Síða 1 af 1

Hleðslustöð fyrir lithium rafhlöður 18650

Sent: Þri 13. Mar 2018 22:12
af Viktor
Hæ,

Sallarólegur skrifaði:Já ég held ég nenni ekki að standa í þessu með borvélina, en ætla að fá mér svona hleðslu og nota þessar sellur í einhver Arduino eða Raspberry Pi prójekt :)

Takk fyrir svörin.



ég er með tvær um 10-15 ára gamlar rafmagnsborvélar sem eiga að vera í fínu standi, nema að rafhlöðurnar eru ónýtar og hleðslutækin líklega líka.

Önnur er 12V Hitachi og hin er 14.4V noname.

Ég er með nánast ónotaða Dell fartölvu með ónýtu móðurborði og er búinn að vera að lesa mig til um hvernig maður getur notað LI ION 18650 rafhlöður til þess að keyra svona 12V borvélar. Rafhlaðan sjálf inniheldur 6 svona sellur og er rated 11.1V svo það ætti að sleppa. Þarf ekki brjálað toruqe út úr þessu.

Langar að nota þessa Hitachi vél til þess að skrúfa skrúfur, ekki til þess að bora.

Er til einhver þægileg Lithium-Ion hleðslustöð á góðu verði, sem gæti hentað í svona DIY 12V drill battery?

Það er víst stórhættulegt að hlaða þessar rafhlöður svo allur er varinn góður.

Svipuð project: http://www.instructables.com/id/Cordles ... intenance/

Re: Hleðslustöð fyrir lithium rafhlöður 18650

Sent: Þri 13. Mar 2018 22:29
af jonsig
Getur örugglega hlaðið batteríin með stillanlegum spennugjafa með straumtakmörkun. Það væri ekkert vitlaust að láta hitanema í batteríið eða vörn því tengdu svo þú sprengir ekki gat á húsið hjá þér. Það er hægt að leika sér með blý- nicad og nimh batterí svona en lithium er ekki eins barnvænt.

Re: Hleðslustöð fyrir lithium rafhlöður 18650

Sent: Þri 13. Mar 2018 22:42
af Viktor
jonsig skrifaði:Getur örugglega hlaðið batteríin með stillanlegum spennugjafa með straumtakmörkun. Það væri ekkert vitlaust að láta hitanema í batteríið eða vörn því tengdu svo þú sprengir ekki gat á húsið hjá þér. Það er hægt að leika sér með blý- nicad og nimh batterí svona en lithium er ekki eins barnvænt.


Já, ég þarf greinilega að fara að bæta við rafgræjurnar.

Datt hinsvegar inn á þessa frábæru síðu: https://rafhlodur.is/product/hledslutae ... rettyPhoto

Þarna er meira að segja hægt að kaupa kit til að skipta um 2002 árgerð af Hitachi Ni-Mh sellum :-k Kostar reyndar 11þús.

Ótrúlegt að þetta sé til samt: https://rafhlodur.is/product/borvelaraf ... volt-30-ah

Re: Hleðslustöð fyrir lithium rafhlöður 18650

Sent: Þri 13. Mar 2018 23:05
af kizi86
mæli ekki með að notir batterí úr lappa í svona project. myndir frekar velja "high drainage" batterí, sem þola það að mikill straumur renni í gegnum þau. mæli með að googlir "thermal runaway" í 18650 batteríum, ef ert með batterí sem þola of lágt amper streymi, þá hitna rafhlöðurnar mikið og þá er MIKIL hætta á að batteríin springi. ef ætlar að fikta við þetta sjálfur, þá allaveganna mæli ég með góðum batteríum (t.d eins og þeim sem notaðar eru í vapes) eins og LG HG2 sem er 3000mAh og 20Amper. endast lengi og þola gott álag án þess að hitna mikið. Svona ferðatölvubatterí eru yfirleitt ekki meira en 900mAh og yfirleitt ekki nema 5-10Amper, semsagt mun bara skapa hættu að nota þau í svona dót

Re: Hleðslustöð fyrir lithium rafhlöður 18650

Sent: Mið 14. Mar 2018 13:17
af Viktor
Já ég held ég nenni ekki að standa í þessu með borvélina, en ætla að fá mér svona hleðslu og nota þessar sellur í einhver Arduino eða Raspberry Pi prójekt :)

Takk fyrir svörin.

edit: Keypti þessa fínu skrúfuvél fyrir 6900 kr. í Húsa, virkar fínt og er vel hönnuð:

https://www.husa.is/netverslun/verkfaer ... id=5245228