Síða 1 af 2

rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 15:52
af Hjaltiatla
Howdi

Langaði að athuga hvort þið gætuð bent mér á gott námsefni í rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur sem er auðskiljanlegt fyrir aðila sem vill læra meira um rafmagn. Er aðallega að stússast með Rasperry pi,almennar tölvur , Arduino og öll helstu raftæki.
Hins vegar væri ágætt að fá betri almennan skilning í þessum fræðum og vill ég leita til ykkar rafmagns nördanna og eflaust getið þið bent mér í rétta átt.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 17:07
af asgeirbjarnason
Get ekkert sérstaklega mælt með ákveðnu námsefni en mæli mikið með að mæta upp í Fablab í FB fyrir allt svona fikt. Er búinn að vera þar að undanförnu að læra að lóða surface mount í fyrsta skipti, til að búa til stjórnplötu til að tengja LED panela við Raspberry Pi.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 17:08
af Hizzman
mér finst eins og youtube sé sæmilegt svar, án þess að hafa prófað er ég sannfærður um að ef þú leitar 'basic electronics' skilar það MÖRGUM ágætum niðurstöðum

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 17:19
af Hjaltiatla
asgeirbjarnason skrifaði:Get ekkert sérstaklega mælt með ákveðnu námsefni en mæli mikið með að mæta upp í Fablab í FB fyrir allt svona fikt. Er búinn að vera þar að undanförnu að læra að lóða surface mount í fyrsta skipti, til að búa til stjórnplötu til að tengja LED panela við Raspberry Pi.

Nice, þarf að skoða þetta betur.
Er með eitt project sem ég ætla að byrja á í næstu viku til að monitora hita og rakastig á server rack niðrí vinnu.
Arduino Temperature dashboard Er alveg þokkalega vel að mér í Hita og rakamálunum en vantar örlítið uppá þekkingu í rafmagnsfræðunum (er með sveinspróf í pípulögnum). Þeir eiga þessa íhluti í Miðbæjarradíó og kosta sirka 10-15 þúsund.

edit: þarf reyndar að kynna mér betur möguleikann á að fá send sms frá þessum Arduino Temperature dashboard server. Ef einhver hérna inni kveikir á perunni.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 17:39
af jonsig
Við í skólanum notuðum Bucky c++ youtube channelið til að koma okkur í gang hvað forritun varðar. Þó það sé forritað á microsoft studio þá er þetta keimlíkt arduino forritun í arduino compiler forritinu.

Ebay klónin arduino clónin koma flott út yfirleitt, finnst MBR original arduino vera frekar dýrt.
Þú hefur sjálfsagt tekið eftir að arduino notast mikið við library´s til að auðvelda alla forritun, en þú þarft allavegana base skilning á C forritun til að geta möndalað hinum og þessum librarys saman í eitt stórt fancy forrit.

Þú gætir alveg skráð þig í fablab í FB, en því miður er FB mjög góður RAFVIRKJA skóli og því ekkert sérlega mikið sniðugt þar í gangi hvað varðar rafeindatækni. Það er því miður bara tækniskólinn, HÍ og HR sem býður uppá eitthvað fancy í þeim efnum.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 17:51
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:Við í skólanum notuðum Bucky c++ youtube channelið til að koma okkur í gang hvað forritun varðar. Þó það sé forritað á microsoft studio þá er þetta keimlíkt arduino forritun í arduino compiler forritinu.

Ebay klónin arduino clónin koma flott út yfirleitt, finnst MBR original arduino vera frekar dýrt.
Þú hefur sjálfsagt tekið eftir að arduino notast mikið við library´s til að auðvelda alla forritun, en þú þarft allavegana base skilning á C forritun til að geta möndalað hinum og þessum librarys saman í eitt stórt fancy forrit.

Þú gætir alveg skráð þig í fablab í FB, en því miður er FB mjög góður RAFVIRKJA skóli og því ekkert sérlega mikið sniðugt þar í gangi hvað varðar rafeindatækni. Það er því miður bara tækniskólinn, HÍ og HR sem býður uppá eitthvað fancy í þeim efnum.


