Síða 1 af 1

Mig vantar 2017 G-Sync skjá 144hz+ 27"+ hvað mælir ÞÚ MEÐ

Sent: Þri 06. Jún 2017 14:39
af bteddi
Jæja ég þarf skjá og það er svo mikið í boði en svo búið að flækja allt með svona mikilli samkeppni. En ég vona að þið getið hjálpað mér að finna rétta hrossið.
Ekki pæla í skjákortinu mínu and what not. Ég uppfæri bara í 1080ti ef það leiðir út í overkill fyrir skjákortið mitt. Eins og staðan er þá er vega ekki komið til að countera nvidea.

En þarfir mínar eru eftirfarandi
1.}>
Þarf að vera G-Sync
2.}>
Þarf að vera lágmark 27"
3.}>
Þarf að vera með þægilega og milda birtu. Ég er ljósfælinn og fer að tárast eftir 20mín fyrir framan of bjartan skjá.
4.}>
Kostur að hafa 144hz en ég býst við að flestir G-Sync eru það og meira.
5.}>
Pricerange er allt milli 50-150k en best value og best preformer væri næs að vita af

Endilega komið með ykkar hugmynd af skjá fyrir mínar þarfir. Link og verð í comment skjágúrús [-o<

Re: Mig vantar 2017 G-Sync skjá 144hz+ 27"+ hvað mælir ÞÚ MEÐ

Sent: Þri 06. Jún 2017 14:58
af HalistaX
Hvernig lýst þér á þennann: https://elko.is/acer-27-wqhd-skjar-144h ... 7xb271hubm ?

Sá svo sem ekkert um hvurslags upplausn þú vildir, en ætli flestir skjáirnir á þessu verð bili séu ekki komnir í 1440p.

Þessi er allavegana G-Sync, 27", 144hz og kostar litlar 120.000 krónur.

Erfitt samt að segja til um birtuna, frá mínu sjónarhorni allavegana. En ég býst við því að flestir high-end skjáir í dag bjóði uppá ítarlegar stillingar hvað varðar birtu og allt það.

Hér má sjá hann in action: https://www.youtube.com/watch?v=-g2JNqlcSfw

Reddit þráður með einhverjum stillingum sem gæti hentað þér: https://www.reddit.com/r/Monitors/comme ... _settings/

Kannski bara kíkja í ELKO ef þeir eru með sýnishorn af honum og prufa að fokkast eitthvað í stillingunum þangað til þú finnur það sem hentar þér? :)