Síða 1 af 1

Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Mið 06. Des 2017 20:20
af ZiRiuS
Ég er að leita mér að veski fyrir helstu cryptocurrencyin sem eru í notkun í dag og eftir Google leit er ég engu nær. Það eru milljón veski til og enginn virðist vera sammála um sé best. Var nú að vona að eitthvað stæði uppúr.

Allavega einu kröfurnar mínar eru að ég vil ekki hafa þetta online veski og two factor öryggi væri kostur. Einnig kannski að þetta kosti ekki hálfan handlegg.

Hverju mæli þið með?

Re: Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Mið 06. Des 2017 20:51
af afrika
Prófaðu Cryptsy \:D/ enþa frekar salty að þessi gaur stal öllu þarna...

Ennnn þetta eru með vinsælari hardware wallets síðast þegar ég athugaði málið.
-> https://www.ledgerwallet.com/

-> https://trezor.io/

Re: Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Mið 06. Des 2017 21:01
af ZiRiuS
Ledger er eitthvað sem ég sá í þessari leit minni, en mér finnst rúmur 8þús fyrir byrjendaveski svolítið mikið commitment.

Re: Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Mið 06. Des 2017 21:24
af HarriOrri
Ég notaði Blockchain.info þangað til að ég ákvað að það væri peningsins virði að kaupa sér Ledger núna í haust. Lenti aldrei í vandræðum hjá þeim hjá Blockchain

Re: Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Mið 06. Des 2017 22:44
af mundivalur
Það er þá https://jaxx.io/ og eitthvað annað en man ekki hvað það var og þeir eru oft að bæta fleiri coins við
eða hér https://steemit.com/cryptocurrency/@mri ... n-overview

Re: Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Mið 06. Des 2017 22:50
af Klaufi
Var að panta ledger eftir að vera búinn að keyra core veski í nokkur ár..

Það skiptir engu máli hvað maður notar, maður treystir aldrei neinu 100% :)

Re: Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Fim 07. Des 2017 00:18
af olihar
afrika skrifaði:Prófaðu Cryptsy \:D/ enþa frekar salty að þessi gaur stal öllu þarna...

Ennnn þetta eru með vinsælari hardware wallets síðast þegar ég athugaði málið.
-> https://www.ledgerwallet.com/

-> https://trezor.io/


Nákvæmlega, átti 12 BTC á Cryptsy... Það eru 18 milljónir akkurat núna.

Re: Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Fim 07. Des 2017 00:37
af hallizh
Ledger, annars ekki nota jaxx ne neitt sem er ekki 100% open source

Re: Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Fim 07. Des 2017 00:55
af Squinchy
olihar skrifaði:
afrika skrifaði:Prófaðu Cryptsy \:D/ enþa frekar salty að þessi gaur stal öllu þarna...

Ennnn þetta eru með vinsælari hardware wallets síðast þegar ég athugaði málið.
-> https://www.ledgerwallet.com/

-> https://trezor.io/


Nákvæmlega, átti 12 BTC á Cryptsy... Það eru 18 milljónir akkurat núna.


Damn! Var sjálfur með ca 1,4 þarna

Re: Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Fim 07. Des 2017 13:19
af ZiRiuS
Vesen að maður þurfi mörg veski fyrir þetta ef maður ætlar í mismunandi currency mining :/

Re: Hvaða cryptocurrency veski mælir þú með?

Sent: Fim 07. Des 2017 18:19
af arons4
Trezor sennilega þekktasta hardware walletið og að auki er það open source.

En sama hvaða wallet þú velur þá ætti að vera segwit support og að auki ættu private keys alltaf að vera geymdir locally(ss ekki online wallets). Sá sem hefur lyklana hefur peninginn.

Hefur allt of oft skeð að einhver svona online wallets hafa verið compromised og allir tapað sínu. Síðast í gær var NiceHash hackað og tæplega 5000 BTC stolið. https://bitinfocharts.com/bitcoin/addre ... t6jh1mB4rq