Síða 1 af 2

Heimabankahugbúnaður og "væl yfir að ég fékk ekki yfirdrátt sem ég fékk með sömu skuldastöðu um daginn"

Sent: Mið 30. Ágú 2017 13:54
af netkaffi
Edit: almenn umræða um heimabankahugbúnað.

Mynd

Ég var að spyrja um fídus sem ég veit ekki betur en hafi verið öllum opinn. Allavega hafði hann verið í mínum heimabanka í einhver ár sennilega og ég notað allavega tvisvar á þeim tima, síðast bara fyrir einhverjum dögum.

Ég tók þá um 136.000 án þess að þurfa bíða. Það gerðist bara strax í heimabankanum. Ef ég hefði hinsvegar tekið yfir 136 þúsund þá hefði það þurft að fara í samþykktarferli.

Svo í gær var á fídus horfinn og kominn einhver slider sem rukkaði 750 krónur fyrir hvaða upphæð sem er og sagði að það færi í samþykktarferli sama hversu lítill yfirdráturinn væri.

Sem sökkar því að hitt var hægt að gera á sunnudagskvöldi og það kom strax í gegn.

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 14:10
af Baldurmar
Ha ?
Ertu að kalla bankann vangefinn afþví að það er ekki lengur hægt að fá samdægurs yfirdrátt ?

Eða finnst þér sá sem að svaraði þér vera vangefinn afþví að viðkomandi vildi fá kennitöluna þína til að athuga málið ?

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 14:11
af Klemmi
Kannski er þetta opið hjá ákveðnum notendum áfram án samþykktarferlis, út frá einhverju reikniriti, en þeir sem ekki uppfylla þau skilyrði þurfa að borga 750kr.- fyrir lánshæfismat sem þau kalla frá CreditInfo og er partur af samþykktarferlinu?

Ég veit ekkert hvernig þetta er, hef aldrei verið hjá Arion banka, en finnst þú nú kannski of pirraður út af því að þau hafi ekki svarað þér nákvæmlega eins og þú vildir... finnst nú bara ótrúlegt að þau hafi verið búin að svara þér strax kl. 9:36 morguninn eftir, óháð því hversu gott svarið er :)

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 14:22
af netkaffi
Baldurmar skrifaði:Ertu að kalla bankann vangefinn afþví að það er ekki lengur hægt að fá samdægurs yfirdrátt ?
Lastu ekki póstinn? Er að segja það var fídus, þú veist takki í tölvuforriti, sem var nýlega en hvarf svo.

Má vera að Klemmi hafi getið á rétta ástæðu samt. Við munum sennilega aldrei vita nema ég kynnist einhverjum starfsmanni þarna sem upplýsir mig um það.

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 14:26
af worghal
það gæti verið að hann þurfi kennitöluna þína til að athuga hvort þú sért kominn í einhverja grúppu sem þarf að borga svona gjald eða þurfa að fá samþyggi.
Mér dettur alveg í hug að bankinn væri með þannig kerfi að "power users" á yfirdrætti færu í slíkann flokk.

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 14:30
af netkaffi
Það er alveg sjálfgefið að það geta verið margar ástæður fyrir því að takki hverfur úr heimabankanum mínum.

Það er ekki það sem þetta snýst um. Það sem þetta snýst um er að hún lætur eins og að ég hafi verið að spyrja "Má ég fá yfirdrátt?"

ÉG VAR AÐ SPYRJA UM BREYTINGAR Á FORRITI. Ef hún má ekki svara því þá getur hún sagt "Mér er ekki heimilt að svara um einstaka valkosti í heimabankanum." S.s. svarað spurningunni minni samt.

Það er örugglega til heiti fyrir svona í einhverri customer-care bókinni. Að svara spurningu eins og að ég hafi verið að spyrja að öðru.