Takk fyrir svarið, akkúrat mann grunaði að flelst framhaldskólanám væri aðsniðið fyrir rafvikja.
Hef einmiitt tekið eftir því að Arduino notist mikið við Librarys, hef farið í gegnum C,C# og c++ forritun í gegnum árin og er þokkalega vel að mér í þeim efnum til að geta tækklað þessa basic arduino forritun. Server uppsetningin á Thingsboard data collection, processing og visualization,servernum ætti ekki að vera of mikið mál ef maður les sig til um efnið. Það sem mér finnst sitja eftir er að fá betri innsýn inní rafeindatæknina.
Reikna ekki með að þetta tiltekna verkefni eigi eftir að valda mér of miklum vandræðum en maður er að fara fikta með Rasperry pi - allskonar nema og python forritun þá væri gott að hafa einhverja uppfletti biblíu ef maður lendir á vegg.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 18:09
af jonsig
þú vilt ekki bara skrá þig í rafeindatækni 103? Mæli ekki með að gera það í FB. Annars er það bara google, og ef þú lendir á OP-amp eða mosfet þá er hellingur af útskýringum þarna á veraldarvefnum.

Annars voru ágætar bækur Analog – Hliðræn tækni I t.d. fínt referance. En held að maður þurfi að leika sér að reikna eitthvað til að fá raunverulegan skilning þá þessu þar sem rafmagn er jú bara stærðfræði.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 18:13
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:þú vilt ekki bara skrá þig í rafeindatækni 103? Mæli ekki með að gera það í FB. Annars er það bara google, og ef þú lendir á OP-amp eða mosfet þá er hellingur af útskýringum þarna á veraldarvefnum.

Annars voru ágætar bækur Analog – Hliðræn tækni I t.d. fínt referance. En held að maður þurfi að leika sér að reikna eitthvað til að fá raunverulegan skilning þá þessu þar sem rafmagn er jú bara stærðfræði.


Væri þetta námskeið eitthvað galið ?

http://www.tskoli.is/rafeindataekni-grunnur/

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 18:17
af jonsig
Já því ekki, kennarinn er Sigursteinn. Hann er mjög góður kennari í svona basic stuffi.
En..áður en ég gleymi ...
Ef þú ert að pæla í GSM module á arduino, þá virkar bara OEM skjöldurinn (20þús) og bara ein týpa af klóni sem ég veit um. (hef prufað nokkrar)
Samt ef þú vilt hafa eitthvað solid eftirlit á servernum þá myndi ég nota iðntölvu frekar, arduino er hugsað fyrir development, ekki 24/365 operation. Það á til að fokkast upp, sér í lagi sem duino hefur engar varnir fyrir ytri áhrifum.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 18:28
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:Já því ekki, kennarinn er Sigursteinn. Hann er mjög góður kennari í svona basic stuffi.
En..áður en ég gleymi ...
Ef þú ert að pæla í GSM module á arduino, þá virkar bara OEM skjöldurinn (20þús) og bara ein týpa af klóni sem ég veit um. (hef prufað nokkrar)
Samt ef þú vilt hafa eitthvað solid eftirlit á servernum þá myndi ég nota iðntölvu frekar, arduino er hugsað fyrir development, ekki 24/365 operation. Það á til að fokkast upp, sér í lagi sem duino hefur engar varnir fyrir ytri áhrifum.


Takk fyrir svarið, skoða þetta.

Þetta er í rauninni ekkert Datacenter dæmi heldur fyrirtæki sem þyrfti að fá einhvers konar umhverfisvöktun fyrir litla server rýmið sitt. ég myndi einfaldlega skipta græju út á X-ára fresti eftir þörfum. í Þessu tilfelli þá er einhver vöktun betri en engin, erum reyndar með mjög frumstæða vöktun eins og staðan er núna. En mun hiklaust skoða iðntölvu mál ef ég fer útí flóknari uppsetningu í framtíðinni. Aldrei að vita nema maður myndi einfaldlega pinga þig ef til þess kemur.

Hef einmitt séð alvöru iðtölvur í Action í datacenterum og það væri ekki leiðinlegt að komast í þannig búnað einn daginn (ef maður hefur þekkingu og treystir sér í þannig uppsetningar).

