Síða 1 af 1
Spurning um nikótín vökva fyrir vape
Sent: Lau 14. Okt 2017 06:00
af Gemini
Ég hef verið að vapea núna í um hvað 3 ár og alltaf pantað bara frá Bretlandi án vandræða. Nú var þó tollurinn allt í einu að stöðva sendingu frá mér þar sem þetta var of mikið magn... Ég vapea um 5-6 ml (24mg) á dag og þeir segjast banna allt yfir 100 ml núna (pantaði 500ml). Held ég nenni varla að panta þetta á 2 vikna fresti svo ætlaði að forvitnast um hvað er gáfulegast að gera hérna á klakanum núna. Er fólk bara að kaupa nikótínlaust og blanda sjálfir? Ef svo er gæti einhver sent á mig skilaboð um hvar er hægt að kaupa nikótínið?
Re: Spurning um nikótín vökva fyrir vape
Sent: Lau 14. Okt 2017 16:13
af kizi86
síða á fb -
https://www.facebook.com/groups/996159420450684/ íslenskir e-juice kokkar, bara spyrjast fyrir um þar
mæli eindregið með því að prufa allaveganna að búa til vökva sjálfur. t.d
www.cloudhouse.is bjóða upp á svona oneshots þar sem þú bara mixar bragðefnum og blöndu af vg/pg og nic saman við (hægt að kaupa allt þar) ca 5-7000kr fyrir 500ml af tilbúnum vökva
Re: Spurning um nikótín vökva fyrir vape
Sent: Mán 16. Okt 2017 01:17
af Cozmic
Ég pantaði mér alltaf nikotínlausa vökva á netinu og blandaði nikotín í þá sjálfur, mjög auðvelt að redda sér nikotíninu hér á Íslandi. Hætti samt að nenna því
Re: Spurning um nikótín vökva fyrir vape
Sent: Mán 16. Okt 2017 13:08
af Gemini
Já þetta er bara stupid á svo marga vegu. Vilja frekar að fólk sé að fíflast með 100mg/ml nikótínvökva sem er actually orðinn hættulegur ef hann er að sullast á þig frekar en EU reglugerðar stuff sem er pretty safe.
Plús 11. gr. EES segir "Magntakmarkanir á innflutningi, svo og allar ráðstafanir sem hafa samsvarandi áhrif, eru bannaðar milli samningsaðila."
En já ef það er eitthvað sem ég hata mikið þá er það forsjárhyggja. Óttar Proppe að ákveða fyrir landann hvað honum þykir eðlileg notkun á vape....
Re: Spurning um nikótín vökva fyrir vape
Sent: Mán 16. Okt 2017 16:21
af ColdIce
Ég hef verið að kaupa af boss shots stundum, færð mikið magn þannig. Fer líka reglulega til Skotlands og tek helling með mér heim :p
Re: Spurning um nikótín vökva fyrir vape
Sent: Mán 16. Okt 2017 21:57
af kizi86
ColdIce skrifaði:Ég hef verið að kaupa af boss shots stundum, færð mikið magn þannig. Fer líka reglulega til Skotlands og tek helling með mér heim :p
mæli frekar með að kaupa allaveganna bragðefnin beint af
www.flavour-boss.co.uk .. miiiiiikið ódýrara þannig
sérstaklega ef kaupir meira en eina flösku í einu.. er að fá lítrann af tilbúnum vökva á svona 6-8000kr með 6mg/ml nic þannig....
Re: Spurning um nikótín vökva fyrir vape
Sent: Þri 17. Okt 2017 08:17
af Maniax
Verslaði hérna um daginn
http://boss-shots.is/ og er nokkuð sáttur bara. Fékk þetta keyrt uppí vinnu frítt líka
Endaði með 500ml á 6.300kr tæpar minnir mig