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 15:12
af Storm
Það er ekkert mál að láta heimabankann þinn sýna þér eða fela takka út frá td. lánshæfi/tíma frá síðasta tékki. Vefsíður eru ekki festar í stein, það er ekkert mál að láta þjónustuvefi sýna eingöngu þær þjónustur miðað við það sem viðskiptavininum býðst.
Hversu stúpid væri td. að hafa þennan fítus sem þú ert að spyrja um fyrir þá sem eru með hræðilegt lánshæfi/kreditsögu?
Þetta væri þá bara useless takki sem myndi bara vefjast fyrir viðskiptavininum og orsaka óþarfa vesen og óánægju.

Starfsmaðurinn þarf kennitölu til þess að gefa þér rétt svar. Möguleikarnir eru tveir:
Þú stenst ekki lánshæfi eða þarft að fara í tékk hjá Creditinfo
Fítusinn er bilaður/böggur í viðmóti að orsaka vandamálið.

Í báðum tilfellum þarf starfsmaðurinn kennitölu til að komast að því hvað sé að og gefa þér réttar upplýsingar.
þú yrðir pottþétt ennþá pirraðri ef þú værir með fullkomna kreditsögu og nýbúinn að fara í tékk hjá Creditinfo en starfsmaðurinn segði án þess að kanna málið betur að lánshæfi væri vandamálið, en svo í raun og veru væri það viðmótið í heimabankanum sem væri bilað eða búið að slökkva tímabundið á þjónustunni vegna bilunar.
Að lokum er mín tölvupóstareynsla sú að ég þurfi alltaf að gefa upp kennitölu í öllum tilfellum, þó ég hafi áður sent annað erindi úr sama póstfangi.
Er þó hjá öðrum banka.

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 15:19
af wicket
Vangefin viðbrögð við tölvupósti frá arionbanki@arionbanki.is gæti einhver hugsað.

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 15:53
af netkaffi
Margir hérna ekki að ná þessu. Ég er ekki að tala um hide/show flipa. Ég er að tala um uppfærslu á heimabanka---í raun software update---og removal of features.

Sem er það sem ég var að spyrja arionbanki@arionbanki.is um.

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 16:02
af netkaffi
Hvernig getur svarið fyrir ofan mig verið að fá upvotes? Mikið af meðvirkum íslendingum.

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 16:10
af elight82
Fæ oft mjög skrýtin svör úr þjónustuverinu hjá þeim. Þannig að ég skil alveg að þú sért pirraður, ert að spyrja um eitt og færð svar við öðru. En svona eru bankarnir, þeir gera bara það þeim sem sýnist og starfsfólkið þeirra er misjafnt.

P.S.: Bankanum þínum er sama um þig.

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 16:29
af netkaffi
wicket skrifaði:Vangefin viðbrögð við tölvupósti frá arionbanki@arionbanki.is gæti einhver hugsað.

Hvernig þá? Ertu með einhver rök?

Hvað nákvæmlega á að vera vangefið við mín viðbrögð?

Ég 1. spyr um hvort að fídus hafi verið tekinn út 2. fæ svar eins og að ég hafi verið að spyrja að öðru.


Þetta er bara almenn fyrirspurn, "Er X hægt í Y hugbúnaði Z fyrirtækis?"

Hvernig getur einhver sidað með bankanum í því að svara ekki bara beint "Við gefum ekki upp þær upplýsingar." eða "Við veitum einungis samstundis yfirdrátt ef viðkomandi er með jákvæða lánastöðu."

Ég er ekki einu sinni í slæmri skuldastöðu. Skulda minna en allir sem ég þekki og ég þarf ekki yfirdráttinn, ætlaði bara að leyfa mér auka munað. Fékk hann samstundis um daginn og svo var graphic user interface/notendaviðmót öðruvísi í gær. Má vel vera að þau hafi sett mig í annað group.

Ég er búinn að fá skárra svar núna frá Arion, einhver fattaði hvað ég væri að spyrja að kannski eða þau tóku sig til í almennilegheitum.

En að svarið þarna uppi er komið með 6 upvotes er UFO.

