Síða 1 af 1

Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Lau 27. Maí 2017 11:23
af GuðjónR
Þessi risastóra bjalla er á vappi fyrir utan hjá mér. Sýnist hún vera svona 2-3cm á stærð. Stærri en krónuperningur.
Hef aldrei séð svona stóra bjöllu áður. Veit einhver hvaða tegund þetta er?

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Lau 27. Maí 2017 11:33
af Hjaltiatla
Fyrir mér lítur þetta út eins og Varmasmiður: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=56294

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Lau 27. Maí 2017 11:35
af lifeformes
Er þetta ekki Varmasmiður, allavega mjög lík henni
http://www.ni.is/biota/animalia/arthrop ... -nemoralis

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Lau 27. Maí 2017 11:51
af GuðjónR
Bingo!
Þetta er þá Varmasmiður.
Ég hélt fyrst að þetta væri kakkalakki, en svo sá ég strikið á bakinu sem gefur til kynna að þetta sé bjalla.
Risastórt kvikyndi.

Þá vitum við það, þeir eru komnir á Kjalarnesið.

Takk fyrir ábendinguna.

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Lau 27. Maí 2017 15:45
af muslingur
Risavaxna morðingjabjallan, get the hell out from there....

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Lau 27. Maí 2017 16:35
af Viktor
Þetta mun vera Volkswagen

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Mán 29. Maí 2017 17:41
af Halli25
GuðjónR skrifaði:Bingo!
Þetta er þá Varmasmiður.
Ég hélt fyrst að þetta væri kakkalakki, en svo sá ég strikið á bakinu sem gefur til kynna að þetta sé bjalla.
Risastórt kvikyndi.

Þá vitum við það, þeir eru komnir á Kjalarnesið.

Takk fyrir ábendinguna.

Til hamingju, mjög gott að hafa þennan risa hjá sér :)
Er með helling af þeim í Hveragerði

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Mán 29. Maí 2017 17:56
af GuðjónR
Halli25 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Bingo!
Þetta er þá Varmasmiður.
Ég hélt fyrst að þetta væri kakkalakki, en svo sá ég strikið á bakinu sem gefur til kynna að þetta sé bjalla.
Risastórt kvikyndi.

Þá vitum við það, þeir eru komnir á Kjalarnesið.

Takk fyrir ábendinguna.

Til hamingju, mjög gott að hafa þennan risa hjá sér :)
Er með helling af þeim í Hveragerði


Ég fæ hroll í hvert sinn sem ég sé þetta flykki.
Var að sjá þetta í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum, en nágranni minn segist hafa séð þrjú stykki nú í vor.
Þið Hvergerðingarnir hefðuð alveg mátt eiga þessi dýr í friði.

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Mán 29. Maí 2017 18:22
af lifeformes
flott að vakna með þetta á nefinu á sér

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Mán 29. Maí 2017 18:33
af GuðjónR
lifeformes skrifaði:flott að vakna með þetta á nefinu á sér

Hún nær amk. ekki að troða sér inn í nefið á þér... :nerd_been_up_allnight

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Mán 29. Maí 2017 18:36
af lifeformes
Hef ekki orðið var við þessa skeppnu hérna í Hafnafirði ennþá, þannig að ég sef rólegur
byð samt að heilsa henni :megasmile

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Mán 29. Maí 2017 19:00
af Baldurmar
Varmasmiður borðar snigla og aðrar pöddur, mjög gott að hafa svona í garðinum

Re: Hvaða bjöllutegund er þetta?

Sent: Mán 29. Maí 2017 19:04
af HalistaX
GuðjónR skrifaði:
Halli25 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Bingo!
Þetta er þá Varmasmiður.
Ég hélt fyrst að þetta væri kakkalakki, en svo sá ég strikið á bakinu sem gefur til kynna að þetta sé bjalla.
Risastórt kvikyndi.

Þá vitum við það, þeir eru komnir á Kjalarnesið.

Takk fyrir ábendinguna.

Til hamingju, mjög gott að hafa þennan risa hjá sér :)
Er með helling af þeim í Hveragerði


Ég fæ hroll í hvert sinn sem ég sé þetta flykki.
Var að sjá þetta í fyrsta sinn fyrir nokkrum dögum, en nágranni minn segist hafa séð þrjú stykki nú í vor.
Þið Hvergerðingarnir hefðuð alveg mátt eiga þessi dýr í friði.

[MYND AF BESTU KVEIKJURUM Í HEIMI]


Hvað eru þetta samt geggjaðir kveikjarar? Eina týpan af kveikjurum sem er þess virði að fylla á.

Hell, ég myndi henda Zippo í ruslið fram yfir svona. :happy