Þessi þráður er markleysa
Sent: Mán 30. Okt 2017 15:04
Er svo reiður að ég varð eiglega að stofna reikning hérna bara til þess að vara fólk við þessari ófagmannlegu skítabúllu. Sagan er þessi:
Fyrir mörgum vikum (hugsanlega 4-6, mann ekki akkúrat hvenar þetta rugl byrjaði) að þá byrjaði tölvan mín að bluescreena af og til, og þá oftast þegar ég var annað hvort í leikjum eða á youtube. Þótt að ég muni ekki 100% hvað bluescreen erroranir hétu að þá man ég það að þetta voru 2 errorar. 'Í þeim fyrsta stóð "error_memory management" eitthvað og í hinum "critical system corruption". Ég ákvað að fara með tölvuna á TRS á selfossi og láta skoða hana. Þar var mér sagt að móðurborðið væri bilað og að ég þyrfti nýtt. Því miður áttu þeir ekki móðurborð sem að hentaði tölvunni og því fór ég á netið og keypti eitt frá kísildal í staðinn og lét senda mér það. Eftir að ég var kominn með það fór ég með tölvuna og móðurborðið aftur til TRS og sögðu þeir að ég gæti sótt tölvuna aftur þegar þeir væru búnir að setja þetta up.
En þegar ég kom aftur til að sækja hana að þá sögðu þeir að nýja móðurborðið væri gallað og að ég þyrfti að bíða á meðan þeir væru að bíða eftir nýju borði frá kísildal til að koma í stað þess gallaða. Ok sagði og fór þá bara. Síðan kem ég aftur seinna og tek tölvuna heim með nýja borðinu. En af einhverjari ástæðu að þá er vesen með internetið og það virkar ekkert sama hvað ég geri. Pirraður fer ég á endanum aftur með tölvuna á TRS og þeir fá hana aftur. Síðan þegar ég kem aftur til þeirra að þá segja þeir að kísildalur HAFI ALDREI SENT NÝTT MÓÐURBORÐ OG AÐ ÞETTA "NÝJA" SÉ BARA ÞAÐ SAMA OG ÞAÐ SEM AÐ VAR SENT UPPHAFLEGA!!!
Gaurinn sem að aðstoðaði mig á TRS (mjög fínn gaur sem að ég hef bara góða hluti um að segja) sagðist hafa hringt í þá og þeir staðhæft að ekkert væri að borðinu og því sent það til baka þrátt fyrir fullyrðingar þessa TRS starfsmanns að það væri gallað. Við (ég og TRS starfsmaðurinn þar að segja) vorum báðir sammála því að þetta væri léleg þjónusta ef ekki bara vörusvik.
En sagan endar ekki þarna. Oh neips.
Ég fer þá með tölvuna alla leið til reykjavíkur til Kísildals. Þar tala ég við einhvern hrokkagik sem að virðist ekki hafa mikinn áhuga á minni sögu. Svona "I am so smart so I don't need to listen" týpu. Hann fullyrðir að ekkert sé að borðinu en ég skil samt tölvuna eftir hjá þeim svo að þeir geti gert bilanagreiningu. Daginn eftir hringja þeir og segja að 2 RAM kubbanir séu gallaðir og hafi verið fjærlægðir og að núna tölvan virki eðlilega. Á þessum tímapunti treysti ég þessum gaurum ekkert svakalega þannig að í staðinn fyrir að treysta þeim blint að þá fer ég með tölvuna aftur á TRS. Þar segi ég honum að kísildalur hafi sagt minnið gallað og segist honum finnast það mjög furðulegt þar sem að þeir hafi gert margar prófanir og þeir ekki fundið neitt af minninu. Hann tekur svo tölvuna og stingur henni í samband til að gá hvort að vandamálin sem að hann fann upphaflega séu horfinn núna fyrst að búið sé að fjærlægja þessa "gölluðu" RAM kubba. Þau eru það ekki og endurtekur hann sömu söguna og síðast og segir að móðurborðið hljóti að vera bilað. Ég hringi í kísildal með símanum mínum og rétti honum síman svo að hann geti talað við þá persónulega. Hann spyrt hvort að þeir hafi ekki örugglega gert almennilegar prófanir og svo framvegis og kísildalur fullyrðir það. Gaurinn endurtekur það síðan við kísildal að hann sé 90% viss um það að móðurborðið sé gallað en kísildalur vísar því á bug.
