Þáttur Rúv um ljósleiðaravæðingu höfuðborgarsvæðisins
Sent: Þri 20. Feb 2018 22:42
Mér finnst þetta mjög áhugaverður þáttur um ljósleiðaravæðingu á höfuðborgarsvæðinu. Það er að sjá á þessum þætti að Síminn hafi veðjað á VDSL og síðar VDSL2 og tapað því veðmáli (þetta hefur gerst áður hjá Símanum þegar internetið kom fyrst til sögunar). Afleiðingin af því er að núna þarf Síminn að leggja nýja strengi til þess að bæta ljósleiðarasambandið hjá sér á höfuðborgarsvæðinu.
Það er afskaplega lítil ljósleiðaravæðing úti á landi, nema þar sem styrkur hefur komið til þess að leggja slíkan streng til sveitabæja sem eru án góðs internet sambands í dag. Það eru eftir því sem ég kemst næst engar áætlanir um að leggja ljósleiðara í þorp úti á landi um þessar mundir. Þar á frekar að keyra á VDSL2 eins lengi og hægt er.
Fréttaþáttur Rúv.
Það er afskaplega lítil ljósleiðaravæðing úti á landi, nema þar sem styrkur hefur komið til þess að leggja slíkan streng til sveitabæja sem eru án góðs internet sambands í dag. Það eru eftir því sem ég kemst næst engar áætlanir um að leggja ljósleiðara í þorp úti á landi um þessar mundir. Þar á frekar að keyra á VDSL2 eins lengi og hægt er.
Fréttaþáttur Rúv.