Síða 1 af 1

posar

Sent: Fim 08. Mar 2018 21:58
af isr
Hefur einhver reynslu af my pos posakerfi,sem er keyptur posi og engin mánaðargjöld, bara að spá hvort maður færi í leiguposa eða mypos.https://www.mypos.eu/is/

Re: posar

Sent: Fim 21. Jún 2018 14:24
af arnara
Er að spá í þetta sama....enginn sem þekkir þetta eða heyrt eitthvað af þessu ?
Sjá einnig http://www.posinn.is

Re: posar

Sent: Fim 21. Jún 2018 14:55
af Minuz1
Held að þú þurfir leyfi hjá kortafyrirtækjunum fyrir þessu.
Hef ekki græna glóru hvernig því er háttað.

Re: posar

Sent: Fim 21. Jún 2018 15:03
af arnara
Þetta ætti ekki að koma þeim neitt við þar sem þau sjá ekki um kortauppgjörið.
Færslurnar fara beint inn á "minn" myPos reikning.

Re: posar

Sent: Fim 21. Jún 2018 15:19
af Aperture
Starfa sjálfur í posageiranum þannig ég er ekki alveg hlutlaus, en finnst áhugavert að skoða gjaldskránna hjá mypos(Vel geymd undir FAQ hjá þeim, tók mig örlítinn tíma að finna þetta).
Sömuleiðis finn ég ekkert um færslugjöldin sem þeir rukka?

Re: posar

Sent: Fim 21. Jún 2018 17:12
af isr
Ég athugaði gjaldið hjá þeim og það er um 2 % semsagt tvöfalt á við hjá öðrum. Ég endaði hjá korta.

Re: posar

Sent: Fim 21. Jún 2018 19:41
af arnara
Gat verið :mad .... þá kemur þetta ekkert betur út þó maður eigi sjálfur posann.
M.v. mína veltu dekkar þessi hærri %-þóknun ca. posaleiguna sem maður borgar hérna heima sem er helv. hellingur, 70-80þús á ári. En takk fyrir upplýsingarnar.