Skv.
þessu þróast öll þessi mál út frá fornnorsku og er íslenskan og færeyskan þá væntanlega líkust upprunamálinu vegna einangrunar.
Meira að segja "lítil" einangrun getur með tímanum orðið til þess að tungumál þróast í sitthvora áttina og út frá hvoru öðru, sem dæmi má sjá mismunandi málvenjur á milli landshluta þótt þær málvenjur séu væntanlega vegna samfélagsáhrifa geta þær líka verið sökum erfða. Sem dæmi eru tungumál í miðafríku mjög óeðlileg þeim sem eru ættaðir úr germönskum tungumálasvæðum.
Þrátt fyrir tíðar siglingar víkinganna þá var Ísland töluvert einangrað þangað til að ísland var hernumið í seinna stríði. Ísland stundaði þó viðskipti út fyrir landssteinana fyrir þann tíma en það hafði minni menningaráhrif á fjöldann.
Aukin tenging landa á milli og aukin tungumálakennsla hefur og mun hafa mjög hröð áhrif á þróun tungumála, hraðar en hefur skeð áður. "Enskuslettur" verða með tímanum partur af tungumálinu hraðar og hraðar, áður vegna vestræns sjónvarps og í dag vegna internetsins.
Þeir sem eru ekki í takt við þróunina finnst hún óeðlileg og einn daginn mun okkar kynslóð væntanlega gráta hana. Sem dæmi þá hefur pabbi stundum kvartað undan enskuslettum þótt hann segi alltaf sjálfur "orange" en ekki appelsínugulur sem væri rétt þó að á stóra skalanum sé það nýyrði.