Síða 1 af 1
Vírusvörn fyrir eldri tölvur
Sent: Mán 10. Júl 2017 14:00
af sunna22
Halló ég er að strauja nokkrar fartölvur. Þetta eru svona eldri týpur. þær eiga að fara í skóla og heimili fyrir munaðarlaus börn. Í Afríku Þannig að öll forrit þurrfa vera frí. Ég hef set upp t.d Apache OpenOffice. En nú vantar mig góða fría vírusvörn og fl góð forrit sem þið vitið um. Þarf að vera auðveld þar sem mörg börn og unglingar vita ekki hvað tölva er.
Re: Vírusvörn fyrir eldri tölvur
Sent: Mán 10. Júl 2017 14:05
af Klemmi
Hvaða stýrikerfi er á tölvunum?
Re: Vírusvörn fyrir eldri tölvur
Sent: Mán 10. Júl 2017 14:14
af sunna22
Það er windows 7 á öllum.
Re: Vírusvörn fyrir eldri tölvur
Sent: Mán 10. Júl 2017 14:19
af Klemmi
Þá myndi ég nú bara mæla með
Microsoft Security Essentials. Það virkar fínt, er frítt fyrir löglegar útgáfur af Windows 7, lendir aldrei í því að þurfa að endurnýja. Flestar fríar vírusvarnir láta þig endurnýja leyfið á 1-2 ára fresti, þar sem þær vilja að þú sjáir þér hag í því að greiða fyrir hugbúnaðinn á endanum.