Síða 1 af 1

Erlendar greiðslu í heimabanka mögulegar?

Sent: Mið 13. Sep 2017 21:11
af Tiger
Fyrir hrun man ég að ég gat lagt inn hjá félaga mínum erlendis með swift og iban númmeri í heimabankanum mínum, tók 2-3 daga en var hægt.

Þetta er ekki hægt í Landsbankanum í dag eftir gjaldeyrishöft og ekki verið opnað fyrir það enn eftir að þau voru afnumin. Hef ekki agang að öðrum heimabönkum, vitið þið hvort þetta sé hægt í Arion eða Íslandsbanka?

Re: Erlendar greiðslu í heimabanka mögulegar?

Sent: Mið 13. Sep 2017 21:19
af agust1337
Já, arionbanki er með það, kostar kannski +1000, fer eftir landi samt. Minnir að ég borgaði eitthvað um 270 nok þegar ég senti pening til noregs.

Re: Erlendar greiðslu í heimabanka mögulegar?

Sent: Mið 13. Sep 2017 21:23
af Dúlli
Mamma gerir þetta hjá arionbanka, þarft að fara í persónu, fylla út eithvað blað sem gildir eingöngu í 6 mánuði og þarf að greiða fyrir hverja færslu eins og ágúst nefndi.

Re: Erlendar greiðslu í heimabanka mögulegar?

Sent: Mið 13. Sep 2017 21:49
af Viggi
En er ekki lang þægilegast núna að gera þetta í gegnum paypal? Kanski eithvað þak á því eða hærra millifærslugjald en bankarnir

Re: Erlendar greiðslu í heimabanka mögulegar?

Sent: Mið 13. Sep 2017 23:54
af Tiger
Takk fyrir.

Nei ekki hægt að greiða erlends námslán ofl með paypal :)

Re: Erlendar greiðslu í heimabanka mögulegar?

Sent: Sun 17. Sep 2017 01:16
af netkaffi
500 kr að greiða inn á íslenskt kreditkort af paypal

Re: Erlendar greiðslu í heimabanka mögulegar?

Sent: Sun 17. Sep 2017 09:46
af axyne
Ég er hjá Arionbanka, ég sótti um undanþágu hjá bankanum skömmu eftir að lögin tóku gildi þar sem ég var námsmaður, það hefur ekkert breyst hjá mér virkar ennþá.

Held það sé best fyrir þig bara að tala við bankann þinn.

Re: Erlendar greiðslu í heimabanka mögulegar?

Sent: Sun 17. Sep 2017 09:53
af Hizzman
símgreiðslur eru ódýrastar, ef þetta er gert í gegnum kort, paypal eða slíkt er gengið alltaf mjög óhagstætt, þe evra/dollar er mun dýrari ef þú kaupir eða mun ódýrari er þú ert að selja. Stundum er platað með 'no fee' en svo er gengið notað.

Re: Erlendar greiðslu í heimabanka mögulegar?

Sent: Sun 17. Sep 2017 11:35
af Viktor
Hizzman skrifaði:símgreiðslur eru ódýrastar, ef þetta er gert í gegnum kort, paypal eða slíkt er gengið alltaf mjög óhagstætt, þe evra/dollar er mun dýrari ef þú kaupir eða mun ódýrari er þú ert að selja. Stundum er platað með 'no fee' en svo er gengið notað.


Það er líka óhagstætt gengi í bönkunum, gjaldeyrir er bara eins og hver önnur vara, þú kaupir hana og selur hana dýrara. Annars myndi reksturinn ekki ganga upp.