Re: Vangefið svar frá arionbanki@arionbanki.is

Sent: Mið 30. Ágú 2017 16:30
af vesi
[quote=
Nei nei, þau bara spyrja um kennitölu af því ég vildi vita um almennan fídus í almennu kerfi? Gef þá kennitölu því ég hef ekkert að fela hvort sem, er í raun bara að spyrja um system feature, þá svarar hún bara að mér hafi verið hafnað en hunsar allan tímann að ég væri að spyrja hvort þau væru hætt með áðurnefndan feature.

Viðbjóður.[/quote]

Varstu ekki spurður um kennitölu svo hægt væri að rukka þig fyrir að spyrja..

maður spyr sig :megasmile

Re: arionbanki@arionbanki.is svarar annari spurningu en spurt er að, takk fyrir 0

Sent: Mið 30. Ágú 2017 16:39
af netkaffi
Nákvæmlega.

Re: arionbanki@arionbanki.is svarar annari spurningu en spurt er að, takk fyrir 0

Sent: Mið 30. Ágú 2017 16:50
af netkaffi
Sennilega hefur að ég notaði orðið "vangefið" triggerað einhverja.

Ég er íslenskunörd og "vangefið svar" þýðir bara/helst að það var ekki vel gefið svar.

Ég veit að í late modern íslensku er þetta orð notað eins og að maður sé að meina "þú ert fatlað fífl." (Hvað sem það er.)

En að mínu mati þýðir orðið helst þetta: From van- (“too little, short of, lacking in”) +‎ gefinn (“given”), the past participle of gefa (“to give”). Confer vel gefinn (“literally ‘well given’; intelligent”) and illa gefinn (“literally ‘badly given’; unintelligent”).

S.s. bara önnur leið á að segja að það vantaði upp á þetta svar. Þeas. að það vantaði upp á að það væri viðeigandi.

Ég hefði getað sagt "Lélegt/ekkert svar frá arionbanki@arionbanki.is" En hvers á sérvitringur í tungumálum að gjalda?

Re: arionbanki@arionbanki.is svarar annari spurningu en spurt er að, takk fyrir 0

Sent: Mið 30. Ágú 2017 17:02
af Nariur
netkaffi skrifaði:Sennilega hefur að ég notaði orðið "vangefið" triggerað einhverja.

Ég er íslenskunörd og "vangefið svar" þýðir bara/helst að það var ekki vel gefið svar.

Ég veit að í late modern íslensku er þetta orð notað eins og að maður sé að meina "þú ert fatlað fífl." (Hvað sem það er.)

En að mínu mati þýðir orðið helst þetta: From van- (“too little, short of, lacking in”) +‎ gefinn (“given”), the past participle of gefa (“to give”). Confer vel gefinn (“literally ‘well given’; intelligent”) and illa gefinn (“literally ‘badly given’; unintelligent”).

S.s. bara önnur leið á að segja að það vantaði upp á þetta svar. Þeas. að það vantaði upp á að það væri viðeigandi.

Ég hefði getað sagt "Lélegt/ekkert svar frá arionbanki@arionbanki.is" En hvers á sérvitringur í tungumálum að gjalda?

Mynd

Ætli hún hafi ekki bara misskilið spurninguna.
Í þeim tilfellum ítrekar maður bara spurninguna og fær oftast svarið sem maður var að leita að.
Þannig virka mannleg samskipti stundum.

Að fara strax á spjallborð og væla yfir því og kalla það vangefið eru frekar "vangefin" viðbrögð.

Re: arionbanki@arionbanki.is svarar annari spurningu en spurt er að, takk fyrir 0

Sent: Mið 30. Ágú 2017 17:08
af netkaffi
Væla? Þú ert frekar vangefinn sjálfur að kalla þetta væl. Eru þá öll slæm reviews á tripadvisor væl? Eða á Google Reviews? AirBnB? Vegna þess að það er svipað kvart þar, "bað um X, fékk Y". Hún misskildi mögulega ekki spurninguna því ég hef lent í mjög svipuðum aðstæðum með loðin svör frá bönkum áður sem passa við þetta pattern. Svona "reynum að segja sem minnst." Ég fór ekkert að "væla strax", þetta má vera að ég hafi oft lent í svipuðu mynstri frá þeim áður. Nb. þá hef ég yfirleitt verið toppánægður með þjónustuna frá Arion. Hvað ertu eitthvað á móti því að svona sé rætt?