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 18:32
af asgeirbjarnason
Sammála jonsig þegar kemur að hitamælinum; ég myndi ekki nota heimaræktað fikthardware til að fylgjast með serverherbergi. Held reyndar að ég hafi séð þig minnast á að þú vinnir fyrir hótel, sem virðast eiga það til að vilja spara aðeins of mikið í tölvumálum, en ég myndi reyna að ýta á að kaupa eitthvað meira serverclass fyrir þetta verkefni. Óháð því líst mér mjög vel á sjálft verkefnið. Það er furðulega gaman að fikta í bittwidling og low level dæminu sem maður þarf að gera fyrir Arduino.

Ætla líka að benda á að Fablab er ekki beinlínis partur af FB né námskeið á þeirra vegum. Það er opið frumkvöðlasetur og fiktsvæði sem Reykjavíkurborg, FB og Nýsköpunarmiðstöð Íslands reka. Maður getur farið þangað og fengið hjálp við það að fikta en það er ekki beinlínis kennsla í gangi, svo maður fær engan víðtækan grunn og maður þarf mikið að hjálpa sér sjálfur.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 18:38
af jonsig
Þetta námskeið sem hann var að skoða getur örugglega komið honum til að fara rúlla niður brekkuna eins og snjóbolti, hann getur kíkt í Fab-lab samhliða því.
Sjálfur er ég hættur að nenna gera einhverjar custom prentplötur fyrir svona mini verkefni, kaupi bara ódýrar development plötur af ebay.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 18:47
af Hjaltiatla
asgeirbjarnason skrifaði:Sammála jonsig þegar kemur að hitamælinum; ég myndi ekki nota heimaræktað fikthardware til að fylgjast með serverherbergi. Held reyndar að ég hafi séð þig minnast á að þú vinnir fyrir hótel, sem virðast eiga það til að vilja spara aðeins of mikið í tölvumálum, en ég myndi reyna að ýta á að kaupa eitthvað meira serverclass fyrir þetta verkefni. Óháð því líst mér mjög vel á sjálft verkefnið. Það er furðulega gaman að fikta í bittwidling og low level dæminu sem maður þarf að gera fyrir Arduino.

Ætla líka að benda á að Fablab er ekki beinlínis partur af FB né námskeið á þeirra vegum. Það er opið frumkvöðlasetur og fiktsvæði sem Reykjavíkurborg, FB og Nýsköpunarmiðstöð Íslands reka. Maður getur farið þangað og fengið hjálp við það að fikta en það er ekki beinlínis kennsla í gangi, svo maður fær engan víðtækan grunn og maður þarf mikið að hjálpa sér sjálfur.


Jebb æ nó , erum með ágætis kæli unit frá Hitastýringu en við þurfum eflaust að setja kostnað upp í Excel hvað þetta varðar.

Erum með Pfsense Router uppsettan á Supermicro vélbúnað, Core Cisco Switch og HP búnað fyrir Vmware umhverfi sem væri leiðinlegt að myndi ofhitna (reyndar þurfum við ekki að spá í ábyrgðarmálum gagnvart vendor) og IPTv server. Þetta er uppsett í nýbyggingu og er ekkert of óvinveitt umhverfi.Búnaður myndi ekki stoppa ef kæliunit myndi einfaldlega stoppa en myndi pottþétt minnka endingu á búnaði til muna ef ekki er gripið inní eins fljótt og möguleiki er á.Btw vorum að færa okkur um set með tölvubúnaðinn þannig að þetta er allt saman í skoðun en mér langaði að koma þessu upp helst í gær (án þess að þurfa að fara í gegnum CFO).

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 18:50
af Hjaltiatla
Ef þið eruð með góðar lausnir í huga sem kosta ekki handlegginn. Þá eru eyrun og augun mín alveg opin fyrir ábendingu.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 19:01
af jonsig
Ruggeddino útfærsluna af arduino uno? Og halda sig við plan A?

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 11. Nóv 2017 19:04
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:Ruggeddino útfærsluna af arduino uno? Og halda sig við plan A?


Jamm, ég held að það sé þokkalega lending.