Síðan fer ég aftur á kísildal með tölvuna og segi að þetta virki ekki og endurtek það að móðurborðið hljóti bara að vera gallað. Núna loksins ákveða þeir að prófa það að skipta um móðurborð og gera það á staðnum. En eftir að þeir gera það að einhverjari ástæðu er windows eitthvað í fokki og þeir skilja ekki af hverju. Þeir taka aftur við tölvunni og ég fer heim (hafið það í huga að það er ekkert lítið mál fyrir mig að fara svona fram og til baka frá selfossi og reykjavík). Nokkrum dögum síðan hafa þeir aftur samband og segja núna að líklega hafi verið vírus inn á einum harðadiskinum sem að hafi verið með vesen. Búið sé að strauja tölvuna og reinstalla windows með nýju móðurborði og að allt virki núna. Síðan fæ ég tölvuna og fer með hana aftur á TRS til að gá hvort að þér séu ekki örugglega að segja satt. Ég og TRS gaurinn setjum hana í samband. Við þurftum ekki að eyða meira heldur en svona 5-10 min í tölvunni áður en við vorum búnir að fá 2 blue screens, þar á meðal þennan "memory management" error.
Núna var ég orðinn ekkert smá reiður og hringdi í kísildal og spurði þá hvort að þeir hafi ekki skipt um móðurborð sem að þeir fullyrða að þeir hafi gert (hvort að það sé satt hef ég ekki hugmynd um. En ætla nú samt ekkert að fullyrða neitt). Þegar ég heimta útskýringar að þá fer gaurinn eitthvað að blaðra um það að kanski sé eitthvað "eftir" af vírusinum eða eitthvað álíka eða að kanski sé þetta borð bara gallað eins og hitt. Eða að eitthvað sé að minninu (þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja hið svokallaða gallaða minni).
HVERSLAGS ÞJÓNUSTA ER ÞETTA EIGLEGA!!!!!!!!!
Ég hef ÁN GRÍNS bara ALDREI upplifað svona lélega þjónustu frá tölvuverkstæði/búð!
Og þetta ekki búið að vera ódýrt þetta bull frá kísildal...
móðurborð 20þ
2 bilanagreiningar 6þ
vírushreinsun 4.5þ
bensín fyrir ferðinar líklega sirka 6þ
25-30þ farinn í vaskinn...
Endilega látið það ógert að versla á þessum stað...
Fyrir mörgum vikum (hugsanlega 4-6, mann ekki akkúrat hvenar þetta rugl byrjaði) að þá byrjaði tölvan mín að bluescreena af og til, og þá oftast þegar ég var annað hvort í leikjum eða á youtube. Þótt að ég muni ekki 100% hvað bluescreen erroranir hétu að þá man ég það að þetta voru 2 errorar. 'Í þeim fyrsta stóð "error_memory management" eitthvað og í hinum "critical system corruption". Ég ákvað að fara með tölvuna á TRS á selfossi og láta skoða hana. Þar var mér sagt að móðurborðið væri bilað og að ég þyrfti nýtt. Því miður áttu þeir ekki móðurborð sem að hentaði tölvunni og því fór ég á netið og keypti eitt frá kísildal í staðinn og lét senda mér það. Eftir að ég var kominn með það fór ég með tölvuna og móðurborðið aftur til TRS og sögðu þeir að ég gæti sótt tölvuna aftur þegar þeir væru búnir að setja þetta up.
En þegar ég kom aftur til að sækja hana að þá sögðu þeir að nýja móðurborðið væri gallað og að ég þyrfti að bíða á meðan þeir væru að bíða eftir nýju borði frá kísildal til að koma í stað þess gallaða. Ok sagði og fór þá bara. Síðan kem ég aftur seinna og tek tölvuna heim með nýja borðinu. En af einhverjari ástæðu að þá er vesen með internetið og það virkar ekkert sama hvað ég geri. Pirraður fer ég á endanum aftur með tölvuna á TRS og þeir fá hana aftur. Síðan þegar ég kem aftur til þeirra að þá segja þeir að kísildalur HAFI ALDREI SENT NÝTT MÓÐURBORÐ OG AÐ ÞETTA "NÝJA" SÉ BARA ÞAÐ SAMA OG ÞAÐ SEM AÐ VAR SENT UPPHAFLEGA!!!
