Spurning um ljós

Allt utan efnis

Höfundur
Raskolnikov
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Spurning um ljós

Pósturaf Raskolnikov » Mið 02. Ágú 2017 12:38

Sæl, er að leitast eftir smá ráðleggingum varðandi loftljós

Mig vantar ljós í stofuna hjá mér, hún er tæplega 30 fm. Langar eiginlega ekki í venjuleg loftljós. Er að velta fyrir mér loftljós á braut, eins og þetta:

https://www.ikea.is/products/37264#

Ætli tvö stykki af þessu á öndverðum stað í stofunni myndu duga til að fá viðunandi lýsingu ef hverjum kastara yrði beint á strategískan stað? Þar sem ég hef enga reynslu af kösturum þá er ég að spá hvort að birtan af þeim sé nokkuð of fókuseruð, þ.e. að þetta sé bara bjart "spotlight" sem lýsir "í beinni línu" og myndi ekki lýsa heildarrýmið með viðunandi hætti. Perurnar í þetta eru led 400 lúmen.



Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Reputation: 32
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um ljós

Pósturaf Urri » Mið 02. Ágú 2017 15:24

Er rafvirki og hef sett upp slatta af ljósum...
Persónulega finnst mér allt þetta spotlight og downlight virkilega mikið crap þar sem ég hata "mikla lýsingu á einum stað" eins og þessir gera.
400 lúmen er nú ekkert svakalega mikið en það verður líklega ekki dimmt hjá þér ef þú setur a.m.k. 2 svona (þ.e.a.s. 6 ljós). En það fer líka mikið eftir því hvernig stofan þín er hönnuð og hvar þú villt hafa lýsinguna t.d. ekki beint á sjónvarpið eða í sófann.

Persónulega finnst mér dreifð lýsing margfalt betri... er einmitt sjálfur að leita mér að lýsingu sem ég er sáttur með en hef ekki fundið enþá fyrir mína stofu. ætli maður sé ekki of kröfuharður ;)


Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Spurning um ljós

Pósturaf dori » Mið 02. Ágú 2017 15:59

Ég hata svona kastara. Alltaf of lítil birta í heild og stundum of mikil birta þar sem þeim er beint.

Ég er með sirka svona ljós í stofunni: http://www.sminor.is/heimilistaeki/voru ... s/vinranka

3x perur þannig að það er hægt að fá mjög mikið ljós úr þessu sem dreifist vel og svo er þetta hengt upp á krók úr dósinni þannig að það er þægilegt að setja upp.