem verður 3.2GHz, með 800MHz Front Side Bus og Hyperthreading.
Ekki verður hægt að keyra þessa örgjörva á 915/925 kubbasettunum en þeir keyra á s775.
Árið 2006 kemur Presler, sem er arftaki Pentium D(Smithfield), og verður 65 dual-core örgjörvi með 2MB L2Cache á hvern kjarna.
Í fyrri helming ársins 2006 gefa þeir út dual-core Pentium M örgjörva, sem er kallaður Yonah og er með 2MB L2 Cache sem er deilt yfir báða kjarnana. Sá örgjörvi á að þurfa svipað mikið rafmagn og Dothan örgjörvarnir. Yonah verður byggður á 65nm framleiðslutækni.
Intel maður sagði að með því að fjölga kjörnum í örgjörvunum myndi virkni örgjörva tífaldast á næstu fjórum árum.
Ég bíð mjög spenntur eftir dual-core örgjörvum, og eflaust mjög margir aðrir líka þar sem að þeir eiga eftir að vera mjög öflugir þegar það er búið að skrifa forrit til að nýta þá.
Ef þið viljið lesa nánar um það sem gerðist á Intel Developer forum þá bendi ég á þessar hérna síður, sem fjölluðu mjög vel um atburðinn.
http://www.anandtech.com
http://www.xbitlabs.com