Gaurinn sem að aðstoðaði mig á TRS (mjög fínn gaur sem að ég hef bara góða hluti um að segja) sagðist hafa hringt í þá og þeir staðhæft að ekkert væri að borðinu og því sent það til baka þrátt fyrir fullyrðingar þessa TRS starfsmanns að það væri gallað. Við (ég og TRS starfsmaðurinn þar að segja) vorum báðir sammála því að þetta væri léleg þjónusta ef ekki bara vörusvik.
En sagan endar ekki þarna. Oh neips.
Ég fer þá með tölvuna alla leið til reykjavíkur til Kísildals. Þar tala ég við einhvern hrokkagik sem að virðist ekki hafa mikinn áhuga á minni sögu. Svona "I am so smart so I don't need to listen" týpu. Hann fullyrðir að ekkert sé að borðinu en ég skil samt tölvuna eftir hjá þeim svo að þeir geti gert bilanagreiningu. Daginn eftir hringja þeir og segja að 2 RAM kubbanir séu gallaðir og hafi verið fjærlægðir og að núna tölvan virki eðlilega. Á þessum tímapunti treysti ég þessum gaurum ekkert svakalega þannig að í staðinn fyrir að treysta þeim blint að þá fer ég með tölvuna aftur á TRS. Þar segi ég honum að kísildalur hafi sagt minnið gallað og segist honum finnast það mjög furðulegt þar sem að þeir hafi gert margar prófanir og þeir ekki fundið neitt af minninu. Hann tekur svo tölvuna og stingur henni í samband til að gá hvort að vandamálin sem að hann fann upphaflega séu horfinn núna fyrst að búið sé að fjærlægja þessa "gölluðu" RAM kubba. Þau eru það ekki og endurtekur hann sömu söguna og síðast og segir að móðurborðið hljóti að vera bilað. Ég hringi í kísildal með símanum mínum og rétti honum síman svo að hann geti talað við þá persónulega. Hann spyrt hvort að þeir hafi ekki örugglega gert almennilegar prófanir og svo framvegis og kísildalur fullyrðir það. Gaurinn endurtekur það síðan við kísildal að hann sé 90% viss um það að móðurborðið sé gallað en kísildalur vísar því á bug.
Síðan fer ég aftur á kísildal með tölvuna og segi að þetta virki ekki og endurtek það að móðurborðið hljóti bara að vera gallað. Núna loksins ákveða þeir að prófa það að skipta um móðurborð og gera það á staðnum. En eftir að þeir gera það að einhverjari ástæðu er windows eitthvað í fokki og þeir skilja ekki af hverju. Þeir taka aftur við tölvunni og ég fer heim (hafið það í huga að það er ekkert lítið mál fyrir mig að fara svona fram og til baka frá selfossi og reykjavík). Nokkrum dögum síðan hafa þeir aftur samband og segja núna að líklega hafi verið vírus inn á einum harðadiskinum sem að hafi verið með vesen. Búið sé að strauja tölvuna og reinstalla windows með nýju móðurborði og að allt virki núna. Síðan fæ ég tölvuna og fer með hana aftur á TRS til að gá hvort að þér séu ekki örugglega að segja satt. Ég og TRS gaurinn setjum hana í samband. Við þurftum ekki að eyða meira heldur en svona 5-10 min í tölvunni áður en við vorum búnir að fá 2 blue screens, þar á meðal þennan "memory management" error.
Núna var ég orðinn ekkert smá reiður og hringdi í kísildal og spurði þá hvort að þeir hafi ekki skipt um móðurborð sem að þeir fullyrða að þeir hafi gert (hvort að það sé satt hef ég ekki hugmynd um. En ætla nú samt ekkert að fullyrða neitt). Þegar ég heimta útskýringar að þá fer gaurinn eitthvað að blaðra um það að kanski sé eitthvað "eftir" af vírusinum eða eitthvað álíka eða að kanski sé þetta borð bara gallað eins og hitt. Eða að eitthvað sé að minninu (þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja hið svokallaða gallaða minni).
HVERSLAGS ÞJÓNUSTA ER ÞETTA EIGLEGA!!!!!!!!!
Ég hef ÁN GRÍNS bara ALDREI upplifað svona lélega þjónustu frá tölvuverkstæði/búð!
Og þetta ekki búið að vera ódýrt þetta bull frá kísildal...
móðurborð 20þ
2 bilanagreiningar 6þ
vírushreinsun 4.5þ
bensín fyrir ferðinar líklega sirka 6þ
25-30þ farinn í vaskinn...
Endilega látið það ógert að versla á þessum stað...