Síða 1 af 1

Vantar hugmyndir að tölvuaðstöðu.

Sent: Sun 20. Ágú 2017 17:35
af Black
Halló, mig vantar smá aðstoð með tölvusetupið hjá mér. Var kominn með aðstöðu sem ég var mjög ánægður með en svo flutti ég og þurfti að gera smá breytingar.Eins og staðan er núna þá hengdi ég plötu á vegginn og gerði gat fyrir snúrur, ég ætla að leggja stokk fyrir snúrurnar og koma fjöltenginu fyrir þannig þær sjáist ekki. Það sem mig vantar uppá er pláss til að geyma allt draslið mitt á.Góða skúffur eða hillur eins með væri ég til í að hafa tölvunna á smá stalli svo hún sé ekki að ryksuga gólfið hjá mér. Hvernig mynduð þið snúa ykkur í þessum málum. Væri fínt að fá einhverja linka á góðar hillur og dót :)
Já og routerinn kemur ekki til með að vera þarna sem hann er.
Mynd
Mynd

Re: Vantar hugmyndir að tölvuaðstöðu.

Sent: Sun 20. Ágú 2017 17:45
af Viktor
Væri mjög sniðugt að græja svona festingu fyrir tölvuna og setja bara hillu upp fyrir ofan borðið - eins og borðið er sett upp.

Festing eins og á skrifstofum, svo það sé auðveldara að skúra og ryksuga t.d.:

Mynd

Mynd

Re: Vantar hugmyndir að tölvuaðstöðu.

Sent: Sun 20. Ágú 2017 17:59
af worghal
rgb all the things!

Re: Vantar hugmyndir að tölvuaðstöðu.

Sent: Sun 20. Ágú 2017 19:27
af Black
Sallarólegur skrifaði:Væri mjög sniðugt að græja svona festingu fyrir tölvuna og setja bara hillu upp fyrir ofan borðið - eins og borðið er sett upp.

Festing eins og á skrifstofum, svo það sé auðveldara að skúra og ryksuga t.d.:

Mynd

Mynd


Já nákvæmlega, mér var líka búið að detta í hug hvort ég ætti að setja litla hillu og festa upp með vinklum á vegginn fyrir tölvuna en idk.