Þar sem ég er ekki lengur beintengdur neinu fjarskiptafyrirtæki finnst mér að ég meigi commenta
Fyrir utan þjónustu set ég Hringdu = Síminn þar sem ég hef líka verið með Hringdu Síma SIM kort
1. Mér finnst talgæðin vera áberandi best hjá Símanum ( Síminn -> Síminn eða Síminn -> Landlína )
2. Hraði á 4G er fyrir mig sem nota farsímann minn mest innanbæjar betri hjá Símanum en Vodafone og Nova
3. Call-setup og slit sambærilegt hjá Voda og Símanum
3a. Slit er hræðilegt hjá Nova ( var hjá þeim í mánuð núna á þessu ári og mamma og pabbi eru þar ), það er eiginlega bara tryggt að símtal sem fer yfir 7 mín slitnar. Og það að keyra frá systur minni í Garðabæ yfir í Vogana þar sem ég bý, ég gat nokkurn vegin tryggt 3 staði þar sem símtalið myndi slitna, þegar ég var að keyra þarna á milli
Tek ekki eftir þessu hjá Vodafone
4. Nokkrir staðir sem ég næ betur 4G hjá Voda, en mér finnst samt eins og 4G og 3G netið hjá Símanum sé bara hraðvirkara og virkar betur.
5. Appið er einfaldast hjá Nova
6. Appið og þjónustuvefurinn gefur mesta yfirsýn hjá Símanum
7. Hefur örugglega fundist þjónustan best hjá Nova ( Voda eru búnir að vera góðir í símanum, en sumt í þjónustuvef og appi er svo ógeðslega ólógískt )
8. Erlendis finnst mér þetta tie milli Voda og Símans. Gæðin svipuð, dreifikerfið á þeim stöðum sem ég er svipað, kostnaðurinn svipaður, reikningar svipaður ( nota ferðapakka og gagnamagn mjög mikið erlendis, og þetta var alltaf eithvað ves hjá Nova ).