Síða 1 af 1

Laun Kerfisstjóra

Sent: Lau 08. Júl 2017 18:53
af RamminnInn
Góðan dag

Ég er í smá vandræðum. Mér var boðið starf sem Kerfisstjóri hjá stóru Íslensku fyrirtæki. Kláraði kerfisstjórabraut hjá Promennt fyrir áramót en hef ekki unnið við það.
Hver í ósköpunum eru launin í dag ? Ég hef leitað mikið á netinu, en ég veit ekki hvaða væntingar ég á að hafa

Hvað ég á að biðja um í byrjendalaun
Og hvernig er launaþróun ? T.d. ef maður er með MCSA


Veit að þetta er viðkvæmt málefni fyrir marga, en þætti vænt um að vita trendið

Re: Laun Kerfisstjóra

Sent: Lau 08. Júl 2017 19:01
af russi
RamminnInn skrifaði:Góðan dag

Ég er í smá vandræðum. Mér var boðið starf sem Kerfisstjóri hjá stóru Íslensku fyrirtæki. Kláraði kerfisstjórabraut hjá Promennt fyrir áramót en hef ekki unnið við það.
Hver í ósköpunum eru launin í dag ? Ég hef leitað mikið á netinu, en ég veit ekki hvaða væntingar ég á að hafa

Hvað ég á að biðja um í byrjendalaun
Og hvernig er launaþróun ? T.d. ef maður er með MCSA


Veit að þetta er viðkvæmt málefni fyrir marga, en þætti vænt um að vita trendið


Hver er reynslan hjá þér?

Gullna reglan er sú að þó þú farir í gegnum svona nám þá kanntu sáralítið eftir það. Þú hefur aftur á móti þekkinguna sem síðan nýtist þér afar vel þú þú starfar við þetta og ferð í raun og veru að læra á verksviðið.

Þessi regla á við vel flest svið, heyrði hana á sínum tíma frá kennara sem kenndi mér og það hristu flestir hausin yfir þessari "dellu" í honum, kom svo að daginn að þetta var að mestu leyti rétt hjá honum, ég upplifði það og þeir sem voru í námi á sama tíma og ég, hef svo sjálfur séð þetta margoft með fólk sem kemur úr námi og fer að vinna í kringum mann - svo ekki fleima mig fyrir að henda þessar reglu(ráði) inn. Þetta er meira gert til að þú áttir þig á því hvar þú stendur, miðað við að reynsla þín sé fyrst og fremst námið sem þú fórst í.

Re: Laun Kerfisstjóra

Sent: Lau 08. Júl 2017 19:15
af emmi
450-550þ sem hækkar svo eftir reynslu.

Re: Laun Kerfisstjóra

Sent: Sun 09. Júl 2017 20:56
af RamminnInn
Takk fyrir svörin :)

Ég er ekki með reynslu af kerfisstjórnun en hef mikinn tæknibakrunn (svona almennt tækni "common sense")

Hvernig er kerfisfræðingur samanberanlegur varðandi laun ? (Er að skoða launakönnun VR)