Það er enginn að neyða þig til að lesa svona pósta. Af hverju ertu að væla yfir því að ég sé að kvarta á netinu?

Gaf Nonnabita 1 stjörnu nýlega því það var látið mig fá ostborgara þegar ég pantaði bacon. Hann var líka þurr. Er komið meira væl?

Re: arionbanki@arionbanki.is svarar annari spurningu en spurt er að, takk fyrir 0

Sent: Mið 30. Ágú 2017 17:22
af netkaffi
Ég hafði sent annan tölvupóst þar sem ég útskýrði mál mitt áður en ég fékk lélega/vangefna svarið sem varð til þess að ég fór að "væla." Það var ekki fyrr en eftir nokkra tölvupósta sem þau svöruðu því næstum beint þessu sem ég spurði fyrst að.

Áður en einhver flugan bendir á að spjall.vaktin.is sé ekki Google Reviews, þá er þetta á spjallsvæði sem stendur "allt utan efnis" og þetta er verðvaktarsíða með hugbúnaðarumræðu. Mér datt bara í hug að venta smá til gamans því ég fíla ekki loðin svör eða trick svör frá fyrirtækjum eða neinum nema það sé í gríni. Ég hélt að kannski gæti komið út úr þessum þræði einhver skemmtileg umræða um heimabankahugbúnað eða hvað sem er tengt slíku. Eins og gerist oft ef maður "vælir" einhverstaðar. BTW hvað er að heima hjá fólki sem ásakar fullorðna menn um að væla?

Re: arionbanki@arionbanki.is svarar annari spurningu en spurt er að, takk fyrir 0

Sent: Mið 30. Ágú 2017 17:27
af Revenant
Þú gerir þér grein fyrir að þú ert að tala við þjónustufulltrúa sem hafa ekkert með netbankann að gera.
Þeir ákvarða ekki hvaða fídusar eru í netbankanum eða hvað þeir kosta mikið.

Re: arionbanki@arionbanki.is svarar annari spurningu en spurt er að, takk fyrir 0

Sent: Mið 30. Ágú 2017 17:28
af netkaffi
Nei, hún getur þá bara sagt það eða vísað mér á einhvern sem er hæfur til að svara.

Re: arionbanki@arionbanki.is svarar annari spurningu en spurt er að, takk fyrir 0

Sent: Mið 30. Ágú 2017 17:29
af netkaffi
Ég actually hélt að það væru bara breytingar á heimabankanum. Bara basic question.

Re: Heimabankar

Sent: Mið 30. Ágú 2017 17:35
af netkaffi
M.a. af því það hafa verið tíðar breytingar nýverið.

Mynd

Re: Heimabankar

Sent: Mið 30. Ágú 2017 17:40
af ColdIce
Þetta var hægt fyrir hrun og þekki ég þónokkra sem gerðu sér grikk með að falla í þessa holu.

Eftir hrun þá bremsuðu bankar á útlán og svona möguleikar voru stöðvaðir, eins og með kennitölulánin og fl og fl.

Basically: eftir hrun var þetta tekið af.

Re: Heimabankar

Sent: Mið 30. Ágú 2017 17:50
af Revenant
Það er ekki auðskilið útfrá tölvupóstinum sem þú sendir að þú ert að spyrja um hvort að fídus X sé ekki lengur til staðar í netbankanum (eða kosti ekki neitt).
Miklu frekar að þú hafir lent í vandræðum að hækka yfirdráttinn í netbankanum og þessvegna spyr Arion um kennitölu (til að geta hjálpað þér)

Re: Heimabankar

Sent: Mið 30. Ágú 2017 17:52
af netkaffi
Ég var að taka svona umsóknarlaust samstundis lán (yfirdrátt) í nákvæmlega þessum heimabanka bara fyrir einhverjum dögum. 30 dögum.