Búslóðaflutningar & tollmál
Sent: Mið 24. Jan 2018 15:36
Hæ!
Hefur einhver reynslu af því að flytja búslóð til Íslands eftir að hafa búið í útlöndum? Hef áhuga á að vita hvernig það virkar m.t.t. tolla. Varla þarf maður að telja fram alla búslóðina og borga 15% toll af verðmæti hennar?
Ég er fara að flytja heim til Íslands í sumar eftir sirka ársnám í Hollandi. Ég hef keypt sitt hvað af dóti hérna síðan ég flutti út, allt frá hversdagslegu smádóti upp í nokkra "dýrari" hluti. Verðmæti þess er allaveganna meira en það sem maður má taka tollfrjálst með sér heim eftir venjulega utanlandsferð.
Ég býst við ná að flytja allt dótið með mér í nokkrum innrituðum töskum í flugi. Ef það næst ekki bæti ég við einum eða tveimur kössum í pósti. Ég er ekki að fara að flytja ísskáp, eldavél, húsgögn eða neitt slíkt -- ég er sem sagt ekki að fara gámaleiðina.
Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort þetta sé allt tollskylt við heimkomuna? Þarf ég að telja fram hjólið, tölvuna, símann, úlpuna (ímnyduð dæmi) og borga toll af því? Og eftir því hvernig reglurnar eru, borgar það sig fyrir mig að nýta tækifærið og kaupa meira dót sem er ódýrara hér og flytja með heim? (Dót sem ég hefði annars keypt í náinni framtíð á Íslandi.)
Ekki ímyndað dæmi: Gæti ég keypt sjónvarp og flutt með heim? Hef t.d. verið að skoða eina gerð sem hefur uppgefna pakkningarþyngd rétt undir 20kg. Gæti ég innritað sjónvarp í upprunalegu umbúðum (með smá extra límbandi "just to be safe") í innritaðan farangur í flugi eða eru flugfélög með reglur gegn því?
Fyrirfram þakkir fyrir svör.
Hefur einhver reynslu af því að flytja búslóð til Íslands eftir að hafa búið í útlöndum? Hef áhuga á að vita hvernig það virkar m.t.t. tolla. Varla þarf maður að telja fram alla búslóðina og borga 15% toll af verðmæti hennar?
Ég er fara að flytja heim til Íslands í sumar eftir sirka ársnám í Hollandi. Ég hef keypt sitt hvað af dóti hérna síðan ég flutti út, allt frá hversdagslegu smádóti upp í nokkra "dýrari" hluti. Verðmæti þess er allaveganna meira en það sem maður má taka tollfrjálst með sér heim eftir venjulega utanlandsferð.
Ég býst við ná að flytja allt dótið með mér í nokkrum innrituðum töskum í flugi. Ef það næst ekki bæti ég við einum eða tveimur kössum í pósti. Ég er ekki að fara að flytja ísskáp, eldavél, húsgögn eða neitt slíkt -- ég er sem sagt ekki að fara gámaleiðina.
Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort þetta sé allt tollskylt við heimkomuna? Þarf ég að telja fram hjólið, tölvuna, símann, úlpuna (ímnyduð dæmi) og borga toll af því? Og eftir því hvernig reglurnar eru, borgar það sig fyrir mig að nýta tækifærið og kaupa meira dót sem er ódýrara hér og flytja með heim? (Dót sem ég hefði annars keypt í náinni framtíð á Íslandi.)
Ekki ímyndað dæmi: Gæti ég keypt sjónvarp og flutt með heim? Hef t.d. verið að skoða eina gerð sem hefur uppgefna pakkningarþyngd rétt undir 20kg. Gæti ég innritað sjónvarp í upprunalegu umbúðum (með smá extra límbandi "just to be safe") í innritaðan farangur í flugi eða eru flugfélög með reglur gegn því?
Fyrirfram þakkir fyrir svör.