Ábyrð á raftækjum.
Sent: Fim 04. Jan 2018 17:23
Keypti mér Thornet og Vander Bluetooth hátalara á black friday tilboði hjá Tölvutek rétt fyrir jól, sem er ekki frásögufærandi nema að BT missir stundum samband "ekkert alvarlegt" Enn aux er töluvert betra. Enn.... Átti leið framhjá Tölvutek og nefndi þetta við starfsmann á plani og hann bauð mér að koma með hann í skoðun og sagði síðan að ef að það finnist ekkert að hátalarum þá yrði ég rukkaður um 5500 fyrir skoðunargjald! Það sem ég vildi spyrja að er. Meiga þeir rukka þetta skoðunargjald ef hluturinn er ennþá í ábyrð? Finnst dáldið gróft að borga þetta, sérstaklega vegna þess að það er ekki í mínum hvort þeim finnist þetta vera galli eða ekki. Hef bara aldrei lent í því að fara með hlut í ábyrðarskoðun og hafa í hættu að þurfa borga fyrir það.