Enn og aftur, takk fyrir.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Mán 13. Nóv 2017 10:13
af linenoise
En aftur að upprunalega topicinu, þá eru fyrirlestrarnir hjá Pete hjá Sparkfun frábærir upp á skilning. https://www.sparkfun.com/videos#pete
Tutorialarnir eru mjög misjafnir, en koma sér oft ágætlega vel að efninu. https://learn.sparkfun.com/tutorials

Svo er fablab náttúrulega málið þegar maður er að fikta sig áfram. Allar græjur sem þú þarft.

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Mán 13. Nóv 2017 20:14
af russi
http://rafbok.is

Hér er gífurlegur sjóður af efni. Rafiðnaðarmenn hafa alltaf verið duglegir að halda efni til haga og skrá

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Þri 14. Nóv 2017 23:02
af Hjaltiatla
Takk fyrir góð svör.

Ég er allavegana búinn að Versla mér Arduino og íhluti í hitanema projectið mitt (skoða Ruggedino ef allt gengur vel). Keypti reyndar raspberry pi í leiðinni.
Mynd

Er búinn að henda upp thingsboard server í test lab umhverfi til að prófa virkni þegar ég hef sett Arduino borðið og íhlutina saman

Mynd

Reikna með að skoða rafeindafræðina betur þegar tími gefst :)

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Fim 16. Nóv 2017 19:05
af jonsig
úfff dýrir jumper cables!! keypti nokkur hundruð stk á nokkra $. Er þetta genuino uno?

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 18. Nóv 2017 18:58
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:úfff dýrir jumper cables!! keypti nokkur hundruð stk á nokkra $. Er þetta genuino uno?


Þetta var ekkert gefins 10 stkí pakkningu 959 kr í MBR, ákvað að fara þessa leið til að byrja með þar sem maður er að púsla þessu saman núna um helgina í þeim lausa tíma sem maður hefur. Jebb þetta er Intel Genuino 101,

Smá forvitni , hvar kaupir þú kaplana þína ? Aliexpress,ebay, Amazon ?

Mynd

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 18. Nóv 2017 19:29
af jonsig
keypt þá í knippum á ebay, kosta kúk og kanil. Lýta 100% eins út og þínir.

Nice tölva, gætir lent samt í veseni með 3.3V pin out voltage. En en pinnarnir þola 5V, svo þú getur látið tölvuna sink´a.(gefið jörð á pinna til að kveika)

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 18. Nóv 2017 19:35
af olafurfo
fyrir ýmsar sjónrænar útskýringar.
þessi síða kom mér skemmtilega á óvart. :megasmile

http://www.falstad.com/circuit/e-index.html

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 18. Nóv 2017 20:31
af Hjaltiatla
Smá núbba spurning varðandi að víra saman ESP8266 Wi-fi Module og staðsetningu á Beagle bordinu mínu Vs því sem er gefið upp á Arduino.cc project hub. Er btw búinn að prófa virkni á Arduino boardinu með blink test-i og allt virkar.

Svona lítur út Wiring schemað sem ég er að fara eftir
Mynd

Svona lítur Beagle boardið mitt og ESP8266 Wi-fi Module-inn minn.

Mynd

1) Var að velta fyrir mér þar sem ég er ekki að kveikja hvar vírar eiga að fara í Wi-fi Module-inn (í fljótu bragði). Anyone ?
2) Annað væri staðsetningin á hitanemanum á beagleboardinu mínu rétt í takt við Wiring scheme blueprint ef neminn er staðsettur í Röð "J" gati númer "8" á mínu beagleboardi ?

Re: rafmagns- og rafeindatækni.- fyrir byrjendur

Sent: Lau 18. Nóv 2017 22:29
af dori
Ertu að tala um breadboard? Skiptir engu máli hvar þú setur DHT22 á það, svo þarftu bara að tengja á rétta staði.

ESP8266 moduleinn er gerður til að lóða á prentplötu. Virkar ekki að setja svona jumper víra á hann. Það er náttúrulega ekkert mál að lóða þessa fimm víra sem þú þarft að tengja en ef þú vilt þá get ég látið þig fá ESP32 dev borð á 1500 kall og þá geturðu notað jumperana þína (sjá mynd). BTW þá er ESP8266 miklu öflugri tölva en Arduino og örugglega Genuino 101 líka og þú getur forritað hana með Arduino umhverfinu.

20171118_221928.jpg
20171118_221928.jpg (1.07 MiB) Skoðað 2268 sinnum